Morgunblaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008 www.skalholtsutgafan.is FÆST Í KIRKJUHÚSINU OG ÖLLUM HELSTU BÓKAVERSLUNUM Sigurbjörn Einarsson biskup er eitt mesta sálmaskáld íslensku þjóðarinnar á síðari tímum. Bókin geymir heildarsafn sálma hans og ljóða. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is HÁSKÓLI Íslands getur ekki tekið inn þá ríflega 1.600 umsækjendur sem sóttu um háskólanám á vorönn nema skólinn fái til þess fjárveitingu. Háskólanum hefur verið gert að skera niður um milljarð í nýju fjárlagafrumvarpi miðað við það sem fjármálaráðherra kynnti í október. Háskólinn lengdi umsóknarfrest og bauð fólki að sækja um nám í fleiri deildum en áður við áramót og segir Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor að ekki hafi átt að afgreiða um- sóknirnar fyrr en ljóst væri um fjárveitingar til skólans. Þegar umsóknarfrestinum lauk á mánudaginn höfðu rúm- lega 1.600 sótt um. Það eru um þrettán prósent af heildar- nemendafjölda skólans. Kristín segir að skólinn verði að skera niður eins og aðr- ir í þessu árferði. „En niðurskurðurinn er talsvert meiri en við áttum von á og hlutfallslega meiri en hjá öðrum háskól- um,“ segir hún. „Þetta er gríðarlega sársaukafullt fyrir skólann. Við munum gera það sem við getum því við viljum mæta okkar samfélagslegu ábyrgð.“ Kristín er í viðræðum til þess að fá bættan þann viðbót- arkostnað sem hlýst af inntöku nýrra nemenda. „Við vilj- um ekki gefa upp hversu margir komast inn fyrr en við vit- um endanlega hver fjárveiting okkar verður.“ Kristín vísar því á bug að þetta sé þrýstiaðgerð. „En það segir sig sjálft að við getum ekki bæði tekið við kröfu um milljarð í niðurskurð og tekið við 1.600 nýjum nemendum í skólann. Við þurfum að hugsa um gæði námsins því engum er greiði gerður með því að minnka kröfurnar. Að lokum værum við að gera samfélaginu grikk með því.“ Dæmi eru um að skólinn hafi þegar sent greiðsluseðla til þeirra sem sóttu um nám. Þeir hafa verið ógiltir. Kristín segir að háskólaráð taki afstöðu til inntöku á fundi á morgun, mánudag, og í kjölfarið verði tilkynningar sendar út til umsækjenda. Biðlað var til allra háskóla að gera það sem hægt væri til að taka við nemendum við ára- mót. „Í fyrra voru umsóknir um tvö hundruð,“ segir Krist- ín. Eftirspurnin hefur margfaldast milli ára enda hart í ári. Fá ekki inni án fjár  Háskóli Íslands er í viðræðum við yfirvöld um fjárveitingu til að geta tekið nýja nemendur í skólann  Hafði sent út greiðsluseðla sem eru nú ógildir Í HNOTSKURN »Rúmlega 1.600 umsækj-endur vildu hefja nám í Háskóla Íslands eftir áramót og nemur sá fjöldi um 13% af heildarnemendafjöldanum. »Háskólarektor segir ekkihægt að taka við nýjum nemendum nema yfirvöld veiti fé. »Skólanum hefur verið gertað skera niður um milljarð milli fjárlagafrumvarpa fyrir árið 2009 og bjóst rektor ekki við svo mikilli skerðingu. ÞAÐ voru þó nokkuð margir sem nýttu sér tæki- færið til að hvíla sig á jólastressinu með því að bregða sér á skíði í Bláfjöllum í gær. Allar lyftur í Kóngsgili voru opnar, sem og þrjár lyftur í Suðurgili, og er þetta fyrsta helgin í vetur sem skíðasvæðið er opið. Færið var líka eins og best verður á kosið, sannkallaður púðursnjór sem gott skíða- og brettafólk kann vel að meta. Það var því ekki eft- ir neinu að bíða að skella einfaldlega á sig skíð- unum, bruna síðan niður brekkurnar og njóta útiverunnar til hins ýtrasta. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á skíðum skemmti ég mér Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is ENN ER óvissa um hvenær fundum Alþingis verður frestað fram yfir áramót. Þingfundir hafa staðið frá morgni til kvölds og jafnvel fram á nætur og það átti einnig við í gær, laugardag. Stærstu málin sem liggja fyrir eru fjárlög fyrir árið 2009 og fjáraukalög fyrir þetta ár sem er að líða. Þegar Morgunblaðið fór í prentun um hádegisbilið í gær var beðið eftir áliti fjárlaganefndar á báðum frumvörpunum áður en þau gætu komið til þriðju umræðu og í framhaldi til lokaatkvæðagreiðslu. Hugs- anlega gæti þurft að koma til útbýtingarfundar í dag en Alþingi er sjaldan kallað saman á sunnudögum. Þá er ljóst að boða þarf þingfund á mánudag en vonast er til að ekki þurfi að funda á Þorláksmessu. Brenglað siðferðismat? Stjórnarandstaðan gagnrýnir flaustursleg vinnubrögð í efnahagsmálum og þykir aðgerðir ríkisstjórnarinnar einkennast af rangri forgangsröðun, jafnvel brengluðu siðferðismati. Gengið sé nærri þeim sem komi til með að eiga erfiðast uppdráttar í þrengingum, s.s. öldruðum, ör- yrkjum, barnafólki, bændum og skuldugum húsnæð- iseigendum. Stjórnarliðar segja hins vegar forgangsröð- unina rétta og tryggja hag þeirra sem lakast standa. Beðið eftir niðurstöðum fjárlaganefndar þingsins Morgunblaðið/Ómar Önnum kafinn Mikið hefur mætt á Gunnari Svav- arssyni, formanni fjárlaganefndar, undanfarið. Enn óvissa um hvenær Alþingi lýkur störfum EINHVERJUM af þeim fyr- irtækjum sem auglýst hafa í DV hefur borist tilkynning um að þau lendi á válista, sendi þau ekki frá sér yfirlýsingu um að þau séu hætt að auglýsa í blaðinu. Til- kynningin er frá aðilum eða sam- tökum sem ekki láta nafns síns getið. „Þetta var á faxinu þegar ég mætti í morgun og ég get ekki túlkað þetta öðruvísi en sem hótun um að ég eigi að skrá mig á þessa síðu,“ segir Ólafur Adolfsson, eig- andi Apóteks Vesturlands. Hann hafi farið inn á vefsíðuna sem vís- að sé á, en hvergi komi fram hverjir standi að uppátækinu. Í faxinu sem Ólafi barst segir: „Ágæti DV-auglýsandi, þú þarft að bregðast skjótt við! Fyrirtæki þitt hefur birst í DV-auglýsingu nýlega. Þess vegna er nú verið að skrá þig á DV-válista yfir fyrir- tæki sem neytendur eru hvattir til að sniðganga.“ Ólafur hefur ekki ákveðið hvort hann kærir þetta til lögreglu. „En ef nafn mitt birtist á slíkum lista að mér forspurðum þá skoða ég málið. Mér er illa við að mér sér hótað, sama í hverju það felst.“ annaei@mbl.is „Lít á þetta sem hótun“ Auglýsendum DV hótað með válista? SÓLBAKUR EA1 hefur fiskað fyr- ir um 920 milljónir kr. á árinu og standa 5.000 tonn af afla á bak við þá upphæð. „Þetta er klárlega met hjá ísfisktogara,“ segir Haraldur Jónsson, rekstrarstjóri Sólbaks, og kveður ólíklegt að aftur verði fiskað fyrir aðra eins upphæð í íslenskum krónum, en afli Sólbaks fer að mestu á erlenda markaði. „Ég get ekki séð að markaðsaðstæður á næstunni verði þannig. Við höfum bæði verið að selja á mjög góðu gengi og eins hefur gengið af- skaplega vel að veiða þennan fisk.“ annaei@mbl.is Metverð- mæti afla á árinu 920 milljóna afli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.