Morgunblaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 41
41 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008 1. Hvaða eiginleika metur þú mest í fari annarra? Sanngirni, heiðarleika og skopskyn. 2. Ef þú ættir kost á að gefa ráðamönnum þjóðarinnar eitt ráð, hvað myndir þú ráðleggja þeim? Að þeir kappkosti að búa eldri kynslóðinni þau kjör sem þeir sjálfir vilja búa við þegar þeir komast á efri ár. 3. Nefndu tvo helstu galla þína og tvo helstu kosti. Það verða aðrir að dæma um, ég veit minnst um það. 4. Hvers vegna fórstu að vinna hjá Mæðrastyrksnefnd? Af forvitni og áhuga á kjörum annarra. 5. Hvaða manneskju, lífs eða liðinni, dáist þú mest að – og hvers vegna? Ég dáist mest að þeim sem bogna en brotna ekki en rísa aftur upp jafn sterkir og áður. 6. Af hverju ert þú stoltust á starfsferlinum? Þegar ég neitaði að skrifa undir kjarasamning í verkfalli BSRB 1984 nema ákæra sýslumannsins á hendur talsímakonunum á Ísafirði yrði felld niður. Það er kannski óþarfi að taka það fram, en við unnum fullan sigur. 7. Hvað finnst þér mest gefandi í starfi þínu hjá Mæðrastyrksnefnd? Að fá tækifæri til að rétta hjálparhönd og vinna með því frábæra starfs- fólki, konum og körlum, sem allt vinnur sem sjálfboðaliðar hjá Mæðrastyrks- nefndinni. 8. Hefur þú sjálf upplifað fátækt? Nei, ég get ekki sagt það. Ég hef aldrei soltið en ég hef heldur aldrei átt milljarð! 9. Hvað fer mest í taugarnar á þér í dagsins önn og amstri? Græðgi, hroki og tillitsleysi. 10. Ef þú endurfæddist til annars lífs, hver og hvar mundir þú vilja vera? Útilegumaður í fjallakofa á Sprengisandi. 11. Hvaða áhugamál áttu utan vinnu? Ferðalög um hálendi Íslands og lestur góðra bóka. 12. Hvaða rithöfundi hefur þú mest dálæti á? Svövu Jakobsdóttur og Kristínu Marju Baldursdóttur. 13. Finnst þér samkennd fólks með þeim sem minna mega sín hafa aukist á liðnu góðæri, eða er því öfugt farið? Henni hrakaði í góðærinu, en hún er að ná sér aftur á strik nú í kreppunni. Það merki ég á þeim fjölmörgu gjöfum og styrkjum sem hafa borist Mæðra- styrksnefndinni. Samkenndinni hrakaði í góðærinu  Ragnhildur G. Guð- mundsdóttir ólst upp á Kópaskeri, Norður- Þingeyjarsýslu.  Hún er dóttir Þóreyjar Böðvarsdóttur, húsmóður og söngkennara, og Guðmundar Björnssonar, bónda og versl- unarmanns, sem vann síðustu árin hjá Fasteignamati rík- isins.  Hún tók gagnfræðapróf frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar.  Eiginmaður hennar var Ólafur Þórðarson, bakari og tollvörður á Ísafirði. Hann lést 1990. Þau eignuðust fjóra syni, þrír búa í Reykjavík og einn á Ísafirði.  Ragnhildur starfaði hjá Landssíma Íslands frá 1965 til 2000, var formaður FÍS, Fé- lags íslenskra símamanna, 1984-1997 og varaformaður BSRB 1988-1997. Fram- kvæmdastjóri KRFÍ, Kvenrétt- indafélags Íslands, 2003- 2005, og formaður Mæðra- styrksnefndar Reykjavíkur frá 2004. LÍFSHLAUP RAGNHILDAR Maður eins og ég | Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Krabbameinsfélagsins E N N E M M / S ÍA / N M 3 6 2 2 0 vinningar Glæsilegir Upplýsingar um vinningsnúmer í símum 540 1918 (símsvari) og 540 1900 og á www.krabb.is/happ Fjöldi útgefinna miða: 140.500 Þriðji hver Íslendingur fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni 1 Inneign hjá Öskju upp í Mercedes-Benz að eigin vali Verðmæti 4.000.000 kr. 1 Greiðsla upp í bifreið eða íbúð Verðmæti 1.000.000 kr. Úttektir hjá ferðaskrifstofu eða verslun Verðmæti 100.000 kr. 185 187 skattfrjálsir vinningar að verðmæti 23.500.000 kr. Dregið 24. desember 2008 Vertu með og styrktu gott málefni Amma Margrétar Þórhildar Dana- drottningar, Alexandrína drottning, kynnti Dönum þann sið að hafa að- ventukrans í jólamánuðinum. Alexandrína þekkti siðinn frá heimaslóðum sínum í Norður- Þýskalandi. Hún giftist 1898 Krist- jáni Danaprins, sem síðar varð Kristján 10. Þegar hún var sest að í Danmörku pantaði hún aðventu- krans hjá blómasala í Árósum. Og það var ekki að sökum að spyrja. Hver einasta fín frú í Árós- um pantaði eins aðventukrans, grenihring með rauðum og hvítum borðum og fjórum kertum, einu fyrir hvern sunnudag í aðventu. Siðurinn breiddist út um Dan- mörku alla og auðvitað alla leið til Ís- lands. Núna eru aðventukransar ekki endilega hnýttir úr greni, heldur eru útgáfurnar nánast jafn margar og heimilin sem þeir prýða. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fínu frúrnar urðu að fá kransinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.