Morgunblaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008
Slökkvilið
Höfuðborgarsvæðisins
Æskilegt er að setja reglur
um kerti og kertaskreytingar
á vinnustöðum og að þær
séu öllum starfsmönnum vel
kynntar. Aldrei má skilja eftir
logandi kerti eða
kertaskreytingu í mannlausu
herbergi s.s. í fundarherbergi
eða á kaffistofu vinnustaðar.
Munið að
slökkva á
kertunum HEILSUSTEFNAheilbrigðisráðuneytis
er frábær aðgerð-
aráætlun sem miðar að
því að efla heilbrigða
lífshætti og koma í veg
fyrir heilsubresti hjá
þjóðinni. Næring-
arfræðingar/-ráðgjafar
eru löggildar heilbrigð-
isstéttir sem hafa sér-
menntað sig í heilbrigði
líkamans með tilliti til næringarinnar
og geta því lagt hönd á plóginn með
öðrum heilbrigðisstéttum við að
styðja við einstaklinga þegar kemur
að mataræði og heilbrigðum lífsstíl.
Næringarfræðingar/-ráðgjafar telja
að ef takast á að snúa þjóðinni af
þeirri braut sem hún er á hvað varð-
ar óheilbrigði og í átt til hollustu sé
aðkoma þeirra einn af meginþáttum
til þess bæta þekkingu landsmanna á
mataræði.
Þegar litið er til grunnþjónustu
heilbrigðiskerfisins, heilsugæsl-
unnar, þá er ljós gríðarleg þörf fyrir
næringarfræðinga sem sinna myndu
forvörnum í samvinnu við lækna og
annað heilbrigðisstarfsfólk. Í heilsu-
gæslunni ætti að fræða unga fólkið
sem er að taka sín fyrstu skref í upp-
eldi og halda þannig áfram með
hverja kynslóð upp í gegnum skóla-
kerfið. Í heilsugæslunni er oftast
fyrst komið auga á að í óefni stefnir
hvað varðar holdafar s.s. offitu eða
vannæringu svo einhver dæmi séu
tekin.
Næringarfræðingar/-ráðgjafar
eru nauðsynlegur hlekkur í þeirri
keðju sem sæi um að beina ein-
staklingum inn á réttar
brautir í mataræði.
Enginn næringarfræð-
ingur/-ráðgjafi starfar
nú hjá Heilsugæslu höf-
uðborgarsvæðisins fyr-
ir utan mæðraverndina.
Þegar þegnar sam-
félagsins greinast að
lokum (því miður oft
vegna vanþekkingar á
mataræði og næringu)
með sjúkdóma s.s.
hjarta- og æða-
sjúkdóma og sykursýki
þá er sérþekking nær-
ingarfræðinga/-
ráðgjafa ennþá mikilvægari því mat-
aræði er einn af grundvallarþáttum
meðferðar þessara sjúkdóma. Það
hafa ótal rannsóknir sýnt og má sjá í
klínískum leiðbeiningum við meðferð
sjúkdóma á vef Landlæknisembætt-
isins.Nýútkomin Heilsustefna heil-
brigðisráðuneytis felur sérstaklega í
sér heilsueflingu einstaklingsins allt
frá ungbarnavernd/leikskóla upp í
framhaldsskóla og á öllum skólastig-
um er mataræði og hollur lífsstíll
nefndur sem einn af hornsteinum
heilbrigðis. Sem starfsmenn heilsu-
gæslunnar ættu næringarfræð-
ingar/-ráðgjafar einnig að sinna
fræðslu í leikskólum og grunnskólum
og leggja þar með sitt lóð á vog-
arskálarnar til þess að koma í veg
fyrir óheilbrigði sem hlýst af röngu
mataræði. Svo virðist sem margar
aðrar heilbrigðisstéttir telji sig þess
umkomnar að sinna næringarráðgjöf
í stað næringarfræðinga/-ráðgjafa.
Ein af ástæðum þess er líklega sú
að öll borðum við mat og allir hafa
skoðun á því hvað sé hollt og gott að
borða og hvað ekki. Ráðleggingar
leikmanna eru oft mjög misvísandi
og villandi og næringarfræðingar/-
ráðgjafar finna mjög ítrekað hversu
brýnt það er að kenna einstaklingum
að umgangast fæðu á réttan hátt.
Auglýsingar og misgáfuleg skilaboð
dynja á fólki úr öllum áttum en að
baki þeim áróðri liggur ætíð gróða-
sjónarmið en ekki umhyggja fyrir
heilbrigði þjóðarinnar! Að gefnu til-
efni skal ítrekað að næringarfræð-
ingur og næringarráðgjafi eru lög-
vernduð starfsheiti og enginn má
bjóða upp á næringarráðgjöf nema
hafa til þess leyfi frá heilbrigðisráðu-
neyti. Þessar stéttir starfa að mestu
leyti á sjúkrastofnunum landsins en
fáir bjóða upp á næringarráðgjöf til
almennings. Ástæða þess er að
mestu leyti vegna kostnaðarins sem
fellur eingöngu á þann sem ber sig
eftir þjónustunni. Ríkið tekur engan
þátt í þeim kostnaði sem við teljum
að falli undir forvarnir gegn sjúk-
dómum.
Að endingu vilja næringarfræð-
ingar/-ráðgjafar skora á ráðherra
heilbrigðismála að sjá til þess að al-
menningur geti leitað í heilsugæsl-
una og fengið faglega fræðslu og að-
stoð með tilliti til mataræðis og
næringar.
Næringarfræðingar og heilsu-
stefna heilbrigðisráðuneytis
Bertha María
Ársælsdóttur
skrifar um
næringarráðgjöf
»Næringarfræðingar
og næringarráð-
gjafar eru heilbrigð-
isstéttir sem gjarnan
myndu vilja sinna ráð-
gjöf og forvarnarstarfi í
heilsugæslu lands-
manna.
Bertha María
Ársælsdóttir
Höfundur er matvæla- og næring-
arfræðingur og félagi í Matvæla- og
næringarfræðafélagi Íslands, mni.is.
Í MARS 1999 sam-
þykkti Alþingi tillögu
Arnbjargar Sveins-
dóttur um að næstu
jarðgöng yrðu milli
Reyðarfjarðar og Fá-
skrúðsfjarðar. Einu ári
seinna kynnti fyrrver-
andi samgöngu-
ráðherra, Sturla Böðv-
arsson, á
blaðamannafundi jarð-
gangaáætlun Vega-
gerðarinnar sem eitt forgangsverk-
efni fyrir Vestfirði, Norður- og
Austurland. Öll rök mæla nú gegn
því að Dýrafjarðargöng sem hefðu
átt að vera í fyrsta áfanga með nýju
Fáskrúðsfjarðargöngunum geti beð-
ið mikið lengur.
Fréttir af aurskriðum, grjóthruni
og snjóflóðum norðan Súðavíkur og í
Kirkjubólshlíð við Ísafjarðarflugvöll
vekja spurningar um hvort und-
irbúningsrannsóknum á jarð-
gangagerð milli Álftafjarðar og
Skutulsfjarðar hefði átt að hraða fyr-
ir löngu. Hægt er að losna við snjó-
flóðahættuna í Arnardal, Súðavíkur-
og Kirkjubólshlíð ef grafin verða 6 til
7 km löng veggöng úr Engidal sem
kæmu út í Álftafirði í stað Eyrardals
vegna snjóþyngsla.
Fyrr á síðasta ári skrifaði ég nafn
mitt til stuðnings heimamönnum
sem söfnuðu undirskriftum til að
fylgja þessu máli eftir. Svo slæmt er
ástandið í samgöngumálum Vestfirð-
inga að vegirnir í fjórðungnum
standa alls ekki undir nútímaörygg-
iskröfum sem gerðar eru í dag. Hug-
myndin um að fresta framkvæmdum
við jarðgöngin milli Arnarfjarðar og
Dýrafjarðar og flýta þess í stað jarð-
gangagerð milli Súðavíkur og Ísa-
fjarðar er fjarstæðukennd og óraun-
hæf án undirbúningsrannsókna sem
fyrrverandi þingmenn
hefðu fyrir löngu átt að
flytja tillögu um á Al-
þingi. Þetta vandamál
verður ríkisstjórnin að
leysa sem allra fyrst til
að tryggja öryggi veg-
farenda sem um þetta
svæði keyra allt árið
um kring. Jarð-
gangamöguleikar í
Súðavíkurhlíð og Arn-
ardal koma aldrei í veg
fyrir að grjóthrun, aur-
skriður og snjóflóð
hrelli vegfarendur í
Skutulsfirði og í utanverðum Álfta-
firði.
Í samgöngunefnd Alþingis skulu
allir þingmenn Norðvesturkjör-
dæmis beita sér fyrir því að Súðavík-
urgöng verði næst í röðinni að lokn-
um framkvæmdum við Dýrafjarð-
argöng sem brýnt er að ráðast í eftir
eitt ár. Þá verður stigið fyrsta skref-
ið til að tengja Vesturbyggð og
Barðaströnd við Ísafjarðarsvæðið.
Kröfunni um 2 km löng veggöng
undir Hrafnseyrarheiði í 290 til 360
m hæð hefur nú verið vísað til föð-
urhúsanna fyrir fullt og allt sem bet-
ur fer. Þau tryggja aldrei örugga
heilsárstengingu suðurfjarðanna við
Ísafjörð þegar hafðar eru í huga
hættur á snjóflóðum, grjóthruni og
aurskriðum þótt grafin yrðu 12 til 16
km löng vegamótagöng undir Dynj-
andisheiði. Samgöngubót í formi
jarðganga sem tengir Hrafnseyri við
Ísafjarðarsvæðið á 200 ára afmæli
þjóðfrelsishetjunnar Jóns Sigurðs-
sonar 17. júní árið 2011 væri verð-
skulduð þjóðargjöf til Vestfirðinga.
Þá verða framkvæmdir við göngin að
hefjast í síðasta lagi árið 2009.
Í framhaldi af þessu vantar fjöl-
mörg styttri veggöng til að íbúar
Barðastrandar og Vesturbyggðar fái
líka heilsárstengingu við þennan
sögufræga fæðingarstað Jóns for-
seta í Arnarfirði. Þessar samgöngu-
bætur í fjórðungnum snúast um
hvort hægt verði á komandi árum að
stytta landleiðina milli Patreks-
fjarðar og Ísafjarðar um 40 til 50 km
þótt framkvæmdir hefjist fyrst við
Súðavíkurgöng sem heimamenn við
Ísafjarðardjúp berjast fyrir á þessu
og næsta kjörtímabili. Samhliða veg-
göngunum til Bolungarvíkur munu
þau styrkja Ísafjörð sem öflugt bú-
setusvæði allt árið um kring þegar
slysagildrurnar týna tölunni.
Ástandið á bröttum, háum og snjó-
þungum fjallvegum í 500 til 600 m
hæð réttlætir ekki að íbúar Vest-
urbyggðar og suðurfjarðanna keyri
meira en 1000 km ef þeir ætla í versl-
unarferð til Ísafjarðar og aftur heim.
Næstu áratugina taka þeir því
aldrei þegjandi að þurfa að keyra
alla þessa vegalengd um 50 ára
gamla vegi í Barðastrandasýslu sem
eru opnir fimm mánuði á ári þegar
vel viðrar, í gegnum Búðardal,
Hólmavík og þaðan um 200 km yfir
Þorskafjarðarheiði vestur í Djúp.
Þingmenn Norðvesturkjördæmis
skulu ásamt samgönguráðherra
kynna sér þetta ástand í fjórð-
ungnum og svara öllum spurningum
heimamanna sem vilja vita hvernig
þeir geti losnað við Kleifaheiði,
Klettsháls, Dynjandisheiði og veginn
í Mjólkárhlíð þegar framkvæmdum
við Dýrafjarðargöng lýkur.
Jarðgöng til Súðavíkur
Guðmundur Karl
Jónsson skrifar um
samgöngumál
» Svo slæmt er ástand-
ið í samgöngumálum
Vestfirðinga að vegirnir
í fjórðungnum standa
alls ekki undir nútíma-
öryggiskröfum sem
gerðar eru í dag.
Guðmundur Karl
Jónsson
Höfundur er farandverkamaður.