Morgunblaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 28
28 Bloggari MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008 J ó l a s ö f n u n Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Oft var þörf en nú er nauðsyn Þeir sem vilja leggja nefndinni lið vinsamlega hafið samband á skrifstofutíma í síma 551 4349 eða á netfangið maedur@simnet.is. Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Hátúni 12b. ❄ ❄❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ Þjónusta á Þorláksmessu og aðfangadag Á Þorláksmessu og aðfangadag, milli kl. 9:00 og 15:00 verða starfsmenn að störfum í Fossvogskirkjugarði, Gufuneskirkjugarði, Kópavogskirkju- garði og Hólavallagarði og munu þeir leiðbeina eftir bestu getu. Hægt er að nálgast upplýsingar um staðsetningu leiða á vefnum www.gardur.is Þjónustusímar: Skrifstofan í Fossvogi, sími 585 2700 og skrifstofan í Gufunesi, sími 585 2770, eru opnar á Þorláksmessu og aðfangadag frá kl. 9:00 til 15:00 Ratkort er hægt að fá afhent á skrifstofunum eða prenta út á www. kirkjugardar.is Upplýsingar eru veittar í síma allan desembermánuð á skrifstofutíma. Fossvogskirkja verður opin á aðfangadag frá kl. 9:00 til 12:00 Á aðfangadag frá kl. 9:00 til 15:00 er allur akstur um kirkjugarðinn í Fossvogi óheimill, nema fyrir hreyfihamlaða. Tilkynning frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma Gleðilega jólahátíð ❄❄❄❄❄❄❄ ❄ ❄❄❄❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄❄ ❄❄❄❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma www.kirkjugardar.is Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is J enný Anna Baldursdóttir hefur mánuðum saman verið einn vinsælasti bloggarinn á Moggablogginu og flettingar á síðu hennar eru komnar yfir tvær milljónir. „Ég byrj- aði að blogga í febrúar 2007 því þá hafði ég allt í einu svo mik- inn tíma,“ segir Jenný Anna. „Ég var nýlega komin úr meðferð eftir að hafa drukkið á mig sykursýki, orðin sjúklingur og gat ekki unnið. Ég hafði áður unnið mjög mikið og var nú kyrrsett heima með þeim afleiðingum að ég fór að blogga eins og enginn væri morgundag- urinn. Upphaflega markmiðið var að blogga um alkóhólisma minn og hvernig ég tækist á við hann í mínum hvunndegi. Í byrjun blogg- aði ég stöðugt sem varð til þess að fólk vissi af síðunni minni. Ég blogga ekki lengur sérstakar alk- afærslur en óvirkur alki er stöðugt að takast á við sjúkdóminn og það kemur óneitanlega fram í skrifum mínum. Ég hef ekkert að fela og það skiptir mig máli að hafa stað- reyndir um líf mitt þarna úti á veraldarvefnum. Það er aðhald fyrir mig því ég sæki til dæmis ekki AA-fundi. Lifandi dauð bak við glugga Jenný Anna talar mjög op- inskátt um alkóhólisma sinn. „Ég hóf að þróa hann með mér um það leyti sem dóttir mín missti son sinn fyrir ellefu árum. Hann dó í vöggu. Það og fleiri persónuleg áföll urðu til þess að það fór að fjara undan mér og ég fór að eiga erfitt með að höndla hvunndaginn og líf mitt. Áfengisdrykkjan jókst og þunglyndi herjaði á mig. Ég var virkur alki í tíu ár og drakk mjög illa síðustu þrjú árin. Ég át líka róandi pillur og var lifandi dauð bak við eldhúsglugga. Eftir að ég hætti að drekka hefur þung- lyndið rjátlast af mér. End- urkoman er samt hæg. Þótt ég geti tjáð mig í gegnum skrif er ég enn töluvert til baka og ekki með þá félagsfærni sem ég hafði fyrir veikindin.“ Afskrifa ekki sjálfa mig Jenný Anna vann lengst af sem læknaritari en hefur ekki verið úti á vinnumarkaði í nokkur ár. „Ég hef aldrei litið á það öðruvísi en svo að ég muni ná mér og fara aft- ur út á vinnumarkaðinn,“ segir hún. „Ég er að verða 57 ára gömul og er í tiltölulega slæmu formi miðað við það sem ég ætti að vera. Ég gæti sagt að líkurnar á því að ég fari út á vinnumarkað væru ekki miklar en ég harðneita að af- skrifa sjálfa mig.“ Bloggfærslur Jennýjar Önnu bera með sér að þar fer afar skoð- anaglöð kona. Hún segir að þar sé þó ekki allt sem sýnist því stund- um skrifi hún beinlínis til að ögra og fá sterk viðbrögð. „Ég er örugglega skoðanaglöð en samt ekki jafnmikið og ætla mætti. Stundum skrifa ég eins og ákveðnir atburðir í þjóðfélaginu hafi sett líf mitt úr skorðum en það er ekki þannig. Ég er nokkuð yfirveguð þótt ég láti í bloggs- krifum eins og himinn og jörð séu að farast. Kannski er það púkinn í mér sem gerir að verkum að ég fer stundum meðvitað yfir mörkin og nota orð sem ég nota ekki dag- lega bara af því mig langar til að kalla fram viðbrögð. Ég reyni þó að fara ekki yfir mörkin. Ég fæ oft gríðarlega margar athugasemdir við skrif mín, þær hafa komist í rúmlega þrjú hundruð, og það ger- ist þegar ég skrifa um umdeild mál eins og vændi, súlustaði og pabbaherbergi í Hagkaup.“ Les mig í gegnum lífið Jenný Anna, sem skrifar mikið um stjórnmál, segist ekki lengur vera flokkspólitísk. „Ég var um tíma skráð í vinstri-græna en tók þá ákvörðun fyrr á árinu að ég ætlaði aldrei aftur að vera í flokki. Mér finnst flokkakerfið úr sér gengið. Svo er ég ekki kona sem hleypur á fundi. Ég er pólitískur hippi. Ég vil að við hjálpumst að og hugsum vel hvert um annað. Ég veit ekki hvort slíkar skoðanir eiga heima í einhverjum einum flokki. Við Íslendingar sváfum værum svefni of lengi og skorti samfélagslega vitund og vegna þess er allt hrunið í kringum okk- ur. Núna er jarðvegur fyrir gras- rótina. Þar er fólk með alls konar hugmyndir og ég hef trú á því fólki. Við eigum ekki sífellt að benda á stjórnmálamenn og segja þeim að sjá um hlutina, enda hafa síðustu atburðir sýnt fram á að þeim er ekki alls kostar treyst- andi. Við verðum sjálf, hvert og eitt okkar, að vera meðvituð um ábyrgð okkar í þjóðfélaginu.“ Þessi dugmikli og aðsópsmikli bloggari á eitt áhugamál öðru fremur en það er bóklestur. „Ég hef mikið yndi af bókum. Bækur eru svo stór hluti af lífi mínu að ég get ekki skilgreint mig án þeirra. Ég hef lesið mig í gegnum lífið. Bækur eru mín lífsgæði. Allt sem er gott í lífinu tengist þeim,“ segir Jenný Anna. Morgunblaðið/Golli Beinskeytt Bloggið skiptir hana máli. Jenný Anna Baldursdóttir dregur ekkert undan í skrifum sínum. Pólitískur hippi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.