Morgunblaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 12
12 Viðtal MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008 Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is H ann hefur verið eins og hvítur stormsveipur upp vænginn á Ree- bok-leikvanginum í Bolton og öðrum völl- um ensku úrvalsdeildarinnar. Spart- verskt atgervi hans er með þeim hætti að hann gæti líkast til hlaupið svo dögum skipti – án þess að mæð- ast. Og ekki kinokar hann sér við hreinræktaðri enskri tæklingu. Myndi á góðum degi reyna sig við sjálfan Big Ben. Ógerlegt er að segja til um hvor stæði uppréttur eftir þá viðureign. Grétar Rafn Steinsson hefur sannarlega slegið í gegn í ensku knattspyrnunni frá því hann gekk til liðs við úrvalsdeildarlið Bolton Wanderers í janúar síðastliðnum. Hann hefur frá fyrsta degi eignað sér stöðu hægri-bakvarðar og er alls ekki á þeim buxunum að horfa um öxl. „Tímasetningin á þessum fé- lagaskiptum var mjög góð. Ég var alveg tilbúinn að taka þetta skref, að fara úr toppliði í Hollandi og yfir til Englands. Auðvitað eru hraðinn og harkan meiri hérna en ég var undir það búinn og þurfti fyrir vikið engan aðlögunartíma,“ segir Grétar, spurð- ur hvers vegna hann virki klæð- skerasaumaður fyrir ensku úrvals- deildina, sem af mörgum er álitin sterkasta sparkdeild í heimi. Kappinn er í símasambandi frá heimili sínu í Bolton enda ekki vænt- anlegur hingað upp á skerið fyrr en á vormánuðum. Það er engin miskunn hjá Magnúsi. Við vistaskiptin lagði Gary Meg- son, knattspyrnustjóri Bolton, upp við Grétar að halda sínu striki. „Ástæðan fyrir því að félagið keypti mig var leikstíllinn og þeir sögðu mér strax að halda uppteknum hætti. Ég passaði vel inn í leik- skipulag Bolton og það var í raun bara um tvennt að velja: Að fara í felur eða sýna sig og sanna. Ég valdi seinni kostinn. Ég var búinn að spila í tvö og hálft ár í toppliði í Hollandi og hafði engu að tapa.“ Ekki blés byrlega fyrir Bolton þegar Grétar kom til liðsins. Það var í æðisgenginni fallbaráttu og var vart hugað líf. „Þetta var feikilega erfið barátta þar sem hver leikur var upp á líf og dauða en sem betur fer sluppum við fyrir horn. Eins gott, það hefði verið reiðarslag fyrir félag- ið að fara niður.“ Betur hefur gengið á yfirstand- andi sparktíð. Bolton vermir nú 11. sætið og hefur leikið hreint prýði- lega á köflum. „Við erum með sterkara lið en í fyrra en deildin er mjög jöfn og fyrir utan efstu fjögur til fimm liðin er ómögu- legt að segja hvernig þetta fer. Höf- uðmark- mið okkar er að hala inn stig jafnt og þétt og tryggja stöðu okkar í deild- inni.“ Grétar ber Megson knatt- spyrnustjóra vel söguna. „Hann er dæmigerður Breti. Lætur í sér heyra og hefur skýrar hugmyndir um það hvernig spila á fótbolta. Það gengur vel að vinna með honum.“ Virðingin er gagnkvæm en í samtali við Morgunblaðið segir Megson Grétar hafa komið fót- unum virkilega vel undir sig hjá félaginu. „Hann er orð- inn mikilvægur hluti af vörn liðsins og hefur fundið sig vel utan vallar líka. Grétar er vin- sæll meðal félaga sinna og stuðningsmenn bera hann á höndum sér vegna inni- legrar nálgunar hans á velli,“ segir Megson. Lið Bolton hefur löngum verið hart í horn að taka – karlmennskan beinlínis drýpur af mönnum. Grétar gengst fúslega við því að liðið sé ekki það liprasta í deildinni. „Við erum sannkallað karlalið og leikstíll okkar einkennist af því að við erum lík- amlega sterkari en andstæðingurinn. Þjálfarinn hefur gott lag á liðum af því tagi og ég sé engan tilgang með því að spila einhvern Sambabolta fyrst við erum betri í öðru.“ Þetta er frábrugðið því sem hann átti að venjast í Hollandi. „Alkmaar er eitt sterkasta félagið þar og fyrir vikið stjórnuðum við oftar en ekki gangi leiksins. Vissum að lékjum við vel væru allar líkur á sigri. Deildin er miklu sterkari hér í Englandi og við býsna oft í því hlutverki að verjast. Við fáum ekki mörg tækifæri til að sækja og verðum að nýta þau vel.“ Það hefur Grétar sannarlega gert sjálfur en enginn varnarmaður í deildinni hefur lagt upp fleiri mörk á yfirstandandi leiktíð, fimm að tölu. „Mér er uppálagt að koma upp kant- inn þegar færi gefst og sem betur fer hafa félagarnir verið duglegir að setja þessar fyrirgjafir í netið. Það er skemmtilegur bónus.“ Ekki nóg með það. Grétar skoraði eitt af mörkum ársins á fyrsta leik- degi í haust. „Það var ekki leiðinlegt að sjá þann bolta í netinu.“ Raunar gerði hann annað mark fyrir skemmstu en sá bolti þótti hafa strokist við Kevin Davies fé- laga hans á leiðinni inn og var mark- ið því skráð á hann. „Maður er að hafa fyrir því að setja þessi mörk og svo eru þau bara tekin af manni,“ segir Grétar sposkur en lofar að bæta fleiri mörkum í sarpinn fyrir vorið. Lítill samgangur utan vinnu Hann segir góðan anda ríkja með- al leikmanna Bolton. „Annars er þetta bara eins og hver önnur vinna. Maður mætir á morgnana og fer heim eftir hádegið. Það er gott and- rúmsloft í búningsklefanum og við vinnum vel hver fyrir annan en þar fyrir utan hittumst við ekki mikið. Ekkert frekar en aðrir vinnu- félagar. Ég er nokkuð viss um að þú tekur ekki blaðamanninn við hliðina á þér heim í mat eftir langan vinnu- dag.“ Egóin eru óvíða stærri en í ensku úrvalsdeildinni. Grétar tekur undir það. „Auðvitað bullsýður egóið í okkur. Það fylgir þessu. Annars væru menn ekki komnir svona langt. Það er væn sletta af karl- mennsku í hverjum og einum leik- manni og sennilega nóg að hafa einn slíkan í hverju húsi,“ segir hann hlæjandi. Grétar hefur sannarlega ekki ver- ið utangátta á stærsta sparksviði í heimi en þær eru ófáar vinnustund- irnar sem liggja að baki. „Það er mun meiri vinna að vera atvinnu- Væn sletta af karlm Grétar Rafn Steinsson hefur fallið að ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eins og flís við rass. Það er eins og Siglfirðingurinn hafi aldr- ei gert annað en fara með hlutverk á þessu stærsta sparksviði í heimi en hann hefur nú verið í röðum Bolton Wanderers í tæpt ár. En þetta hefur ekki komið af sjálfu sér, þrot- laus vinna, agi og elja liggja að baki. Í öndvegi Grétar Rafn segir fjölskylduna hafa algjöran forgang í sínu lífi. „Maður er ekki mikill maður án fjölskyld- unnar,“ segir hann. Hér er hann með eiginkonu sinni, Manuelu Ósk Harðardóttur og syninum Jóhanni Grétari. Landsliðið Grétar Rafn er einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins. Húðflúr hefur rutt sér til rúms í sparkheimum á um- liðnum árum og ekki ómerkari menn en David Beck- ham verið í fylkingarbrjósti. Grétar Rafn hefur held- ur ekki látið sitt eftir liggja. „Ég byrjaði á þessu fyrir nokkrum árum og þetta hefur smám saman undið upp á sig. Ég hef gert þetta kerfisbundið undanfarin tvö ár og allur hægri handleggurinn er nú húðflúr- aður og góður partur af bakinu líka. Fyrst maður er að þessu á annað borð er alveg eins gott að gera þetta almennilega og láta það sjást.“ Á heimasíðu Bolton kemur fram að Grétar sé styrktur af Húðflúrstofu Daves T. „Það er alveg rétt,“ staðfestir hann. „Ég byrjaði að fara til Daves eftir að við fluttum hingað og í dag erum við orðnir góðir vinir. Hann sér um öll mín húðflúr og styrkir þessa fíkn mína.“ Grétar segir þetta órjúfanlegan hluta af sínum lífsstíl í dag. Hann fái stöðugt nýjar hugmyndir. „Þetta er ekki neitt sem maður gerir út í loftið, held- ur þjónar það allt tilgangi. Ég geri þetta vegna þess að mér þykir það flott og fyrst og fremst er ég að þessu fyrir mig og mína nánustu. Mamma hefur reyndar ekki verið neitt sérstaklega hrifin af þessu en hún hefur engan atkvæðisrétt í þessum efnum,“ segir Grétar sposkur. Og skyldum við eiga eftir að sjá þessa listsköpun þenja sig út í framtíðinni? „Já, blessaður vertu. Ég er rétt að byrja.“ RÉTT AÐ BYRJA Í HÚÐFLÚRINU Hátíð ljóss og friðar fer í hönd og flestir eiga þá náðuga daga í faðmi fjölskyldunnar. Það á ekki við um knattspyrnumenn í Englandi, sjaldan er meira álag en einmitt um jólin. Þetta er raunar að komast í vana hjá Grétari en einnig er leikið í Hollandi yfir jólin. „Auðvitað væri gott að geta slappað af með fjöl- skyldunni um jólin en þetta er ekki stórkostleg fórn að færa. Það verða örugglega haldin jól á Ís- landi eftir að ég verð hættur að spila fótbolta,“ segir hann æðru- laus. Þannig stendur á leikjum núna að Grétar nær aðfangadegi heima. Fjölskylda Manuelu, eiginkonu hans, er væntanleg í heimsókn og er fyrirhugað að halda ramm- íslensk jól. „Spennan er að magn- ast á heimilinu og það er gaman að upplifa þetta allt upp á nýtt gegnum litla pjakkinn.“ Á jóladag heldur Grétar sem leið liggur með liðinu á hótel fyrir leik gegn toppliði Liverpool á An- field Road á öðrum degi jóla. Tveimur dögum síðar tekur liðið á móti Wigan á heimavelli. „Maður verður að fara varlega í steikina.“ FER VARLEGA Í STEIKINA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.