Morgunblaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 55
Minningar 55 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008                          ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi, sonur og bróðir, WOLFGANG STROSS, andaðist mánudaginn 15. desember á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut. Hann verður jarðsunginn í sálumessu í Kristskirkju, Landakoti mánudaginn 22. desember kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarsjóð Lionsklúbbsins Fjölnis (reikningur 0111-15-374193, kt. 570177-0529) eða aðrar líknarstofnanir. Ásdís Stross Þorsteinsdóttir, Sigríður Roloff, Þorsteinn, Rósa og Stella, Þórdís Stross, Þorsteinn Þorsteinsson, Úlfhildur og Þórður, Karen Stross, Hafsteinn Ólafsson, Marteinn, Ásdís Hafsteinsdóttir, Stian Ringsröd og Elias, Bryndís Gauteplass, Richard Gauteplass, Ruth Brandi-Stross, Sigrid Stross, Helga Eshelby og fjölskyldur. ✝ Ástkær móðir okkar, amma og langamma, ÓLÖF GUÐMUNDSDÓTTIR, Lóa, Sóltúni 2, áður Gullteigi 29, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn 9. desember. Jarðarförin hefur farið fram. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sóltúns. Heiður Sæmundsdóttir, Sixten Holmberg, Fríður Hlín Sæmundsdóttir, Hávarður Emilsson, Friðjón Sæmundsson, Kristín Benediktsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ÍDA ANNA KARLSDÓTTIR, Ida Peschel, Thüringen, Þýskalandi, til heimilis í Keldulandi 3, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn 15. desember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 22. desember kl. 15.00. Annalísa Magnúsdóttir, Kristján Gr. Tryggvason, Hulda G. Þórólfsdóttir, Gunnar Már Kristjánsson, Hermann Kristjánsson, Guðborg Guðjónsdóttir, Signý Ósk Kristjánsdóttir, Sonja Viktorsdóttir, Guðni Sigurðsson og langömmubörn. Þjónustuauglýsingar 5691100 ✝ Njáll Guðmunds-son fæddist í Reykjavík 5. maí 1933. Hann lést á hjartadeild Landspít- alans 22. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Kristín Jósefína Njálsdóttir frá Njáls- stöðum í Árneshreppi í Strandasýslu og Guðmundur Þórð- arson frá Rauðnefs- stöðum á Rang- árvöllum. Njáll átti 3 hálfssystkini samfeðra sem öll eru látin og eina alsystur sem er á lífi, Súsönnu, f. 1. september 1930, bú- sett í Reykjavík. Þriggja ára fluttist Njáll með foreldrum sínum til Djúpuvíkur í Strandasýslu og ólst þar upp til 16 ára aldurs. Þá fór hann til sjós og vann á flestum teg- Reykjavík. Fóstursonur er Hafliði Viðar Ólafsson bóndi Garpsdal, kvæntur Ingibjörgu Kristjáns- dóttur. Börn þeirra eru: Haflína Ingibjörg; Kristján Viðar, lést af slysförum 2003, ekkja Erla Björk Jónsdóttir, sonur þeirra Aron Við- ar; Sigurður Rúnar, unnusta Bryn- dís Geirmundsdóttir, þau eiga 2 syni, Geirmund Viðar og Kristján Snæ. Njáll og Sigríður bjuggu fyrstu árin í sambýli við foreldra hennar í Garpsdal, og vann Njáll þá við búskap og ók flutningabifreið Kaupfélags Króksfjarðar. Árið 1966 fluttu þau til Reykjavíkur og hafa búið þar síðan, lengst af í Blöndubakka 15. Eftir það vann Njáll á flutningaskipum hjá Eim- skip, Hafskip og Skipaútgerð rík- isins. Síðast á varðskipinu Óðni en varð að hætta til sjós eftir að hann fékk hjartaáfall. Vann nokkur ár eftir það við akstur flutningabíla hjá fóstursyni sínum. Útför Njáls fór fram í kyrrþey að hans ósk. undum fiskiskipa næstu 8 árin. 1957 kvæntist Njáll Sigríði Guðrúnu Júl- íusdóttur frá Garps- dal í Austur- Barðastrandarsýslu, f. 19. október 1928. Foreldrar hennar voru Júlíus Björnsson bóndi í Garpsdal og Haflína Ingibjörg Guðjónsdóttir. Sigríð- ur og Njáll eiga 2 syni, þeir eru: a) Þórður Ölver bifreið- arstjóri, búsettur í Þorlákshöfn, var kvæntur Helgu Fossberg Helgadóttur d. í desember 1999. Börn þeirra eru Guðrún Júlía, Ás- geir Helgi og Þóra Björg. Fyrir átti Þórður Guðmund Njál og á hann dóttur, Dagbjörtu Lind. b) Júlíus Hafþór verkamaður, býr í Það var mikið áfall þegar fregnin barst okkur að þú værir farinn, dá- inn. Minningarnar flæða á svona stundum. Þegar ég kem inn í fjölskylduna fyrir tæplega 40 árum þá varð okkur strax vel til vina, sömu æringjarnir og gátum alltaf haft gaman. Það kom strax í ljós við fyrstu kynni við Hafliða að honum þótti mjög vænt um þig og þú reyndist okkur alltaf vel og börnin okkar gátu ekki átt betri afa þó blóðböndin vantaði, en það vantaði ekkert annað. Öll ferða- lögin okkar saman og síðast ferðin til Ítalíu í sumar, þessar minningar ylja. Það var alltaf tillhlökkun hjá okkur þegar afi og amma voru að koma í sveitina því þá var svo gam- an, eins þegar við komum suður í heimsókn. Eftir fyrsta hjartaáfallið varstu alltaf lasinn og þér leið illa, svo kom annað og þú fékkst töluverðan bata, þá vantaði þig eitthvað að gera og þú komst í sveitina til að mála eða gera eitthvað sem til féll, því ekki gastu verið verklaus, en smátt og smátt fórstu að keyra bílana og það leið ekki á löngu þar til þú varst kominn í fulla keyrslu á flutningabíl- unum og slóst ekkert af. Oft höfðum við áhyggjur af þér en þú gerðir ekkert úr þessu öllu, hagaðir þér eins og þú værir 25 ára en ekki 70 ára, krafturinn og dugnaðurinn var slíkur og samviskusemin 100%. Þú og Krissi voruð eins og fóstbræður, það komst ekki hnífurinn á milli ykkar, þú misstir mikið þegar hann dó og náðir þér aldrei eftir það, en nú eruð þið saman og gantist eins og áður fyrr. Elsku Sigga mín, ég bið guð að styrkja þig á þessum erfiðu tímum. Þórður og fjölskylda, Júlli, og allir aðrir í þessari litlu fjölskyldu sem hafa misst svo mikið en eiga allar góðu minningarnar til að ylja sér við, guð styrki ykkur öll. Ég og fjölskylda mín þökkum allt sem við áttum saman, við söknum þín sárt, ekki síst litlu langafast- rákarnir sem njóta langafa ekki lengur, engar ferðir niður á höfn, engar ferðir í húsdýragarðinn. Takk fyrir allt. Ingibjörg. Mikill víkingur er nú fallinn. Njáll Guðmundsson, sjómaður, hef- ur nú sett stefnuna á nýjar og framandi slóðir aðeins 75 ára. Njalli er það viðurnefni sem hann gekk alltaf undir og þannig heyrði ég fyrst af honum þegar þeir urðu skipsfélagar hann og faðir minn. Mér hefur alltaf fundist eins og ég hafi þekkt hann alla mína ævi en ég man fyrst eftir honum kringum 1970 þegar hann var kominn til starfa hjá Skipaútgerð ríkisins. Hann hafði þá alið manninn á tog- urum og sá ég að þarna var hinn veðurbarni jaxl sem sýndi ná- kvæmlega þá ímynd sem ég hafði sett togarasjómenn í. Má segja að ég, stráklingurinn, hafi séð hann sem mikinn rum en vart var blíðari mann að finna. Faðir minn og Njalli áttu eftir að vera skipsfélagar og samferðamenn á skipum Ríkisskipa næstu tæpa tvo áratugina en þar var Njalli bátsmaður lengst af. En þeir voru ekki bara skipsfélagar heldur tókst með þeim mikill vin- skapur og væntumþykja en Njalli hafði verið í fóstri hjá Jónínu móð- ursystur föður míns á yngri árum. Eftir að faðir minn varð ekkill var honum oft boðið í mat til þeirra hjóna Sigríðar og Njalla sem hon- um þótti afar vænt um. Þar voru synirnir gjarna líka mættir og voru þetta alveg ógleymanlegar stundir fyrir hann. Ríkisskip átti stóran þátt í lífi Njalla en allir synirnir þrír störf- uðu þar um lengri eða skemmri tíma, Hafliði og Þórður á skipunum og Júlíus í vöruafgreiðslu útgerð- arinnar. Faðir minn starfaði þar með þeim öllum. Ég átti því láni að fagna að sigla með þeim félögum, pabba og Njalla, eitt sumar á Esj- unni þegar ég var að stíga mín fyrstu spor sem skipstjórnarmaður. Þeir voru nokkrir túrarnir sem við Njalli vorum á vakt saman og hafði ég gaman af að hlusta á frásagnir hans af togaralífinu. Hann sagði mér þá frá alvarlegum atvikum sem hann lenti í á sínum togaraferli, það fyrra þegar hann var á togaranum Fylki sem fékk tundurdufl í vörpuna og sprakk á síðunni með þeim afleið- ingum að Fylkir sökk en skipverj- arnir björguðust um borð í Hafliða. Síðara atvikið hafði mikil áhrif á hann en það var bruninn um borð í Hallveigu Fróðadóttur 6. mars 1969 þegar kviknaði í íbúðum háseta. Njalli var á vakt í brú þegar hann og stýrimaðurinn urðu fyrstir manna varir við eldinn en sex skipsfélagar hans létust í brunanum. Það var erf- ið lífsreynsla. Eftir að Ríkisskip var lagt niður 1992 réðst Njalli á varðskipið Óðinn. Eitt sinn er þeir voru að koma til Reykjavíkur kenndi hann sér las- leika fyrir hjarta og lauk þar hans sjómennsku. Hann náði aftur heilsu og gerðist þá flutningabílstjóri hjá Hafliða syni sínum. Eftir að hann fór í land fækkaði skiptunum sem ég hitti Njalla en við Þórður sonur hans höfum hist í gegnum árin og þar fékk ég fréttir af „gamla“ eins og Þórður kallaði hann. Ég átti síst von á því þegar ég heyrði rödd Þórðar í símanum að hann væri að láta mig vita af því að nú væri „gamlinn“ allur. Við urðum sammála um að nú væru feður okkar búnir að hittast á ný og þyrftu að mörgu að huga eftir langan aðskilnað. Ég kveð þig, Njáll Guðmundsson, með þakklæti og minningu þína mun ég varðveita vel. Votta ég Sigríði, Hafliða, Þórði, Júlíusi, barnabörn- um, barnabarnabörnum, öðrum ætt- ingjum og vinum mína dýpstu sam- úð. Hilmar Snorrason. Fallinn er frá góður vinur og fé- lagi Njáll Guðmundsson, en hann lést á Landspítalanum við Hring- braut 22. nóvember 2008. Kynni okkar Njáls voru ekki löng en á ein- hvern hátt myndaðist með okkur góð vinátta og spjölluðum við oft okkar á milli um það sem okkur lá á hjarta. Hann hafði samband við mig fyrir tæpum tveimur árum og spurði hvort ég treysti mér til að kenna gömlum karli að leika á harmoniku og var ég fljótur að játa því og sagði ég honum jafnframt að allir gætu lært á þetta frábæra hljóðfæri, það eina sem þyrfti til væri áhugi og elja við æfingar. Njáll mætti í sinn fyrsta tíma og man ég vel að sá tími var okkur báðum erfiður, og eins næstu tveir tímarnir. Hélt ég að vin- ur minn væri að gefast upp á að læra á hljóðfærið, hann var þungur og ég fann að það var eitthvað sem þjáði hann sem gerði það að verkum að erfitt var að nálgast hann, en þá skeði eitthvað sem varð til þess að við áttum einlægt og gott samtal sem varð síðan kveikjan að okkar góða vinskap. Hann var alltaf mætt- ur til mín kl. 9 hvern einasta mánu- dag og áttum við saman skemmti- lega stund með hljóðfærin í fanginu og spiluðum við saman öll þau lög sem okkur datt í hug að æfa og spila. Það kom strax í ljós að vinur minn var mikill aðdáandi tónlistar og þó svo hann vildi ekki viðurkenna það fyrir mér í fyrstu að hann kynni að spila á hljóðfærið, kom það fljótt í ljós að hann spilaði ljómandi vel eft- ir eyranu og varð það mitt hlutskipti að hjálpa honum að leika þau lög, er hann kunni, enn betur, ásamt því að bæta við skemmtilegum lögum í safnið. Nótnalestur var vini mínum ekki að skapi og þess vegna fundum við okkar eigin leið til að gera tím- ana sem skemmtilegasta. Þessir spilatímar okkar voru ekki bara ein- tómt harmonikuspil, heldur einnig gott spjall sem gerðu okkur báðum gott. Ég skynjaði það fljótt að vinur minn var mikill fjölskyldumaður og fann ég það að hann unni konu sinni, börnum og barnabörnum heilshugar og sagði hann mér oft frá því er hann hafði verið, annað hvort vestur í Gilsfirði eða í Þorlákshöfn til að að- stoða sína fjölskyldumeðlimi við hin ýmsu störf. Ég á eftir að sakna þessa góða vinar míns og mánudag- arnir verða fátæklegri en áður, en minningin um Njál mun lifa í huga mínum um ókomin ár. Kæri vinur, ég vil þakka þér góð kynni og allar stundirnar sem við áttum saman. Ég sendi eiginkonu, Sigríði G. Júlíusdóttur, og allri fjöl- skyldu Njáls mínar innilegustu sam- úðarkveðjur og bið að Guð gefi ykk- ur öllum styrk til að takast á við sorgina. Gunnar Ó. Kvaran Njáll Guðmundsson Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minning- argreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hef- ur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dreg- ist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.