Morgunblaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 10
10 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008 símans, upp úr gögnunum sem „Litli Landsímamaðurinn“ hafði stolið frá fyrirtæki sínu og afhent Reyni, að hans áeggjan, og eftir það var gatan greið fyrir stjórnarfor- manninn að rekja slóðina til „Litla Landsímamannsins“ sem vitanlega hafði trúað Reyni fyrir lífi sínu með því að stela fyrir hann gögnum og afhenda. Hann launaði heimilda- manni sínum sem sé skúbbið góða með því að koma upp um hann og „Litli Landsímamaðurinn“ missti að sjálfsögðu vinnu sína fyrir vikið! Nú íhugar Reynir að fara í mál við fyrrverandi blaðamann sinn, vegna þess að hann lét Kast- ljósi í té segulbandsupptöku af einkasamtali þeirra tveggja. Það verður fróðlegt að fylgjast með þeim málaferlum. Hvenær greip Jón Bjarki til þess ör- þrifaráðs að afhenda upptökuna? Jú, það var eftir að téður Reynir hafði gert hvað hann gat til þess að ljúga æruna af þess- um fyrrverandi blaðamanni sínum. Hann laug svo purkunarlaust og taldi ugglaust allan tímann að í „þágu mál- staðarins“ og þar sem hann væri hvort eð er ekkert annað en aumt handbendi þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Hreins Loftssonar, þá væri nú lítið mál að ganga af einum ungum fyrrverandi blaðamanni DV dauðum. En Reynir laug og sveik eins og hann mest mátti, án þess að hafa hug- mynd um sönnunargagnið gegn hon- um sjálfum – upptökuna, sem Jón Bjarki nýtti ekki, fyrr en honum voru öll önnur sund lokuð. Húrra fyrir þér, Jón Bjarki! Þú átt framtíðina fyrir þér í blaðamennsku og þú átt heið- ur skilinn fyrir þann kjark sem þú sýndir með því að koma fram og segja þess- um óþverrum sem þú starfaðir með og sættu sig við þöggun eig- enda sinna úti í bæ, Stöð 2 var fyrir einhverjum misserum með þátt sem kallaðist Tekinn og gat sá þáttur stundum verið bráðskondinn, yfirleitt á kostnað þess sem var tekinn. Síðastliðinn mánudag var Reynir nokkur Traustason, ritstjóri DV, tekinn í Kast- ljósi, af fyrrverandi blaðamanni sínum, Jóni Bjarka Magnússyni, með þeim hætti að það verður lengi í minnum haft. Reynir Traustason hefur lengi haft það að að- alstarfi að ærumeiða og ærumyrða menn og kon- ur; hann hefur lagt fólk í einelti; hann hefur einsk- is svifist, ávallt í nafni „frjálsrar blaðamennsku“. Hver man ekki eftir „frækilegri frammistöðu“ hans, þegar hann skúbbaði með aðstoð „Litla Landsímamannsins“ í febrúar 2002? En svo óhönduglega tókst skúbbaranum Reyni til, að hann las fyrir Friðrik Pálsson, þáverandi stjórn- arformann Land- hvort sem þeir hétu Jón Ásgeir eða Hreinn Loftsson – bita mun- ur, en ekki fjár – stríð á hendur. Ég lofa þér því að við erum mörg í Blaðamannafélagi Íslands sem er- um stolt af því að hafa þig í stétt- inni. Aftur að Kastljósinu góða. Orð- rétt tilvitnun í ritstjórann: „Félag- ið er að skipta um eigendur og það var bara allt komið í háaloft. En ég ákvað að gera það, vegna þess að við erum heiðarlegur miðill … heldur bara urðum við að gera þetta, eða lenda í einhverju limbói og lenda í hönd- unum á einhverjum djöfulsins aumingjum sko, að það færu einhverjir aumingjar að eiga þetta blað.“ Og skömmu síðar, í samhengislausum og nánast óskiljanlegum lygum sínum, heldur ritstjórinn áfram: „En auðvitað er þetta land … ég meina þetta er þannig land að það var hótað að loka, það var hótað að stöðva prentun DV. Sem að … Björg- ólfur Guðmundsson á prentsmiðjuna. Og ég svo sem er ekkert nojaður yfir því. Ég bara berst við þann djöful og hann mun, þú veist … við munum taka hann niður og þá verður allt miklu heilbrigð- ara en það var …. Þú verður að athuga að það eru svo margir áhrifavaldar á líf okkar. Björgólfur Guðmundsson með annars vegar veð í bréfunum og hins vegar prentun á blaðinu. Á meðan hann er með … eitt- hvert lífsmark er með honum mun hann reyna að drepa okkur. En við höfum svo sem pönkast á hon- um út í það óendanlega.“ Þurfum við frekari vitnanna við? Það talar eng- inn ritstjóri með snefil af sómatilfinningu á þann veg sem Reynir Traustason talaði við blaðamann sinn til fimm mánaða. Hann er ekkert annað en ómerkilegur leigupenni, sem tekur að sér, fyrir orð eigenda sinna, að leggja suma í einelti, „pön- kast“ á þeim, svo notuð séu hans eigin orð; hann talar um að taka mann niður, sem er léleg þýðing á ensku, „to take someone down“ sem þýðir að drepa einhvern og á þar að sjálfsögðu við Björgólf Guðmundsson. Ég vona að Guð og Glitnir í sameiningu forði okkur á Morgunblaðinu frá að lenda í klóm manna eins og þeirra Jóns Ásgeirs og Hreins. agnes@mbl.is Agnes segir … Litli ritsóðinn tekinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Ritsóðinn Það talar enginn ritstjóri með snefil af sóma- tilfinningu á þann veg sem Reynir Traustason talaði. Jón Bjarki Magnússon En Gordon [Brown, for- sætisráðherra Breta] þurfti að gera eitthvað ómerkilegt til að sýnast hæfur, svo hann réðst á minnimáttar. Það var ekki kinnhestur heldur grimmilegt spark. A.A. Gill blaðamaður, í grein í Sunday Tim- es um ástandið á Íslandi. Vegna þess að ég tel að á meðan Ís- lendingar halda áfram að versla við þessa menn [Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson] haldi ballið áfram. Jón Gerald Sullenberger skýrði frá því í Silfri Egils í Sjónvarpinu að hann undirbyggi stofnun lágverðsversl- ana á Íslandi. Það er hrópandi ranglæti að þeir sem féflettir hafa ver- ið með eignatilfærslum beri kostnað við að vernda eignir fjár- plógsmanna. Ragnar Önundarson við- skiptafræðingur, banka- maður og fjármálaráðgjafi, í grein í Morgunblaðinu um gjald fyrir verndun eign- arréttar. Við stóðum bara and- spænis, þú veist, þessum hroðalegu örlögum, að keyra á þessu eða þurfa þess vegna að pakka sam- an. Af því að okkur er ógnað einhvers staðar að skilurðu […] Þarna eru bara öfl sem munu stúta okkur. Reynir Traustason, ritstjóri DV, í samtali þeirra Jóns Bjarka Magnússonar, fyrrv. blaðamanns DV, sem tók samtalið upp, en það var spilað í Kastljósi. JBM hafði skrif- að frétt sem RT vildi ekki birta og til- greindi ástæðuna í fyrrnefndu símtali. Mér hefur svo sannarlega tekist að hrista upp í þjóðinni í heimsókn minni og það sem brennur nú á vörum flestra á klakanum eru varirnar á mér. Ásdís Rán Gunnarsdóttir fyrirsæta, sem býr í Búlgaríu og heldur úti bloggsíðunni asdisran.blog.is, þar sem hún birtir leið- beiningar um hvernig megi gera varir sem fallegastar. Þetta er bara allt ein heljarlygi. Bernard Madoff, kaupsýslumaður í New York, eftir að uppvíst varð að hann hafði svikið minnst 50 millj- arða dollara út úr viðskiptavinum sínum. Þessi ríkisstjórn hefur ekki viðurkennt vanmátt sinn og að hún sé ófær um að stjórna lífi sínu og landinu. Nei, í gildi er sú gamla aðferð að ráðast á skúringakonuna en hlífa auðmanninum. Einar Már Guðmundsson rithöf- undur, í grein í Morgunblaðinu. Þetta er kattarþvottur hjá rík- isstjórninni þó hún sé að stíga örlítið skref. Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, í umræðum um eftirlauna- frumvarp ríkisstjórnarinnar. Ummæli ’ Reuters Er ósanngjarnt að spyrja hverskonar siðferði þrífist innan end- urskoðunarfyrirtækisins KPMG?     ÍMorgunblaðinu í gær var sagt fráþví að tveir starfsmenn KPMG væru ákærðir fyrir brot á lögum um einkahlutafélög og falsanir.     StarfsmennKPMG hafi reynt að ná fé- laginu af við- skiptavini sínum. Aðkoma Sig- urðar Jónsson, forstjóra endur- skoðunarfyrirtækisins, vekur spurningar um viðskiptasiðferði innan KPMG.     Sami Sigurður var samstarfs-maður Aðalsteins Há- konarsonar, nú deildarstjóra rík- isskattstjóra, áður en hann hætti vegna blekkingarleiks innan KPMG.     Aðalsteinn kaus að vinna hjá rík-inu í stað þess að vera hluthafi í einu stærsta endurskoðendafyrir- tæki landsins á uppgangstíma.     Sá sem tengdist þeim blekking-arleik var Stefán Hilmarsson, sem var endurskoðandi Baugs inn- an KPMG. Hann var sýknaður fyrir sína aðkomu í Baugsmálinu.     Tryggvi Jónsson, fyrrverandi eig-andi KPMG, var hins vegar ekki sýknaður. Hann notfærði sér vin- skap við Aðalstein Hákonarson til að leyna eignarhaldi Fjárfars.     Tryggvi fór frá KPMG til Baugsáður en Símon Á. Gunnarsson, endurskoðandi hjá KPMG, var ákærður í skattsvikamáli Jóns Ólafssonar.     Hvað er í gangi hjá KPMG? Viðskiptasiðferði KPMG                            ! " #$    %&'  ( )                                * (! +  ,- . / 0     + -                ! !  " "#"# !       " "#"# !     12       1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (       $ %                  " " :  3'45;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@).? &  & & & '&   & & & &    &  & & &' &                              *$BCD                      !"   !#  !     $   !  !   % ! %    ! &      !  *! $$ B *!   ( $)* #  #) #    % + <2  <!  <2  <!  <2  ( * "#, ! -#."/  DC -                 5!       2! ' ! $  !"     (  #!  ! !    6 B   8    )!!   !"      (  $! "     *   !  +  & , ! -    B  .  &        &   +!/    01""#$#22 " %$#3  %#, ! 4 &#   # &#'&5 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ STAKSTEINAR VEÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.