Morgunblaðið - 21.12.2008, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 21.12.2008, Qupperneq 42
42 Viðtal MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008 Baldvin Gíslason hefur rekurfyrirtækið Gislason Fishselling Ltd í Hull í Bret-landi í tæp 20 ár. Hann á að baki nokkuð ævintýralegan feril í sjómennskunni og erlendis og hefur orðið fyrir dulrænni reynslu. Hann fæddist á Akureyri og ólst þar upp en móður sína, Sigríði Bald- vinsdóttur, forstjóra fyrir Pönt- unarfélagi verkamanna, missti hann sjö ára gamall í ársbyrjun 1951. Faðir hans var Gísli Sigurjónsson bílstjóri sem lést 1987. „Ég fór fyrst að heiman í síld- arsöltun á Siglufirði 14 ára, það var árið 1957. Sigfús Baldvinsson, bróð- ir mömmu, var síldarsaltandinn. Svo byrjaði ég á gömlu síðutogurunum 1958,“ segir Baldvin. Sjómennskuna stundaði hann á þessum árum á milli skólavetra. „Ég var í Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar, síðan lá leiðin í vél- stjóranám og að því loknu í Stýra- mannaskólann í Reykjavík, þaðan sem ég lauk námi 1965. Þá fór ég aftur á Akureyrartogarana og þá sem stýrimaður á síðutogaranum Sléttbaki með Katli Péturssyni, sem var mikill öðlingsmaður.“ Árið 1965 var ár mikilla viðburða í lífi Baldvins að öðru leyti. „Þá kvæntist ég Helenu Sig- tryggsdóttur í Húsavíkurkirkju, hún er frá Húsavík. Móðir hennar, Helena Líndal, var bæjarfulltrúi þar, fyrst kvenna kjörin í bæj- arstjórn Húsavíkur og fyrir Sjálf- stæðisflokkinn, mikill kvenskör- ungur. Hún rak og þar verslun. Tengdafaðir minn var Sigtryggur Pétursson, bakarameistari á Húsa- vík, og ráku þau hjónin bakarí og síðan bókaverslun til fjölda ára. Við Helena eignuðumst fyrsta barnið seint á giftingarárinu, soninn Gísla Rúnar. Ári síðar fæddist Hel- ena Líndal Baldvinsdóttir. Veikindi í Jemen Við vorum þá búin að vera búsett í Vestmannaeyjum frá 1969 og fram að gosi 1973. Framan af var ég stýrimaður og skipstjóri á neta- og togbátum, þar til ég sótti um bók- arastöðu hjá Hraðfrystistöð Vest- mannaeyja sem Einar Sigurðsson átti. Starfið fékk ég. Eftir gos æxl- aðist það þannig að ég varð útgerð- arstjóri yfir sex skipum og svo framkvæmdastjóri fyrir útgerð og mjölverksmiðju umrædds fyr- irtækis, allt þar til Sigurður heitinn Einarsson lauk laganámi og kom til starfa í fyrirtækinu og tók við mínu starfi þegar ég fór að vinna hjá FAO, fiski- og landbúnaðardeild Sameinuðu þjóðanna. Á vegum FAO fórum við vorið 1974 til Jemens. Þá voru eldri börnin níu og tíu ára og þótti mörgum þetta talsvert glæfra- legt ferðalag fyrir þau og gæti eyði- lagt fyrir þeim, en það fór á annan veg. Þau höfðu mikinn lærdóm af dvölinni erlendis. Það fór svo að ég veiktist eftir tæplega tveggja ára dvöl í Jemen af lifrarbólgu, þó af skásta stofninum. Líklega fékk ég smitið af grænmeti í mat um borð í skipi mínu. Ég varð það veikur að við urðum að fara úr Jemen í betra loftslag til að ég jafn- aði mig, Kenía var það land sem Sameinuðu þjóðirnar mæltu með. Það rak á eftir okkur að nokkru áð- ur en ég veiktist hafði dóttir okkar Víðförull Baldvin Gíslason hefur víða farið vegna starfa sinna. Hjónin Baldin og kona hans Helena Sigtryggsdóttir Gíslason eins og hún nefndist ytra í Jemen árið 1979. Veik Helena Linda Baldvinsdóttir nýuppskorin heim aí svefnherbergi for- eldra sinna með næringu í æð. Írski doktorinn í heimsókn og hjúkr- unarfræðingarnir sitja á rúmstokknum. Sjómaður Baldvin árið 1980 í Kenya um borð í Shakwe, bát sem hann stjórnaði í 4 ár og kenndi inn- fæddum sjómennsku. Bak við hann er sjávarútvegsáðherra og fiski- málastjóri Kenya. Íslendingar leggja leið sína víða. Baldvin Gíslason út- gerðarmaður segir hér Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá 30 ára veru sinni erlendis, í Jemen, Kenía og í Bretlandi við sjómennskustörf. Einnig segir hann frá yfirnáttúrlegri lækningu á sjúkleika sem stafaði af lifrarbólgusýkingu sem hann fékk í Jemen. Yfirnáttúrleg lækning Í HNOTSKURN »Jemen er vínlaust land,það gerir múhameðstrúin. „Nema það vín sem tókst að smygla í land úr skipum sem áttu leið hjá. Vínið var tekið í smábáta og síðan grafið í sand þar til kaupandi kom, oftast Evrópufólk,“ segir Baldvin. » Margar fisktegundir eruþarna, mest smár fiskur í alla vega litum. Einnig er þarna drottningarfiskur, ákaflega skrautlegur fiskur, sem getur orðið yfir einn metri á stærð. Hreint lostæti. Eina tegundin sem við þekkj- um er skata, mjög svipuð okkar skötu.“ A T A R N A Sverrir er kominn á geisladisk Yndislega heillandi geisladiskur með grípandi góðum lögum og bráðskemmtilegum smellnum textum eftir Sverri Norland. Kassagítarinn og munnharpan góða eru vitaskuld á sínum stað, og auk þess þriggja manna úrvalshljómsveit og snjall bakraddaflokkur. Nú færðu á einum diski lögin, sem Sverrir hefur undanfarið verið að flytja út um allt við frábærar undirtektir, svo sem Heimsins elsta ungfrú, Manni/kona, Eplasöngur, Það var til orð, Þarf þitt þel og Hol djúpsvört nótt. Diskur handa öllum, sem hafa gaman af vandaðri tónlist og unna góðri textagerð á móðurmálinu eina og sanna. Handa allri fjölskyldunni og öllum vinum nær og fjær. Fæst í öllum helstu plötu- og bókaverslunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.