Morgunblaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 45
inu til, því Claus var mest í íbúðinni í
New York. Þar lifði hann á tæplega
fjórtán milljóna króna framfærslu
eiginkonu sinnar á ári og fór ekki
dult með ástarsamband sitt við
Alexöndru Isles, fegurðardís og
sápuleikkonu. Hún var af auðugu
fólki komin og var honum svo dýr í
rekstri að hann átti í mesta basli
með að láta enda ná saman. Loks
setti hún honum þá úrslitakosti að
skilja við eiginkonu sína og kvænast
sér, ella væri hún út úr myndinni.
Sunny var ekki á þeim buxunum að
gefa manni sínum eftir skilnað og
Claus var tvístígandi, peningamálin
efalítið eitthvað að vefjast fyrir hon-
um.
Ekki var annað vitað en þau væru
skilin að skiptum þegar von Bülow-
fjölskyldan kom saman á setri sínu á
Rhode Island í desember 1979. Vel
virtist fara á með þeim hjónum,
Claus og Sunny. Á jóladag var þó
allt með öðrum brag, húsmóðirin lá
veik í rúminu allan daginn, en hún
hafði kennt sér slappleika eftir að
þau Alexander, sonur hennar, höfðu
fengið sér drykk saman kvöldið áð-
ur.
Þjónustustúlka Sunny, Maria
Schrallhammer, hafði áhyggjur af
heilsufari frúarinnar og leist ekkert
á blikuna þegar hún, þrátt fyrir
blátt bann eiginmannsins, leit inn til
hennar. Þar sá hún Claus liggja
pollrólegan við hlið konu sinnar og
lesa, þótt hún væri rænulaus að
sögn Mariu. Þrátt fyrir áeggjan
hennar þverskallaðist Claus við að
kalla á lækni og lét ekki undan fyrr
en um síðir að áeggjan Alexanders,
en hann hafði farið út strax um
morguninn og því ekki vitað hvers
kyns var. Ekki mátti tæpara standa
því þegar læknirinn kom kastaði
Sunny upp og hætti að anda. Hann
hreinsaði öndunarveginn og hóf
hjartahnoð og fylgdi henni á sjúkra-
hús þar sem hún fékk viðeigandi
meðferð og rankaði við sér um síðir.
Hörmuleg jól
Engin eftirmál urðu í þetta skipt-
ið. Hinn 21. desember 1980, þegar
fjölskyldan hugðist enn á ný eyða
saman jólunum, utan Annie-Laurie,
sem var í Evrópu með eiginmanni
sínum, gerðist Sunny æ veiklulegri.
Alexander bar hana inn í svefn-
herbergi og þráspurði hvort hún
hefði tekið svefn- eða verkjapillur,
sem hún neitaði staðfastlega. Þegar
hann leit til hennar skömmu síðar
fann hann móður sína þar sem hún
reyndi að skríða frá baðherberginu
að rúminu. Alexander taldi þó öllu
óhætt því stjúpfaðir hans var kom-
inn inn í herbergið, kvaddi móður
sína og fór að hitta vini sína á bar í
nágrenninu.
Claus, Alexander og Cosimu þótti
Sunny óvenjulega sein í morgunverð
daginn eftir og úr varð að Claus að-
gætti hverju sætti. Þegar hann kom
að konu sinni rænulausri og blæð-
andi á baðherbergisgólfinu kallaði
hann á Alexander. Hún var í vægast
sagt hörmulegu ástandi; með skurð
á vör, veikan púls, náttkjólinn í kuðli
um mjaðmirnar auk þess sem hún lá
í eigin þvagi. Hringt var á sjúkrabíl,
en strax í bráðamóttökunni í New-
port-sjúkrahúsinu þurftu læknar að
endurlífga hana eftir hjartastopp.
Síðan var hún send á sjúkrahús í
Boston þar sem úrskurðað var að
hún væri í dái, sem ekki væri í
mannlegu valdi að vekja hana af.
Auersperg-systkinin grunuðu
stjúpföður sinn um morðtilraun og
fólu fyrrverandi saksóknara í New
York-sýslu að rannsaka málið. Hann
aflaði nægra sönnunargagna fyrir
saksóknara Rhode Island til að fara
með málið fyrir ákærudómstól, sem
í júlí 1981 ákærði Claus von Bülow
fyrir tvöfalda morðtilraun.
Réttarhöldin
Réttarhöldin hófust í febrúar 1982
og vöktu gríðarlega athygli. Ákæru-
valdið leiddi að því líkum að kærði
hefði myrt konu sína í auðg-
unarskyni. Það ásamt vitnisburði
þjónustufólks, m.a. Mariu Schrall-
hammer, lækna, fyrrverandi ást-
konu Claus, Alexöndru Isles, auk
sönnunargagna á borð við svarta
lyfjatösku og notaða sprautunál með
leifum af insúlíni, sem fannst í íbúð
Claus, nægði til að hann var dæmd-
ur í þrjátíu ára fangelsi. Í rétt-
arhöldunum var margt misjafnt
dregið fram í dagsljósið, t.d. að
Sunny notaði reiðinnar býsn af
verkja- og róandi lyfjum og meira
áfengi en góðu hófu gegndi. Það
breytti þó engu um að virtur sér-
fræðingur bar fyrir dómi að heila-
skaðinn væri óyggjandi afleiðing in-
súlínsprautu.
Claus von Bülow áfrýjaði dómn-
um og fékk málið tekið fyrir aftur
1985. Milljarðamæringurinn J. Paul
Getty er sagður hafa verið hinum
gamla starfsmanni sínum innan
handar í hremmingunum. Ekkert
var til sparað, stjörnulögfræðing-
urinn Alan Dershowitz tók málið að
sér, en hann skrifaði seinna bók um
það, Reversal of Fortune, sem sam-
nefnd kvikmynd var gerð eftir 1990
með Jeremy Irons og Glenn Close í
aðalhlutverkum. Almenningur
fylgdist með framvindunni í sjón-
varpinu eins og hverri annarri sápu-
óperu. Fjölmiðlafárið var gífurlegt,
alls konar frægt fólk kom Claus Bü-
low til varnar í réttarhöldunum, t.d.
rithöfundurinn Truman Capote og
Joanne, eiginkona þáttastjórnand-
ans Johnnys Carsons. Breskir vinir
Claus létu sig heldur ekki muna um
að koma vestur um haf í sama til-
gangi, þar á meðal lafði Lond-
onderry, sem var gift tónlistar-
manninum George Fame.
Í stórum dráttum gekk vörnin út
á að sýna fram á að inntaka annarra
lyfja, t.d. valíums og þunglynd-
islyfja, gæti leitt til þeirrar röngu
niðurstöðu að viðkomandi hefði
fengið insúlín. Ekkert insúlín =
enginn glæpur. Sú vitneskja að
Sunny hefði gleypt meira en eitt
hundrað aspiríntöflur tveimur vik-
um áður en hún féll í dá og þar áður
dottið niður meðvitundarlaus og
framkallað hjá sjálfri sér heiftarleg
uppköst í kjölfarið styrkti málsvörn
von Bülows. Einnig fimm málsmet-
andi og sprenglærðir sérfræðingar,
sem vitnuðu um að ástand Sunny
helgaðist af því að hún hefði tekið
inn of stóran kokteil lyfseðilsskyldra
lyfja og þjáðist af krónísku glúk-
ósaóþoli.
Hrókar alls fagnaðar
í samkvæmislífinu
Claus von Bülow var fundinn sýkn
saka 10. júní 1985. Tvær konur
höfðu staðið eins og klettar við hlið
hans, dóttirin Cosima og Andrea
nokkur Reynolds, sem varð kærasta
hans eftir að hún og þriðji maður
hennar, Sheldon Reynolds sjón-
varpsmyndaframleiðandi, skrifuðu
honum bréf og sögðust trúa sakleysi
hans. Þrenningin mælti sér mót og
lagði á ráðin um að Reynolds yrði
umboðsmaður von Bülows vegna
fyrirhugaðrar ævisögu, sem mein-
ingin var að gera sjónvarpsþætti
eftir. Von Bülow stakk upp á að Ro-
Stjörnulögfræðingur Alan Dershowitz.
Fjölskyldan Von Bülow-hjónin ásamt börnum Sunny, Alexander og Annie
Laurie, nokkrum árum eftir að þau fluttust til Bandaríkjanna.
Kvikmynd Reversal of Fortune var
byggð á bók lögfræðings Claus.
Feðgin Cosima, dóttir Sunny og Claus, trúir á sakleysi föður síns.
Vitni Alexander og Annie Laurie von Auersperg, börn Sunny af fyrra hjóna-
bandi, Alexandra Isles, fyrrum ástkona Claus, og þjónustustúlkan Maria
Schrallhammer, báru Claus von Bülow ekki vel söguna fyrir rétti.
Kærastan Andrea Reynolds var mikið
í sviðsljósinu í seinni réttarhöldunum.
bert Duvall léki sig.
Allar áætlanir fóru þó út um þúf-
ur þegar Reynolds, sem hafði
brugðið sér af bæ, las um framhjá-
hald konu sinnar með söguefninu í
slúðurblaði. Frúin lét hafa eftir sér
að hún hefði verið vanrækt og óham-
ingjusöm í hjónabandinu. „Ef Claus
þarf að giftast Andreu á hann eftir
að óska þess að hann hefði verið
sakfelldur,“ var það eina sem bóndi
hennar sagði.
Eftir þetta fóru þau ekki dult með
samband sitt. Þau bárust mikið á,
bjuggu í glæsiíbúð Sunny í New
York, þar sem þau héldu dýrðleg
kvöldverðarboð fyrir hið svokallaða
fína fólk borgarinnar, og urðu fljót-
lega hrókar alls fagnaðar í sam-
kvæmislífi borgarinnar. Þau virtust
kunna ljómandi vel við sig í sviðs-
ljósinu.
Andrea ku hafa tekið miklu ást-
fóstri við Cosimu, sem hálfsystkinin
vildu ekkert af vita sökum stuðnings
hennar við föður sinn. Til þess var
tekið að á átján ára afmælisdegi
hennar buðu faðir hennar og Andrea
henni á fínasta veitingastað, sem völ
var á í New York, ásamt herskara
frægs fólks úr kunningjahópi sínum,
en engum á hennar reki. „Á meðan
þau taka Cosimu með sér borgar
sjóður hennar brúsann,“ hvíslaði
ónefndur að Dominick Dunne hjá
Vanity Fair. Sjálfum þótti Dunne
þau skötuhjú í svo miklu uppnámi
yfir að móðuramma Cosimu hafði
gert hana arflausa að jaðraði við
þráhyggju.
Og svo …
Auersperg-systkinin, sem voru og
eru ennþá sannfærð um sekt Claus
og jafnframt að móðir þeirra hafi
ætlað að skilja við hann slyppan og
snauðan, höfðuðu einkamál til að
tryggja að hann fengi aldrei eyri af
auðæfunum. Claus von Bülow féllst
á að skilja við Sunny, afsala sér öll-
um kröfum í eignir hennar – og sór
að halda sér saman. Á móti sam-
þykktu systkinin að greiða Cosimu
arfinn eftir móðurömmu þeirra,
rúman hálfan milljarð íslenskra
króna.
Þau feðginin búa í Knightsbridge
í London og þar hefur ekki væst um
þau. Claus fluttist þangað 1991, eftir
að þau Andrea Reynolds skildu að
skiptum, og dóttirin skömmu síðar.
Hann hefur síðan starfað sem lista-
og leikhúsgagnrýnandi, en hún er
gift ítölskum greifa og á með honum
þrjú börn. Henni kippir í kynið að
því leyti að kvöldverðarboð hennar
eru rómuð meðal mektarfólks borg-
arinnar. Boð pabbans eru sam-
kvæmt telegraph.co.uk ögn smærri í
sniðum, en engu að síður eru veit-
ingarnar af fínustu sort; eðalvín og
gæsalifur. Ekki að ósekju að hann
var 2001 valinn af tímaritinu Tatler í
46. sæti yfir vinsælasta samkvæm-
isgestinn. Aðlaðandi, gáfaður og
kurteis, sögðu bresku blöðin þegar
þau rifjuðu upp lífshlaup hans í
tengslum við lát fyrrverandi eig-
inkonu hans. Sekur eða saklaus?
Þeirri spurningu verður aldrei svar-
að. Málið er dautt.
Vettvangur glæps? Clarendon Court, glæsivilla í gregorískum stíl á Rhode
Island, þar sem fjölskyldan kom saman jólin 1980.
45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008