Morgunblaðið - 21.12.2008, Síða 53

Morgunblaðið - 21.12.2008, Síða 53
Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift eða í síma 569 1122 mbl.is/moggaklubburinn – meira fyrir áskrifendur Bókun og upplýsingar um gististaði er að finna á www.sumarferdir.is Kanaríeyjar Gisting á Amazonas eða Paraiso Almendros – íbúðir/smáhýsi með 1 svefnherbergi. 12. janúar – 9 nætur 21. janúar – 7 nætur Verð frá 69.900 á mann m.v. 2+1. Verð frá 74.900 á mann m.v. 2. Innifalið: Flug og gisting í eina viku Dunas Mirador í „allt innifalið“ 12. janúar – 9 nætur 21. janúar – 7 nætur Verð frá 99.900 á mann m.v. 2. Innifalið: Flug og gisting „allt innifalið“ í eina viku Tenerife Gisting á Parque Santiago stúdíó eða íbúð með 1 svefnherbergi. 4. janúar – 9 nætur 13. janúar – 7 nætur 20. janúar – 7 nætur Verð frá 69.900 á mann m.v. 2+1. Verð frá 74.900 á mann m.v. 2. Innifalið: Flug og gisting í eina viku 2+1 stendur fyrir tvo fullorðna og eitt barn, 2ja til og með 11 ára. Sparnaður: 3ja manna fjölsk. getur sparað allt að 78.951 kr. og tveir einstaklingar allt að 87.366 kr. miðað við vikuferð til Tenerife 13. janúar og gistingu í íbúð með svefnherbergi og stofu á Parque Santiago. Tilboð fyrir áskrifendur      MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008 NOKKUÐ hefur verið í umræðunni að undanförnu sú hugmynd að opna fyrir þann möguleika að fólk sem lent hefur í tímabundnum greiðsluerfiðleikum, t.d. vegna atvinnuleysis, geti gengið á eign sína í séreignarsjóðum til þess að geta staðið í skilum við lánardrottna sína. Í dag heimilar 11. grein laga nr. 129/1997 fólki ekki að hefja töku lífeyris úr séreignarsjóðum fyrr en við 60 ára aldur eða fyrr ef viðkomandi er öryrki. Þegar húsnæði er selt nauðungarsölu fæst ekki fyrir það nema hluti raunvirðis þess og tapið kann að vera margfalt meira en sem nemur þeim afborgunum sem gjaldfallnar voru og leiddu til þess að húsnæðið fór á uppboð. Það er líka alveg ljóst að atvinnuleysisbætur eru svo lágar að þær einar og sér munu ekki bjarga mörgum ef at- vinnuleysi verður viðvarandi á Íslandi á næstu misserum. Greiðslur úr séreignarsjóði gætu bætt upp það sem á vantar til þess að endar nái saman. Greinilegt er að þessi mál hafa eitthvað verið í umræðunni því það er enginn skortur á viðbrögðum frá þeim aðilum sem telja sig vera í for- svari fyrir launafólk í landinu, svokölluðum verkalýðseigendum. Um daginn voru hjá Ingva Hrafni á Hrafnaþingi á sjónvarpsstöðinni ÍNN þeir Arnar Sigmundsson og Hrafn Magnússon frá Landssambandi líf- eyrissjóða. Þeir finna þessari hugmynd allt til foráttu. Þeir eru þeirrar skoðunar að fólk myndi bara eyða þessu í vitleysu, greiða upp yfirdrátt o.s.frv. Þeir hafa hins vegar fullt af hugmyndum að því hvernig þeir eru sjálfir best til þess fallnir að ráðstafa þessum peningum. Þeir vilja t.d. geta fjárfest í óskráðum félögum. Þeir vilja geta sett peninga í áhættufjárfestingasjóði. Þeir vilja lána til virkjanagerðar. Þeir vilja rýmka heimildir fólks til þess að taka sína peninga út í einni greiðslu þegar sextugsaldri er náð. Þeir eiginlega vilja gera hvað sem er annað en að gera fólkinu sem raunverulega á þessa peninga kleift að nýta sér þá til þess að koma í veg fyrir tjón. Einnig kom það fram hjá þeim að lífeyrissjóðirnir hafa tapað um 200 milljörðum króna á þessu ári. Nú hefur framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins Stafa, Ólafur Sigurðs- son, tjáð sig um þetta mál eins og heyra mátti í hádegisfréttum RÚV hinn 8. desember. Eins og við mátti búast varar hann sterklega við þessum hugmyndum. Röksemdirnar sem hann ber fram eru þær að þetta myndi hvort sem er ekki breyta miklu fyrir þær fjölskyldur sem eru í mestum erfiðleikum. Hann tiltekur sérstaklega ungar fjölskyldur. Þær skulda mest en eiga jafnframt minnst í séreignarsjóðnum. Hann reyndar tekur það einnig fram að hann viti ekki hversu mörgum þetta gæti hjálpað eða hvernig. Um rök hans er það að segja að ungt fólk sem dregur á séreignarsparnaðinn sinn á jafnframt besta möguleika á því að endurheimta hann síðar þegar betur árar. Það hefur langvarandi og alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir ungt fólk að lenda í gjald- þroti. Eigið fé sem tapast við það að missa húseign á uppboð er marg- falt það sem hugsanlega þyrfti að taka úr séreignarsjóði til þess að standa í skilum. Það getur tekið áratugi að ná sér aftur á strik og eign- ast eitthvað. Og hverjir eru það sem tapa mest ef hérna verður fjöldagjaldþrot og hundruð eða þúsundir fasteigna lenda undir hamrinum? Það eru þeir veðhafar sem koma á eftir Íbúðalánasjóði og bönkunum í veðröðinni. Og hverjir eru það? Það eru samtryggingarlífeyrissjóðirnir sem lána til húsnæðiskaupa. Og hvaða afleiðingar hefur það í för með sér í framtíð- inni? Jú, lífeyrisgreiðslur skerðast. Þessi tilslökun er vel til þess fallin að virkja lífeyrissjóðina sem sveiflujöfnunartæki. Eini munurinn á þessari hugmynd og hugmyndum forsvarsmanna sjóðanna er hver það er sem ráðstafar fénu. Þeir sjálfir eða fólkið sem á þá. Ég vil ennfremur benda á að greiðslur úr séreign- arsjóðum eru staðgreiðsluskyldar og þetta myndi því að einhverju marki milda það tekjutap sem ríkið og sveitarfélög standa nú frammi fyrir sökum minnkandi launatekna almennings í landinu. Það vita hagfræðingar, sálfræðingar og félagsfræðingar að umbun fyrir skynsamlega hegðun sem fæst strax er meira virði en sú sem fæst eftir langan tíma. Þess vegna komu þeir sem gátu sér oft á tíðum undan því að greiða í lífeyrissjóði allt þangað til lögum var breytt og aðild að samtryggingarsjóði var lögbundin skylda fyrir alla. Að gera séreignarsjóðina að öryggisventli í fjármálum fjölskyldna í landinu er umbun sem kemur fyrr en lífeyrisgreiðslur eftir áratugi. Hugmyndin er því til lengri tíma litið vel til þess fallin að hvetja fólk til greiðslu í séreignarsjóði og mun styrkja þá að lokum. Það hlýtur í öllu falli að vera best að hjálpa fólki til þess að hjálpa sér sjálft með þeim fjár- munum sem það hefur sjálft safnað. Og þegar öllu er á botninn hvolft er ekki verið að ræða annað en að gefa fólki val. Hver og einn getur metið út frá eigin forsendum hvaða leið er best fyrir viðkomandi. Það er ekki hlutverk forsvarsmanna lífeyrissjóða að koma í veg fyrir þetta heldur að koma fram með uppbyggjandi hugmyndir að því hvernig best er að standa að þessu. Um opnun séreignarsjóða Magnús Birgisson er viðskiptafræðingur. Ég velti því fyrir mér hvort ekki hefði verið skynsamlegt að skipa þjóðstjórn þegar skútan strandaði líkt og Winston Churc- hill forsætisráðherra Breta gerði þegar hann stappaði stálinu í þjóð sína fyrir átökin við Þjóðverja í frægri ræðu en þeir litu upp til Rómaveldis til forna eins og kunn- ugt er. Þjóðverjar tóku í upphafi stríðsins margar stöður í valda- píramída þess tíma og sölsuðu undir sig verðmæti saklauss fólks. Við verðum líkt og Bretar gerðu á sínum tíma að þjappa okkur sam- an um stjórnvöld á Íslandi í dag þrátt fyrir allt og dæma þau síðan af verkum þeirra þegar kjör- tímabilið rennur út. Það er eina vitið í stöðunni úr því sem komið er að mínum dómi nú þegar nokk- uð er um liðið frá strandinu. Ég skil vel reiði þjóðarinnar sem kallar eftir réttlæti og reikn- ingsskilum. Þjóðin kallar jafn- framt eftir gegnsæi í regluverk- inu, heiðarleika þeirra sem veljast til stjórnunarstarfa á opinberum vettvangi og í fyrirtækjum. En fyrst og síðast krefst þjóðin þess að hún geti brauðfætt sig. Okkur ber að veita stjórnvöldum ríkulegt aðhald. Í þessum efnum reynir mjög á fjölmiðlana. Það er vá fyr- ir dyrum ef þeir verða á einni hendi. Nú reynir á grasrótina, mig og þig, að skapa ný atvinnu- tækifæri. Í sameiningu getum við skapað nýja og bjarta framtíð á Íslandi sem er innan seilingar ef hvarvetna verður vel á málum haldið. Svo er nú verðugt verkefni fyrir okkur hvert og eitt að gefa Drottni Jesú Kristi gaum í allri orrahríðinni. Hann reynist okkur sverð og skjöldur í dagsins önn og einstök fyrirmynd í siðferðilegu tilliti. Ef við höfum hann ekki fyr- ir augum þá sjáum við síður synd- ir okkar. Sighvatur Karlsson er sóknarprestur á Húsavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.