Morgunblaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 50
50 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008 BÓKAÚTGÁFAN Codex hefur gefið út veglega Lög- fræðiorðabók. Það er Lagastofnun Háskóla Íslands sem stendur að útgáfunni. Eiga rit- stjórinn Páll Sigurðs- son lagaprófessor og aðstoðarritstjórarnir Barbara Björnsdóttir og Hulda Guðný Kjartansdóttir þakkir skildar fyrir vandað verk. Hugmyndina að útgáfunni átti Jó- hann J. Ólafsson lögfræðingur og stórkaupmaður, sem taldi vel við hæfi að þannig yrði minnzt ald- arafmælis lagakennslu á Íslandi (1. október sl.). Formaður ritnefndar, Viðar Már Matthíasson, lætur þess getið í formála sínum, að Lagastofn- un hafi tileinkað Birni Þ. Guðmunds- syni, prófessor emeritus, bókina. Á sínum tíma (1989) samdi hann ritið Lögbókin þín, en í henni er að finna fjölda lögfræðilegra orðaskýringa. Var mjög stuðzt við rit Björns við gerð bókarinnar. Útskýring á merkingu lög- fræðilegra orða varpar ekki einungis ljósi á orðin sem slík, heldur skerpir vitundin um þau einnig skynjun okk- ar á þeim samfélagslegu fyrirbærum sem þau lýsa. Í svo viðamiklu riti sem því sem er hér er til umræðu er þó óumflýjanlegt, að villur slæðist inn. Þær sýnast þó vera tiltölulega fáar, þegar haft er í huga, að um fyrstu útgáfu er að ræða. Ég hnaut um orðið „vildarréttur“ á bls. 490. Þar segir: „Safn ólíkra kenninga sem eiga það helst sameiginlegt að lögð er áherzla á að lýsa lögum með siðferðilega hlutlausum hætti, þ.e. án tillits til gildis eða verðleika þeirra. V. hafnar því þannig að lýsa beri lögum manna með hliðsjón af einhvers konar náttúrulögum. Í eldri vildarréttarkenningum var jafnan lögð áhersla á að lög manna væru bundin viðurlögum með ein- hverjum hætti. Yngri kenningar vísa fremur til þess einkenn- is laga að þau styðjist við manngerðar (pósi- tívar) heimildir sem við- teknar eru sem skuld- bindandi í samfélaginu, t.d. sett lög. jus positiv- um, pósitivismi Eru lög nauðsynleg?“ Í nið- urlagi orðskýringar þessarar er vitnað til rits Garðars Gíslasonar hæstaréttardómara Eru lög nauðsynleg? Garðar segir Sigurð Líndal lagaprófessor „kalla pósitívismann vildarrétt og náttúruréttinn eðlisrétt“, sem sé „mjög til bóta“. Ekki verður betur séð en hér gæti hugtakaruglings. Snemma á öldum, þegar latína var helzta lagamálið í Evrópulöndum, varð til orða- sambandið/hugtakið „ius volunt- arium“, sem má þýða á íslenzku með orðinu „viljaréttur“ eða „vild- arréttur“. Til grundvallar þeirri hugtaksnotkun lá tiltekið viðhorf, sem nefnt hefur verið viljahyggja (voluntarism). Því var m.a. haldið fram, að vilji (t.d. samfélagslegra valdhafa eða Guðs) væri að baki öll- um rétti – þ.e. náttúrurétti og mann- gerðum rétti – er gerði hann bind- andi. Ekki er það þó þetta orðasamband/hugtak, sem Sigurður Líndal þýðir í riti sínu, Um lög og lögfræði (Rvík 2003/2007), með orð- inu „vildarréttur“, heldur er það orðasambandið „ius positivum“, sem hann er að þýða. Augljóslega er þýð- ing hans því röng. Hann segir á bls. 60: „Greining milli eðlisréttar eða náttúruréttar (ius naturale/lex nat- uralis) og vildarréttar (ius positiv- um) á sér djúpar rætur í lagahefð Evrópu.“ Rétt þýðing á „ius positiv- um“ er „setréttur“ eða „setbundinn réttur“, þ.e. orðið merkir settan rétt og venjurétt eða m.ö.o. réttarskipan. Orðasamböndin „ius positivum“ og „ius voluntarium“ urðu líklega til á 13. öld. Nú á dögum er viljahyggju al- mennt hafnað sem yfirskilvitlegri kenningu. Augljóslega tjáir venju- réttur ekki vilja, og sama máli gegn- ir um settan rétt. Á þeirri skoðun hafa réttarheimspekingar almennt verið allar götur frá því snemma á 20. öld (t.d. Hägerström, Olivecrona, Castberg, Hart og Finnis). En ekki aðeins þýðir Sigurður Líndal „ius positivum“ ranglega með orðinu „vildarréttur“, heldur ruglar hann síðan í sífellu saman orðunum „vild- arréttur“ og „vildarréttarkenning“. Hann ruglar m.ö.o. saman rétt- arskipan og réttarkenningu. Þannig notar hann orðið „vildarréttur“ of- arlega á bls. 60 um „ius positivum“, en neðarlega á sömu blaðsíðu vendir hann kvæði sínu í kross og notar það um „Rechtspositivismus, legal posi- tivism“, þ.e. réttarkenningu sem varð til á 19. öld. Nafnið á kenning- unni varð raunar ekki til fyrr en undir aldamótin 1900, og rétt þýðing þess á íslenzku er ekki „vildarrétt- arkenning“, heldur „lagasethyggja“. Sú réttarkenning hefur aldrei verið kölluð „réttur“, þótt náttúrurétt- arheimspekin hafi löngum verið köll- uð „náttúruréttur“/“eðlisréttur“. Orðið „vildarréttur“ notar Sigurður í belg og biðu um „ius positivum“ (setrétt/setbundin lög) og „legal positivism“ (lagasethyggju), og rugl- ar því þessu tvennu saman aftur og aftur, þótt gjörólíka merkingu hafi. Á fyrri hluta 19. aldar þegar John Austin (1790-1859) setti fram kenn- ingu sína um lagasethyggju, var hún stundum nefnd viljakenning (will theory), þar eð lög væru skipun/boð yfirvalda og vilji þar að baki. H.L.A. Hart (1907-92) hefur hins vegar sýnt fram á, að skilgreining Austins er röng og varpar skugga fremur en ljósi á merkingu laga, sbr. The Con- cept of Law (Oxford 1961/1997) á bls. 48-49. Lögfræðiorðabókin Sigurður Giz- urarson skrifar um nýja Lögfræðiorða- bók Sigurður Gizurarson hæstaréttarlögmaður »Útskýring á merk- ingu lögfræðilegra orða varpar ekki ein- ungis ljósi á orðin sem slík, heldur skerpir vit- undin um þau einnig skynjun okkar á þeim samfélagslegu fyr- irbærum sem þau lýsa. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. TÖLULEGAR stað- reyndir þvælast mjög fyrir íslenskri presta- stétt ef marka má við- brögð við greinaskrif- um mínum um prestlaun. Tvö dæmi ættu að nægja til að sýna lesendum fram á það. Tvöföld laun Í þættinum Í bítið þann 28. októ- ber sl. hélt sr. Vigfús Árnason því fram að prestar væru á svipuðum launum og framhaldsskólakennarar. Eflaust hefur sr. Vigfús kannað þetta mál til hlítar en eitthvað hefur talna- læsið verið að trufla hann því sam- kvæmt tölum frá KÍ nema meðal- heildarlaun framhaldsskólakennara um 400 þúsundum á mánuði en sam- bærileg tala fyrir presta er um 800 þúsund, mv. fjárlög og 60. grein laga um stöðu Þjóðkirkjunnar. Þarna skeikar ekki nema tvöföldu hjá sr. Vigfúsi – og mætti muna um minna. Til samanburðar eru meðal- heildarlaun á almennum vinnumark- aði um 300 þúsund á mánuði. Tífaldur arður Annað gott dæmi um talnaskilning prestastéttar er grein sr. Gunnars Jóhannessonar sem birtist í Morg- unblaðinu þann 23. nóvember sl. Ekki tekst sr. Gunnari betur til við lesturinn en svo að hann telur mig halda því fram að „ár hvert þiggi kirkjan upphæð sem sé tíu sinnum hærri en raunverulegt andvirði seldra kirkju- jarða“. Þarna hefur sr. Gunnar misskilið mig illilega. Ég held því að- eins fram að kirkjan fái tífalda arðgreiðslu af þessum sömu kirkju- jörðum. Skoðum það nánar. Samningur til eilífðar Samningur milli ríkis og Þjóð- kirkju er í grunninn frá 1907 en var endanlega lögfestur árið 1997. Sr. Gunnar lýsir honum svona: „Samkvæmt [samningnum] felast launagreiðslur presta í arðgreiðslu af höfuðstóli þeirra eigna sem höfðu réttilega tilheyrt kirkjunni en ríkið tók yfir“. Í viðtali við Markaðinn 9. apríl sl. segir Guðmundur Þór Guðmundsson framkvæmdastjóri Kirkjuráðs: „Við lítum á greiðslu ríkisins til Þjóðkirkj- unnar á fjárlögum sem endurgjald fyrir kirkjujarðir … Þetta eru sex til sjö hundruð jarðir“. Hver er höfuðstóllinn? Til að átta sig á tölulegum grund- velli samningsins þarf að skoða hvert raunverulegt verðmæti innlagn- arinnar, kirkjujarðanna, er. Þar ætti að vera kominn höfuðstóllinn sem stendur undir arðgreiðslunum. Önnur leið til að nálgast höfuðstól- inn er að skoða arðgreiðslurnar sjálf- ar sem greiddar eru á hverju ári úr ríkissjóði. Höfuðstóllinn er þá sú upphæð sem ríkið þyrfti að afhenda kirkjunni ef til uppsagnar samnings kæmi, upphæð sem myndi tryggja kirkjunni sömu arðgreiðslu. Auðveldir útreikningar Það er auðvelt að reikna þetta. Út- reikningar eiga ekki heima í blaða- grein en á vefsíðu minni, www.binntho.is, eru allir útreikn- ingar útlistaðir ásamt heimildum. Reiknað er með því að 700 jarðir hafi verið lagðar inn í ríkissjóð. Nokkrar mismunandi leiðir eru fær- ar til að gera sér grein fyrir því hversu mikils virði þetta jarðasafn er í raun og veru en allar leiða þær að sömu niðurstöðu, að heildarandvirði jarðanna sé af stærðargráðunni 10 milljarðar. Samkvæmt fjárlögum næsta árs eru framlög til Þjóðkirkjunnar um- fram sóknargjöld 2,5 milljarðar. Höf- uðstóllinn sem stendur að baki þeirri greiðslu er sú upphæð sem, sett í örugga langtímafjárfestingu, gæfi 2,5 milljarða í arð. Höfuðstóll sem gæfi af sér 2,5 milljarða í arð til lengri tíma er af stærðargráðunni 100 – 250 millj- arðar. Þessi upphæð er hið allra minnsta tíföld hin raunverulega inn- lögn. Þetta kallast þúsund prósent ávöxtun og er forvitnilegt að vita hvort aðrir geti lagt inn eignir sínar í ríkissjóð með sömu ávöxtun. Að skuldsetja komandi kynslóðir Kirkjan semur ekki til ára eða ára- tuga heldur um ókomna framtíð. Nú- verandi samningur er þegar orðinn einnar aldar gamall og í framkvæmd samningsins kemur í ljós að ríkið hef- ur skuldsett sig svo nemi hundruðum milljarða um ókomna framtíð. Á ellefu árum frá því samning- urinn var lögfestur í núverandi mynd hefur árleg greiðsla aukist um 3% á hverju ári að raungildi. Höfuðstóllinn hefur þá hækkað með sama hraða. Þessi hækkun er í samræmi við launavísitölu enda kveður samning- urinn á um arðgreiðslur í formi launa. Hækkunin er því innbyggð í samninginn. Árleg hækkun upp á 3% jafngildir rúmlega tvöföldun á hverjum ald- arfjórðungi. Skuld ríkisins við Þjóð- kirkjuna tvöfaldast því að raungildi fyrir hverja kynslóð, tuttugfaldast á 21. öldinni! Það er aðeins ein leið út úr þessum skuldaklafa: Að segja þessum samn- ingi upp og slíta sambandi ríkis og kirkju. Kirkjan hefur enda fengið andvirði jarða sinna margfalt til baka og á enga heimtingu á frekari greiðslum úr ríkissjóði. Að skuldsetja komandi kynslóðir Brynjólfur Þor- varðarson skrifara um presta, þjóð- kirkjuna og kirkju- jarðir » Þjóðkirkjan þykist eiga hundruð millj- arða inni hjá ríkinu. Hið rétta er að hugsanleg skuld hefur þegar verið greidd margföld til baka. Brynjólfur Þorvarðarson Höfundur leggur stund á ritstörf. HEILSUEFLING snýst um, eins og nafnið bendir til, að efla heilsuna. Ýmsar hugmyndir hafa verið uppi um hvernig eigi að fá fólk til að lifa heilsusamlegu lífi. Flestar þeirra hafa gengið út á að fræða og hvetja einstaklinga til að bera ábyrgð á eigin heilsufari og taka upplýstar ákvarðanir um heil- brigðan lífsstíl. Fjölmargar rannsóknir á sviði heilbrigðis- og félagsvísinda benda hinsvegar á að heilsa sé nátengd fé- lagslegum, efnahagslegum og um- hverfislegum aðstæðum sem fólk býr við. Fræðsla dugar því oft ein og sér ekki til eflingar heilsunnar því það búa ekki allir við þær að- stæður að geta valið að hegða sér í samræmi við þekkingu sína. Þjóðin er að þyngjast þrátt fyrir að almenn þekking á heilsusamlegu lífi, t.d. neyslu fjölbreyttrar fæðu og reglulegri hreyfingu, megi telj- ast góð. Skoða þarf því málið í mun víðara samhengi í stað þess að benda á einstaklinginn og halda því fram að græðgi hans og/eða leti sé einni um að kenna. Ýmsar hindr- anir geta t.d. verið á vegi þess sem hefur fullan hug á að kaupa mat sem telst næringarríkur og hollur og hér verða nokkur dæmi tekin. Huga þarf t.d. að aðgengi að mat- vöruverslunum. Hvar eru versl- anirnar staðsettar og eru þær að- gengilegar öllum? Dæmi um gott framtak er Akureyrarbær sem hef- ur um nokkurt skeið boðið upp á frítt í strætó sem veitir t.d. þeim bæjarbúum sem eru bíllausir auð- veldari aðgang að matvöruversl- unum með fjölbreyttu úrvali. Verð á matvöru er annað sem þarf að huga að. Er matur sem telst hollur dýrari en annar matur? Flest höfum við tak- markaða fjármuni til að eyða í matvöruversl- unum sem þarf að duga til að metta maga. Ódýrari matvara er oft með hærra hlut- fall fitu eins og t.d. hakk og gjarnan þynnt út með hráefni eins og t.d. hveiti í fiskibollum og vatni eða sykri í ávaxtasöfum sem rýrir næringargildi þeirra. Skattlagningu á matvöru þarf að skoða og tryggja að hún skili sér í lækkuðu verði á grænmeti, ávöxt- um og næringarríkum mat. Mat- vöruumbúðir skipta líka máli. Það getur t.d. oft á tíðum verið afar flókið mál og tímafrekt að komast að innihaldi matvöru. Innihaldslýs- ingar eru gjarnan skrifaðar með litlu letri og ekkert samræmi er í framsetningu þeirra. Stundum þarf hreinlega góða efnafræðikunnáttu til að átta sig á þeim efnum sem upp eru talin. Með lögum og reglu- gerðum um innihaldslýsingar er hægt að skapa neytendavænni að- stæður þar sem tími og þekking viðskiptavinarins skiptir minna máli. Það sem fer í matarkörfuna ber því vott um þær félagslegu-, efna- hagslegu- og umhverfislegu að- stæður sem fólk býr við en ekki bara þá vitneskju sem það býr yfir. Markmið heilsueflingar er að gera heilbrigða kostinn auðvelda kostinn svo allir geti átt val um lífsstíl. Grundvallaratriði er að komast að frumorsökum heilsufarsvandamála með rannsóknum svo hægt sé að taka á þeim en ekki bara afleiðing- unum. Heilsufarslegt misrétti milli þjóðfélagsstétta er til staðar og því þarf heilsuefling að miðast út frá þeim forsendum að allir getir tekið þátt í henni. Það er ekki nóg að einungis fræða og hvetja ein- staklinga til að borða hollan mat og hreyfa sig heldur þarf að tryggja að þessir möguleikar séu til staðar. Skoða þarf þá ábyrgð sem ekki bara einstaklingar heldur líka stjórnvöld, fyrirtæki og fé- lagasamtök bera. Einstaklingurinn ber sannarlega ábyrgð á því sem hann velur að setja í matarkörfuna en hinsvegar bera stjórnvöld ábyrgð á að um raunverulegt val sé að ræða. Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra kynnti hinn 18. nóvember sl. heilsustefnu þar sem áhersla er lögð á forvarnir og að skapa þjóðfélag þar sem fólk á auð- veldlega kost að taka heilsu- samlegar ákvarðanir. Þessi heilsu- stefna er fagnaðarefni þar sem stefnt er á að bæta hag einstaklinga með jákvæðari nálgun á heilsu en verið hefur. Sérstaklega ber að fagna í kynningarræðu ráðherrans að ekki sé einungis lögð áhersla á líkamlega heilsu heldur sé líka brýn áhersla lögð á geðheilsu. Heilsu- stefnan er fyrsta skrefið til heilsu- eflingar þjóðarinnar þar sem heilsa er skilgreind í víðu samhengi, tekið er á pólitískum þáttum sem skipta máli og litið er á heilsu á jákvæðan hátt. Hver ber ábyrgð á þjóð sem þyngist? Sonja Gústafsdóttir hefur ýmis ráð í pokahorninu til að efla heilsu landans Sonja Gústafsdóttir » Þjóðin er að þyngj- ast þrátt fyrir að al- menn þekking á heilsu- samlegu lífi, t.d. neyslu fjölbreyttrar fæðu og reglulegri hreyfingu, megi teljast góð. Höfundur er iðjuþjálfi með MSc- gráðu í Heilsueflingu og lýðheilsu (Health Promotion and Public Health) frá Brunel University, West London.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.