Morgunblaðið - 21.12.2008, Side 65

Morgunblaðið - 21.12.2008, Side 65
Reuters Ástarsena Kate Winslet og David Kross í hlutverkum sínum í The Reader. ÁTJÁN ára mótleikari Kate Winslet í myndinni The Reader segir að kyn- lífssenur þeirra á milli hafi aðeins orðið betri og betri. David Kross hefur sagt frá því að hin 33 ára leikkona hafi komið í veg fyrir allan vandræðagang þegar hin- ar nánu senur voru teknar upp með því að segja brandara. „Í byrjun var ég mjög stressaður en síðan varð þetta betra og betra og við fórum að segja brandara. Kate og ég hlógum að þessu á eftir,“ sagði Kross sem hafði ekki mikla leiklist- arreynslu þegar hann fékk hlutverk Michael Berg, 15 ára skólastráks sem býr í Vestur-Þýskalandi á fimmta áratugnum og verður ást- fanginn af Hönnuh Schmitz sem Winslet leikur. Þrátt fyrir ungan aldur vissi Kross að kynlífsatriðin yrðu að vera gerð vel og segir að hann hefði ekki getað óskað sér betri mótleikkonu. „Hún er ein af bestu leikkonunum til að leika á móti í svona senum, hún hefur gert þetta áður og veit hvað hún er að gera. Ég var þakklátur henni fyrir það,“ sagði Kross í viðtali við breska dagblaðið Daily Mail. Bara betra og betra Menning 65 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008 Þjóðleikhúsið Af öllum sviðum lífsins 551 1200 | midasala@leikhusid.is Miðasalan er opin alla daga frá kl. 12:30 til 18:00 og öll sýningarkvöld til kl. 20. Miðapantanir teknar í síma alla virka daga frá kl. 10:00. Leikhúsloftið Leitin að jólunum Sun 21/12 aukas. kl. 11:00 U Sun 21/12 kl. 13:00 U Sun 21/12 kl. 14:30 U Mán22/12 kl. 13:00 U Stóra sviðið Hart í bak Fös 2/1 kl. 20:00 Ö Fös 9/1 kl. 20:00 Ö Sun 18/1 kl. 20:00 Lau 24/1 kl. 20:00 Sun 25/1 kl. 20:00 Ath. aukasýningar í sölu Sumarljós Fös 26/12 frums. kl. 20:00 U Lau 27/12 kl. 20:00 Ö Sun 28/12 kl. 20:00 Ö Lau 3/1 kl. 20:00 Sun 4/1 kl. 20:00 Lau 10/1 kl. 20:00 Sun 11/1 kl. 20:00 Fös 16/1 kl. 20:00 Jólasýning Þjóðleikhússins Kassinn Heiður Þri 20/1 fors. kl. 20:00 Ö Mið 21/1 fors. kl. 20:00 Ö Fim 22/1 fors. kl. 20:00 Ö Lau 24/1 frums. kl. 20:00 U Sun 25/1 kl. 20:00 Fös 30/1 kl. 20:00 Lau 7/2 kl. 20:00 Lau 14/2 kl. 20:00 Athugið snarpt sýningatímabil Kúlan Klókur ertu - Einar Áskell Sun 4/1 kl. 13:30 Sun 4/1 kl. 15:00 Sun 11/1 kl. 13:30 Sun 11/1 kl. 15:00 Örfáar aukasýningar í janúar Borgarleikhúsið 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 10:00-18:00, miðvikudaga til föstudaga kl. 10:00-20:00, og laugardaga og sunnudaga kl. 12:00-20:00 Fólkið í blokkinni (Stóra sviðið) Sun 21/12 aukas kl. 16:00 U Lau 27/12 kl. 16:00 U Lau 27/12 kl. 19:00 U Sun 28/12 kl. 16:00 U Sun 28/12 kl. 19:00 U Lau 3/1 kl. 19:00 U Sun 4/1 kl. 19:00 Ö Lau 10/1 kl. 19:00 U Sun 11/1 kl. 19:00 Ö Lau 17/1 kl. 19:00 Ö Lau 24/1 kl. 19:00 U Sun 25/1 kl. 16:00 Ö Lau 31/1 kl. 19:00 Ö Yfir 50 uppseldar sýningar! Tryggið ykkur nú miða í janúar! Fló á skinni (Stóra sviðið) Þri 30/12 aukas. kl. 19:00 U Þri 30/12 kl. 22:00 Ö Fös 2/1 kl. 19:00 Ö Fös 9/1 kl. 19:00 Ö Fös 16/1 kl. 19:00 Ö Fös 23/1 kl. 19:00 Ö Fös 30/1 kl. 19:00 Yfir 120 Uppseldar sýningar. Áhorfendasýning ársins! Vestrið eina (Nýja sviðið) Lau 27/12 kl. 20:00 Ö ný aukas. Sun 28/12 kl. 20:00 Ö síðasta sýn. Munið: Snarpur sýningartími. Sýningum lýkur í desember. Laddi (Stóra svið) Þri 20/1 ný aukas kl. 20:00 Lápur, Skrápur og jólaskapið (Þriðja hæðin) Sun 21/12 kl. 14:00 Sun 21/12 kl. 16:00 Uppsetning Kraðaks. Leikfélag Akureyrar 460 0200 | midasala@leikfelag.is Lápur, Skrápur og jólaskapið (Rýmið) Sun 21/12 aukas kl. 13:00 Sun 21/12 aukas kl. 15:00 U Síðasta sýningarhelgi Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Mán29/12 kl. 20:00 Ö Sun 4/1 kl. 16:00 Lau 10/1 kl. 20:00 Fös 16/1 kl. 20:00 Lau 24/1 kl. 17:00 þorrablót eftir sýn.una Fös 30/1 kl. 20:00 Tvær Grímur 2008 - Besta leikkonan - Besta handritið Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson (Söguloftið) Þri 30/12 kl. 20:00 U Lau 3/1 kl. 20:00 Fös 9/1 kl. 20:00 Lau 17/1 kl. 20:00 Fös 23/1 kl. 20:00 Tvær Grímur 2007 - Besti leikari - Besta handritið Hafnarfjarðarleikhúsið 555 2222 | theater@vortex.is Ástverk ehf (Hafnarfjarðarleikhúsið) Sun 28/12 kl. 20:00 Stórasti sirkus Íslands (Hafnarfjarðarleikhúsið) Fös 2/1 kl. 14:00 Fös 2/1 kl. 20:00 Lau 3/1 kl. 14:00 Lau 3/1 kl. 20:00 Sun 4/1 kl. 14:00 Ævintýriðum Augastein (Hafnarfjarðarleikhúsið) Sun 21/12 3. sýn. kl. 14:00 Ö Eingöngu í desember Íslenska óperan 511 4200 | midasala@opera.is Tenórarnir fjórir - hátíðartónleikar Sun 21/12 kl. 20:00 Ö Janis 27 Lau 10/1 kl. 20:00 Fös 23/1 kl. 20:00 Lau 31/1 kl. 20:00 Möguleikhúsið 5622669 / 8971813 | moguleikhusid@moguleikhusid.is Íslensku jólasveinarnir í Þjóðminjasafninu (Þjóðminjasafnið) Sun 21/12 kl. 11:00 gluggagægir Mán22/12 kl. 11:00 gáttaþefur Þri 23/12 ketkrókur kl. 11:00 Mið 24/12 kertasníkir kl. 11:00 Aðgangur að jólasveinadagskrá er ókeypis meðan húsrúm leyfir! Sæmundur fróði (ferðasýning) Fös 16/1 kl. 10:00 F ártúnsskóli Draumasmiðjan 8242525 | elsa@draumasmidjan.is Ég á mig sjálf (farandsýning) Lau 17/1 kl. 15:00 F Fim 29/1 kl. 00:00 F Fim 29/1 kl. 00:00 F Hvar er (K)Lárus (Kópavogsleikhúsið) Sun 28/12 kl. 20:00 döff leikhús, íslensk talsetning Íslenski dansflokkurinn 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Febrúarsýning2009 (Stóra sviðið) Fim 5/2 frums. kl. 20:00 Sun 8/2 kl. 20:00 Sun 15/2 kl. 20:00 Sun 22/2 kl. 20:00 Sun 1/3 kl. 20:00 Sun 8/3 kl. 20:00 GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið 4201190 | grindviska.gral@gmail.com 21 MANNS SAKNAÐ (Grindavík) Sun 11/1 aukas. kl. 20:00 Sun 18/1 aukas. kl. 20:00 Sun 25/1 aukas. kl. 20:00 Sun 1/2 aukas. kl. 20:00 FRÁBÆR GJAFAKORT Í JÓLAPAKKANN!!! - Upplýsingar á grindviska.gral@gmail.com Kómedíuleikhúsið Ísafirði 8917025 | komedia@komedia.is Jólasveinar Grýlusynir(Tjöruhúsið Ísafirði/Ferðasýning) Sun 21/12 kl. 14:00 Lau 27/12 kl. 14:00 Sun 28/12 kl. 14:00 Lukkuleikhúsið 5881800 | bjarni@lukkuleikhusid.is Lísa og jólasveinninn Mán22/12 kl. 14:00 F melaskóli Mozart við kertaljós Garðakirkju í kvöld kl. 21 Dómkirkjunni 22. des. kl. 21 ÓHLJÓÐALIST R! hefur þann (ó)kost að upp- bygging og um- gjörð laganna verður eft- irminnileg fyrir kraftinn og stílinn en ekki sterkar laglínur eða viðlög. Áreitið sem hljóðskúlptúrinn og keyrslan fram- kallar er listræn framsetning sem gengur fullkomlega upp í höndum Reykjavíkur! en formið er vand- meðfarið og þarf að stýra af natni svo allt fari ekki í bál og brand eða verði leiðindin uppmáluð. Kraftmikill söngur og gít- arkeyrsla er áberandi út í gegn og finna má nýjar flottar útfærslur á forminu eins og í „Æji, Plís: Punct- ure Wounds and Burning Blood“ sem minnir á Sonic Youth í dauð- rokksæfingum með Steve Albini. Þarna liggja einmitt rætur Reykjavíkur!, róttækt og skapandi nýbylgjurokk ásamt kraftmiklu pönki og alveg yfir í þungarokk, öllu blandað saman fordóma- og makalaust til að skapa sérstæðan stíl og hljóm. Ekkert af þessu væri þó hægt ef hljómsveitarmeðlimir væru ekki jafniðjusamir, frjóir og með svona andskoti góðan tromm- ara. Melódískustu lögin og þau sem mér finnst skara framúr eru ásamt fyrrnefndu lagi „The Blood“ (sem minnir mig á gæða bandið Jesus Lizard), „Repticon“, „Tempo Vejo, 2004“ og „Kate Bush“. Það er vissulega gaman að hlýða á þessa plötu Reykjavíkur! en helsti ókosturinn er hins vegar sá að platan framkallar þreytuverki um allan líkamann við síend- urtekna hlustun því hún reynir virkilega á og er á köflum ein- strengingsleg í kröftugri keyrsl- unni, hvorugt atriðið er kannski neikvætt í sjálfu sér þar sem rokk- tónlist á ekki að líða hjá sem væn umhverfishljóð heldur virkilega vekja og hreyfa við fólki og ein- hæfur stíllinn fellur í sér viss skila- boð. Það má aldrei finna dauða stund á The Blood og skífan því verulega vel heppnuð og stælalaus þó svo að frumraunin þóknist mér betur enn sem komið er. Að lokum er vert að minnast á frumlegt hulstrið sem geymir diskinn en ysta lagið er hrjúfur sandpappír sem er lýsandi fyrir innihaldið. Þykkt blóð Reykjavík! – The Blood bbbbn TÓNLIST Geisladiskur Jóhann Ágúst Jóhannsson mbl.is smáauglýsingar TÓNLISTARKONAN Fergie og leikarinn Josh Duhamel ætla að gifta sig 10. janúar næstkomandi í Suður-Kaliforníu. Mörgum af helstu stjörnum Hollywood er boðið í athöfnina, þar á meðal Kate Hudson, Nicole Kid- man, Penelope Cruz, Sophiu Loren, Marion Cotillard og Daniel Day- Lewis, en flest þeirra leika með Fergie í myndinni Nine, kvik- myndaaðlögun á söngleiknum sem nýverið var lokið við að taka upp í Evrópu. Duhamel bað Fergie, sem heit- ir í raun Stacey Ferguson, árið 2007 eftir þriggja ára samband. Að sögn vina er Karl Lagerfeld að hanna drauma brúðarkjól Fergie. „Þetta á að vera fullkomið enda ætla þau aðeins að gifta sig einu sinni.“ Eftir trúlofunina í fyrra sagði Fergie að hún væri ekkert að flýta sér að gifta sig og vildi vera viss um að allt yrði í lagi fyrir stóra daginn. „Ég á stóran bunka af brúðar- blöðum og ég vil eyða tíma með fjölskyldu minni og bara taka tíma til að hugsa þetta allt saman,“ sagði stúlkan þá. Gifta sig í janúar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.