Morgunblaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 39
heitins Þorleifssonar sem var einn af eigendum Litla Fjalls og Grenja að hluta, á „Fjalli“ Langár svoköll- uðu. Gunnar Már segir eftirfarandi sögu af Matthíasi Johannessen rit- stjóra og skáldi: „Matthías var að veiðum á „Fjallinu“ með syni sín- um Haraldi, sem síðar varð rík- islögreglustjóri, og Kristjáni son- arsyni sínum. Voru þeir staddir við Skriðufljót, en skilyrði voru afleit, lítið vatn í ánni, sólskin og brak- andi hiti. Það var mikið af laxi í Skriðufljóti, það hafði gefið vel fyrr um sumarið og laxar stukku letilega í blíðunni. Matthíasi var ekki veiðiskapur í hug þegar þeir feðgar komu að hylnum. Hann klæddi sig úr að of- an og lagðist til hvílu á eyrinni. Sagði hinum yngri að veiða eins og þá lysti. Síðan ýmist dormaði rit- stjórinn eða beinlínis svaf næstu tvær klukkustundirnar á meðan hinir köstuðu hverri flugunni af annarri að löxunum. En þeir urðu ekki varir. En skyndilega settist Matthías upp, svefndrukkinn, og horfði fyrst út á ána, og síðan upp í bláan him- ininn. „Blá áin, blár himinn,“ muldraði hann … blá fluga“, bætti hann svo við. Opnaði fluguboxin og leitaði í þeim. Það eina sem hann fann var lítil þríkrækja sem líktist Laxá blá, en var með einhverja glimmerþræði í stélinu. „Þetta merlar eins og áin,“ sagði ritstjór- inn um leið og hann reis á fætur og bað um stöngina, hann ætlaði að skipta um flugu. Hann hnýtti síðan bláu fluguna á tauminn og rétti Haraldi stöngina. Það var 5 pundari kominn á í fyrsta eða öðru kasti. Honum var landað og varla tveim til þremur köstum síðar var annar kominn á og uppá land skömmu síðar, 7 punda hængur. Þriðji laxinn tók nánast strax, tók eða ekki tók, fer eftir því hvernig það er skoðað. Þegar laxinn var að brölta í flæð- armálinu, 4-5 punda hængur, sáu þeir að bláa flugan var krækt í maðköngul sem sat fastur í kjaft- viki laxins. Á síðustu sekúndunni spyrnti laxinn við sporði í síðasta skipti og náði að losa sig. Laxinn synti frjáls útí á á ný, en upp kom bláa flugan með maðköngulinn hangandi á krókunum. Þegar hér var komið sögu, vildi Matthías kasta sjálfur. Var kominn í stuð. Og það var ekki sökum að spyrja, í fyrsta kasti var enn lax á. Hálftíma seinna landaði hann stór- glæsilegri 16 punda hrygnu, en jafnvel þegar laxaseiðin af Þver- árstofni voru að skila sér til baka um árið voru svo stórir laxar fá- séðir í Langá. Það jók enn á at- burðinn í huga Matthíasar að þremur dögum áður hafði hann veitt í Þverá í Borgarfirði hluta af vakt og sett í og landað 18 punda laxi.“ Undir regnboganum Gunnar Már kann fleiri sögur af veiði í Langá: „Uppáhaldsveiðistaður föður míns í Langá var Hornhylurinn og uppáhaldsflugan var Green Hig- hlander. Toppurinn hjá honum var að veiða í Hornhylnum á Green Highlander. Einu sinni sagði pabbi frá því að hann hefði verið að veiða í Hornhylnum. Regnbogi blikaði þar í nánd. Skyndilega færðist regnboginn yfir hann svo að hann stóð undir regnboganum! Faðir minn var nú enginn ruglukollur og raunsæismaður að eðlisfari. Það kom mér því á óvart hvað hann stóð fast á því að þetta hefði verið svona. „Þetta er fræðilega ómögu- legt,“ sagði ég, en honum varð ekki haggað, svona var þetta. Eina skýring mín er sú, að hann hafi dreymt þetta og draumurinn verið svo skýr í huga hans að honum hafi fundist hann vera veruleiki. Sagan var alþekkt í fjölskyldunni en virðingin fyrir gamla manninum var slík, að þetta var ekki haft í flimtingum. Það var svo mörgum árum eftir lát pabba að við Hörður sonur minn vorum að veiða í Hornhyln- um. Ég var búinn að fara yfir hyl- inn með flugu og óð í land. Hörður beið á bakkanum, tilbúinn að taka við. Þá er mér litið upp eftir ánni. Þar blikaði regnbogi yfir Sveðju- koti og Sveðjukletti. „Sjáðu regn- bogann,“ sagði ég við Hörð og við brostum báðir kankvíslega. „Hvaða flugu ertu með?“ spurði ég. Hann opnaði lófann. Hann hafði hnýtt Green Highlander á tauminn. Bókin um Langá á Mýrum er gefin út af Litrófi. herrar í Langá Ljósmynd/Einar Falur Ingólfsson 39 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008 Ábyrg umræða um Evrópustefnu Sjálfstæðisflokksins þar sem þitt álit skiptir máli. Mánudagur 22. desember kl. 12:00 - 14:00 Verkhópur Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins sem fjallar um náttúruauðlindir Íslands fundar í Valhöll. Á fundinum er fjallað um eftirfarandi efni: Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, ræðir um framtíðarstöðu Íslands og samstarf við ESB, ef Ísland gengur ekki í sambandið. Högni S. Kristjánsson, skrifstofustjóri Evrópuskrifstofu Utanríkisráðuneytissins, fjallar um Lissabonsamninginn og áhrif hans á framtíð ESB og hugsanlega aðild Íslands. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, gerir grein fyrir helstu hindrunum á vegi aðildar Íslendinga að Evrópusambandinu vegna stefnu sambandsins í sjávarútvegsmálum og yfirráðum yfir fiskveiðiauðlindinni. Fyrispurnir og athugasemdir að loknu hverju erindi. Taktu þátt í að móta framtíðina Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins Nánari upplýsingar um fundina og félagsstarf Sjálfstæðisflokksins má finna á heimasíðu flokksins, www.xd.is, eða í síma 515 1700. frumsýnd 1939. Mjallhvít og dverg- arnir sjö er ennþá meðal tíu tekju- hæstu kvikmynda Bandaríkjanna. Stór Óskar og sjö litlir Við gerð þessarar 83 mínútna löngu teiknimyndar þróaðist ýmiss konar tækni, sem enn í dag er not- uð við gerð teiknimynda. Lögin í myndinni, t.d. Some Day My Prince Will Come og Whistle While You Work, urðu afar vinsæl og komu ásamt öðrum út á hljómplötu um leið og myndin var frumsýnd – markaðssetning, sem ekki hafði áð- ur þekkst. Teiknimyndin var fyrst end- urgerð 1944 til að afla fjár fyrir Disney-kvikmyndaverið í seinni heimsstyrjöldinni. Eftir það skap- aðist sú hefð að endurgera Disney- teiknimyndir á sjö til tíu ára fresti. Síðasta útgáfa Mjallhvítar og dverganna sjö kom í kvikmyndahús 1993. Árið 1997 valdi Bandaríska kvik- myndastofnunin myndina sem bestu teiknimynd allra tíma. Sjálf- ur tók Walt Disney við sérstökum heiðursverðlaunum Bandarísku kvikmyndaakademíunnar 1939 fyrir Mjallhvít og dvergana sjö, með þeirri umsögn að myndin markaði tímamót, hefði heillað milljónir manna og verið brautryðjandi fyrir nýja og stórkostlega afþreyingu. Barnastjarnan Shirley Temple af- henti honum einn stóran Óskar og sjö litla. Tímamótamynd Mjallhvít og dvergarnir sjö var fyrirrennari átján teiknimynda í fullri lengd úr smiðju Walt Disney.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.