Morgunblaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 42
42 Viðtal
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008
Baldvin Gíslason hefur rekurfyrirtækið Gislason Fishselling Ltd í Hull í Bret-landi í tæp 20 ár. Hann á
að baki nokkuð ævintýralegan feril í
sjómennskunni og erlendis og hefur
orðið fyrir dulrænni reynslu.
Hann fæddist á Akureyri og ólst
þar upp en móður sína, Sigríði Bald-
vinsdóttur, forstjóra fyrir Pönt-
unarfélagi verkamanna, missti hann
sjö ára gamall í ársbyrjun 1951.
Faðir hans var Gísli Sigurjónsson
bílstjóri sem lést 1987.
„Ég fór fyrst að heiman í síld-
arsöltun á Siglufirði 14 ára, það var
árið 1957. Sigfús Baldvinsson, bróð-
ir mömmu, var síldarsaltandinn. Svo
byrjaði ég á gömlu síðutogurunum
1958,“ segir Baldvin. Sjómennskuna
stundaði hann á þessum árum á
milli skólavetra.
„Ég var í Gagnfræðaskóla Ak-
ureyrar, síðan lá leiðin í vél-
stjóranám og að því loknu í Stýra-
mannaskólann í Reykjavík, þaðan
sem ég lauk námi 1965. Þá fór ég
aftur á Akureyrartogarana og þá
sem stýrimaður á síðutogaranum
Sléttbaki með Katli Péturssyni, sem
var mikill öðlingsmaður.“
Árið 1965 var ár mikilla viðburða í
lífi Baldvins að öðru leyti.
„Þá kvæntist ég Helenu Sig-
tryggsdóttur í Húsavíkurkirkju,
hún er frá Húsavík. Móðir hennar,
Helena Líndal, var bæjarfulltrúi
þar, fyrst kvenna kjörin í bæj-
arstjórn Húsavíkur og fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn, mikill kvenskör-
ungur. Hún rak og þar verslun.
Tengdafaðir minn var Sigtryggur
Pétursson, bakarameistari á Húsa-
vík, og ráku þau hjónin bakarí og
síðan bókaverslun til fjölda ára.
Við Helena eignuðumst fyrsta
barnið seint á giftingarárinu, soninn
Gísla Rúnar. Ári síðar fæddist Hel-
ena Líndal Baldvinsdóttir.
Veikindi í Jemen
Við vorum þá búin að vera búsett
í Vestmannaeyjum frá 1969 og fram
að gosi 1973. Framan af var ég
stýrimaður og skipstjóri á neta- og
togbátum, þar til ég sótti um bók-
arastöðu hjá Hraðfrystistöð Vest-
mannaeyja sem Einar Sigurðsson
átti. Starfið fékk ég. Eftir gos æxl-
aðist það þannig að ég varð útgerð-
arstjóri yfir sex skipum og svo
framkvæmdastjóri fyrir útgerð og
mjölverksmiðju umrædds fyr-
irtækis, allt þar til Sigurður heitinn
Einarsson lauk laganámi og kom til
starfa í fyrirtækinu og tók við mínu
starfi þegar ég fór að vinna hjá
FAO, fiski- og landbúnaðardeild
Sameinuðu þjóðanna. Á vegum FAO
fórum við vorið 1974 til Jemens. Þá
voru eldri börnin níu og tíu ára og
þótti mörgum þetta talsvert glæfra-
legt ferðalag fyrir þau og gæti eyði-
lagt fyrir þeim, en það fór á annan
veg. Þau höfðu mikinn lærdóm af
dvölinni erlendis.
Það fór svo að ég veiktist eftir
tæplega tveggja ára dvöl í Jemen af
lifrarbólgu, þó af skásta stofninum.
Líklega fékk ég smitið af grænmeti
í mat um borð í skipi mínu. Ég varð
það veikur að við urðum að fara úr
Jemen í betra loftslag til að ég jafn-
aði mig, Kenía var það land sem
Sameinuðu þjóðirnar mæltu með.
Það rak á eftir okkur að nokkru áð-
ur en ég veiktist hafði dóttir okkar
Víðförull Baldvin Gíslason hefur
víða farið vegna starfa sinna.
Hjónin Baldin og kona hans Helena Sigtryggsdóttir Gíslason eins og hún
nefndist ytra í Jemen árið 1979.
Veik Helena Linda Baldvinsdóttir nýuppskorin heim aí svefnherbergi for-
eldra sinna með næringu í æð. Írski doktorinn í heimsókn og hjúkr-
unarfræðingarnir sitja á rúmstokknum.
Sjómaður Baldvin árið 1980 í Kenya
um borð í Shakwe, bát sem hann
stjórnaði í 4 ár og kenndi inn-
fæddum sjómennsku. Bak við hann
er sjávarútvegsáðherra og fiski-
málastjóri Kenya.
Íslendingar leggja leið sína víða. Baldvin Gíslason út-
gerðarmaður segir hér Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá 30
ára veru sinni erlendis, í Jemen, Kenía og í Bretlandi við
sjómennskustörf. Einnig segir hann frá yfirnáttúrlegri
lækningu á sjúkleika sem stafaði af lifrarbólgusýkingu
sem hann fékk í Jemen.
Yfirnáttúrleg
lækning
Í HNOTSKURN
»Jemen er vínlaust land,það gerir múhameðstrúin.
„Nema það vín sem tókst að
smygla í land úr skipum sem
áttu leið hjá. Vínið var tekið í
smábáta og síðan grafið í
sand þar til kaupandi kom,
oftast Evrópufólk,“ segir
Baldvin.
» Margar fisktegundir eruþarna, mest smár fiskur í
alla vega litum. Einnig er
þarna drottningarfiskur,
ákaflega skrautlegur fiskur,
sem getur orðið yfir einn
metri á stærð. Hreint lostæti.
Eina tegundin sem við þekkj-
um er skata, mjög svipuð
okkar skötu.“
A
T
A
R
N
A
Sverrir er kominn á geisladisk
Yndislega heillandi geisladiskur með grípandi góðum
lögum og bráðskemmtilegum smellnum textum eftir
Sverri Norland. Kassagítarinn og munnharpan góða eru
vitaskuld á sínum stað, og auk þess þriggja manna
úrvalshljómsveit og snjall bakraddaflokkur. Nú færðu á
einum diski lögin, sem Sverrir hefur undanfarið verið að
flytja út um allt við frábærar undirtektir, svo sem
Heimsins elsta ungfrú, Manni/kona, Eplasöngur, Það var
til orð, Þarf þitt þel og Hol djúpsvört nótt. Diskur handa
öllum, sem hafa gaman af vandaðri tónlist og unna góðri
textagerð á móðurmálinu eina og sanna.
Handa allri fjölskyldunni og öllum vinum nær og fjær.
Fæst í öllum helstu plötu- og bókaverslunum.