Morgunblaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 36
36 Viðtal MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008 Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is J óni Bjarka Magnússyni er hvergi brugð- ið þegar hann kemur við í Hádegismóum tveimur dögum eftir að hafa hrist dug- lega upp í blaðaheiminum hérna í fásinn- inu með því að segja starfi sínu á DV lausu. Þvert á móti er bara létt yfir hon- um enda þótt hann geri ekki ráð fyrir að málinu sé lokið. Býst alveg eins við að verða dreginn fyrir dómstóla. „Vilji menn fara þá leið verður svo að vera. Ég missi ekki svefn út af því. Ég er búinn að leggja spilin á borðið og er með hreina samvisku. Sjálfsvirðingar minnar vegna gat ég einfaldlega ekki starfað lengur við þessar aðstæður. Það er kjarni málsins.“ Þegar Jón Bjarki er spurður hvað taki við hjá honum kemur í ljós að hann hefur skráð sig í heimspeki í Háskóla Íslands. Hann settist raun- ar fyrst á skólabekk í þeirri merku stofnun fyrir þremur árum en hætti þá námi í stjórn- málafræði eftir aðeins eina önn til að láta drauminn rætast – að ferðast um heiminn. Og seint verður sagt að hann hafi farið troðnar slóðir. „Eftir eina önn í háskólanum greip mig ein- hver útþrá. Mér fannst ég þurfa að upplifa eitt- hvað annað en að vera í skóla. Ég ólst upp í firði sem er umlukinn fjöllum og eina leiðin út er í gegnum göng. Heimurinn var því lítill en hann stækkaði smám saman eftir að ég kom til Reykjavíkur og á þessum tímapunkti fann ég mig einfaldlega knúinn til að sjá meira af hon- um.“ Þarf bara peninga og bakpoka Jón Bjarki fæddist á Siglufirði 30. júní 1984, sonur hjónanna Magnúsar Traustasonar og Ingunnar Jónsdóttur. Hann á eina eldri systur, Þóru Huld, og einn yngri bróður, Trausta Breið- fjörð. Ellefu ára flutti Jón Bjarki með foreldrum sínum í Grafarvoginn í Reykjavík eftir skamma viðkomu í Hrútafirði. Þar gekk hann mennta- veginn, fyrst í Foldaskóla en síðan Borgarholts- skóla, þaðan sem hann lauk stúdentsprófi jólin 2004. Átján ára gamall fór Jón Bjarki í fimm vikna bakpokaferðalag um Evrópu ásamt nokkrum fé- lögum sínum og þar kviknaði neistinn fyrir al- vöru. „Ég komst að því að það er ekkert mál að ferðast. Maður þarf bara svolitla peninga og góðan bakpoka,“ segir hann sannfærandi. Sumarið 2005 hafði Jón Bjarki komið sér upp dágóðum sjóði og ekki var eftir neinu að bíða. Hann tróð í bakpokann ásamt félaga sínum Sig- urði Eyþórssyni og héldu þeir sem leið lá til Danmerkur. Það eina sem lá fyrir á þeim tíma- punkti var að fara til Rússlands. „Það var ekk- ert annað planað,“ segir Jón Bjarki. Þeir flugu til Eistlands og tóku þaðan rútu til Pétursborgar. „Þá var ævintýrið hafið.“ Fé- lagarnir rituðu sig inn á hótel, þar sem þeir hittu fyrir stæðilega sjómenn frá Úkraínu. „Þeir virkuðu hundfúlir í fyrstu en þegar á reyndi voru þetta bráðhressir og hjálplegir menn. Þeir slógu upp pylsuveislu og var krásunum skolað niður með vodka. Nema hvað?“ rifjar Jón Bjarki upp hlæjandi. Bauð honum dóttur sína Hann segir Úkraínumönnunum hafa litist vel á sig, svo vel meira að segja að einn þeirra dró upp ljósmynd af fimmtán ára dóttur sinni. „Það var á honum að skilja að hann myndi taka hana frá fyrir mig. Ég afþakkaði kurteislega gott boð,“ segir hann skellihlæjandi. Jón Bjarki kveðst hafa áttað sig á því þarna að allt sem þurfi á svona ferðalagi sé að kynnast fólki. Engin takmörk séu fyrir því hvað það geti verið hjálpfúst og gestrisið. „Það er fegurðin í þessu.“ Þannig hjálpuðu Úkraínumennirnir þeim Sigurði að kaupa lestarmiða til Moskvu og þaðan til Sverdlovsk í Síberíu. Félagarnir fóru gegnum Síberíu á einum mánuði og komu m.a. að dýpsta vatni heims, Baikal-vatni. Þaðan héldu þeir sem leið lá til Mongólíu en Jón Bjarki segir lítið mál hafa ver- ið að útvega sér landvistarleyfi. „Maður heldur að öll svona skriffinnska taki óratíma en svo er í raun og veru ekki.“ Í Mongólíu kynntust Jón Bjarki og Sigurður Bretanum Johnny sem átti eftir að ferðast með þeim í fimm mánuði. Einnig rákust þeir á bandaríska tvíbura á götuhorni sem hvöttu þá til að halda til norðurhluta landsins og heilsa upp á hirðingja sem þeir kölluðu „hrein- dýrafólkið“. Það varð úr. Eins og í miðju ævintýri Jón Bjarki lýsir Mongólíu sem dásamlegu landi og ferðalagið þar í gegn hafi verið gríð- arleg upplifun. Haldið var gegnum Góbí- eyðimörkina á sendiferðabíl en félagarnir réðu sér bílstjóra sem talaði sæmilega ensku. „Það var ótrúlegt að keyra um slétturnar þarna, heilu dagana var bara flatlendi, ekkert annað. Stöku sinnum bar hirðingja á hesti við sjóndeild- arhringinn eða þá að dádýr tók á rás. Þetta var eins og að vera staddur í miðju ævintýri.“ Jón Bjarki og föruneyti hans stakk við stafni í dæmigerðu hirðingjasamfélagi og var tekið með kostum og kynjum. „Gestrisnara fólk er vand- fundið og var gert vel við okkur í mat og drykk. Við fengum m.a. að bragða á áfengri kaplamjólk sem var að vísu frekar súr og fór ekkert sér- staklega vel í maga. Síðan var sungið fram eftir nóttu inni í tjöldunum. Þeir sungu hirðingjalög og við svöruðum með því að taka Bohemian Rhapsody með Queen. Þá varð fólki starsýnt á okkur. Hafði aldrei heyrt aðra eins tónlist,“ seg- ir Jón Bjarki hlæjandi. Hann segir hirðingjana ekki tala ensku, nema stöku mann í bæjum, en bílstjórinn reyndist betri en enginn þegar kom að því að túlka. Ekki var bílfært inn á gafl hjá „hreindýrafólk- inu“ og héldu félagarnir áfram á hestum. Kalt var á þessum slóðum og eru næturnar við varð- eldinn Jóni Bjarka ógleymanlegar. „Við vildum sýna að við værum alvöru menn eins og hirð- ingjarnir en ég viðurkenni að mér varð býsna kalt, ekki síst þegar byrjaði að snjóa.“ „Hreindýrafólkið“ reyndist ekki síður gestris- ið. Fór það m.a. með félagana í veiðiferð en Jón Bjarki varð af þeirri upplifun vegna veikinda. Var hann skilinn eftir í umsjá seiðkonu flokksins sem stjanaði við hann. Reis hann upp eins og nýsleginn túskildingur. „Mongólía er upplifun sem ég er ennþá að átta mig á. Landið kallar á mig. Ég þarf að fara þangað aftur.“ Hvað er raunveruleiki? Frá Mongólíu var haldið til Kína, þar sem fé- lagarnir áttu eftir að dveljast lengi. Þeir byrj- uðu í Peking og Jón Bjarki segir það hafa verið talsverð viðbrigði að vera aftur kominn í hina svokölluðu siðmenningu. Þar hittu þeir fjöldann allan af ferðamönnum og hlýddu á ýmsar skrautlegar frásagnir. „Þegar hér er komið sögu var fólkið heima farið að þrýsta á okkur. „Viljiði ekki fara að koma heim í raunveruleik- ann?“ spurði það. Gallinn var bara sá að fyrir okkur var þetta orðið raunveruleikinn. Við upp- lifðum gríðarlegt frelsi. Vegskiltin vísuðu í allar áttir og okkar var valið.“ Næsta skref var að festa kaup á þríhjólum með litlum hjálparmótor og leggjast í ferðalag um Kína. Með í för voru sem fyrr Sigurður og Johnny en í hópinn höfðu bæst Kanadamað- urinn Steve og Ísraelinn Yaya. „Peking er mjög áhugaverð borg en okkur langaði að kynnast landinu betur. Þegar við lögðum meng- unarmökkinn í borginni að baki var planið að finna Múrinn og fara síðan niður til Víetnams.“ Til að setja Peking í samhengi þá tók heilan dag að komast út úr borginni. Að þeirri þrek- raun lokinni voru menn lúnir og tjölduðu því í landi eplabónda nokkurs í nágrenninu. „Það er ekki algengt að menn slái upp tjöldum á þessum slóðum og um morguninn vaknaði Siggi við það að eplabóndinn stóð yfir honum furðulostinn. Siggi var ekki alveg viss hvernig hann átti að bregðast við þeim aðstæðum og fór bara aftur að sofa. Við upplifðum ítrekað undrun fólks þeg- Vegskiltin vísuðu Víðförull Jón Bjarki Magnússon segir engin takmörk fyrir því hvað íbúar þessa heims geti verið hjálpf Flestir vita að Jón Bjarki Magnússon var blaðamaður á DV þangað til hann sagði starfi sínu lausu í upphafi vikunnar. Færri vita hins vegar að hann er með sigldari Íslendingum enda þótt hann sé að- eins 24 ára að aldri. Maðurinn hefur komið á afskekktustu staði. Jón Bjarki kynntist ýmsu fólki á ferðum sínum um Asíu. Sumu minnisstæðara en öðru. Í Islama- bad, höfuðborg Pakistans, rakst hann á tæplega sextuga bandaríska konu, Almitru að nafni, sem hafði selt húsið sitt og var í miðjum klíðum að ganga yfir hnöttinn. „Markmið hennar er að brúa bilið milli menningarheima. Það geislaði af henni gleðin og góð- mennskan og hún stendur í þeirri einlægu trú að heimurinn sé góður. Sjálf hafði hún ekki lent í neinum vandræðum á göngu sinni og var lauflétt í spori. Almitra er merkilegasta manneskja sem ég hef hitt.“ Almitra hefur hug á að ganga hringinn kringum Ísland og segir Jón Bjarki þá Sigurð hafa lofað að verða henni samferða á þeirri göngu. „Þegar hún kemur sé ég sæng mína uppreidda.“ Gengið yfir hnöttinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.