Morgunblaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 38
38 Bækur MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008 Handbók með ítarlegum upplýsingum, kortum o.fl. fylgir. Fæst hjá N1, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is Skeifan, Smáralind, Kringlan, Hafnarfjörður, Selfoss, Vestmannaeyjar, Egilsstaðir, Akureyri, Ísafjörður Tilboðin gilda frá 21.12.08 til og með 24.12.08. Til þess að koma í veg fyrir að samkeppnisaðilar nýti sér tilboðin til innkaupa fyrir eigin verslanir má hver og einn viðskiptavinur aðeins versla þrjár bækur af einstaka titli. Aðeins 1.995kr. áður 3.990 kr. sparaðu 50% Aðeins 2.440kr. áður 4.880 kr. sparaðu 50% Aðeins 2.440kr. áður 4.880 kr. sparaðu 50% Aðeins 1.880kr. áður 3.760 kr. sparaðu 50% Aðeins 1.495kr. áður 2.990 kr. sparaðu 50% Aðeins 2.345kr. áður 4.690 kr. sparaðu 50% Aðeins 2.345kr. áður 4.690 kr. sparaðu 50% sparaðu 50% Aðeins 940kr. áður 1.880 kr. Aðeins 2.995kr. áður 5.990 kr. sparaðu 50% L angá á Mýrum heitir ný- útkomin bók um eina þekktustu laxveiðiá lands- ins. Ritstjóri hennar er Guðmundur Guðjónsson, en ljósmyndari og myndstjóri er Einar Falur Ingólfsson. Þeir Guð- mundur og Einar Falur gáfu út bók um Laxá í Kjós og Bugðu í fyrra og næsta viðfangsefni er Grímsá í Borgarfirði. Í upphafsgrein bókarinnar rekur Guðmundur sögu stangaveiði í Langá, sem nær allt aftur fyrir aldamótin 1900. Þar segir m.a. af enskri hefðarfrú, Walterinu Favor- etta Kennard, sem keypti ána og veiðihúsið árið 1923. „Frú Kennard og veiðifélagar hennar komu sjó- leiðina frá Englandi um miðjan júní ár hvert. Frúin dvaldi þá sjálf yfirleitt allt sumarið með dætrum sínum, en í lok júlí eða byrjun ágúst voru hollaskipti veiðimanna, vorhópurinn fór og hausthópurinn kom og veiddi fram í september. Á þessum árum var eiginmaður frú Kennard með Grímsá á leigu og hafði hún það fyrir sið að heim- sækja hann einn dag í hverri viku. Þannig liðu árin undir stjórn frúarinnar sem byggði setustofu við húsið árið 1927. Heimamenn báru mikla virðingu fyrir frú Kennard og kölluðu veiðihúsið og viðbyggingar þess ensku húsin. Starfslið frú Kennard samanstóð af ráðskonu, vinnustúlkum og leið- sögumönnum sem allt voru Íslend- ingar, en jafnframt hélt hún yf- irleitt enska þjóna. Haustið 1939 skall síðari heimsstyrjöldin á og frú Kennard bjó sig til vetursetu. Lét hún m.a. setja upp kabyssu í eldhúsið og bjó í haginn svo hún gæti dvalist við ána á meðan stríð- ið stæði. Breski sendiherrann lét hins vegar sækja hana og flytja til Englands ásamt öðrum breskum þegnum þá um haustið. Frú Kenn- ard átti aldrei afturkvæmt í veiði- húsið við Langá og seldi árið 1944 umboðsmanni sínum hérlendis, Geir Zoëga stórkaupmanni, veiði- húsið og veiðirétt sinn í Langá.“ Jóhannes Guðmundsson á Ána- brekku keypti veiðiréttindi Geirs og veiðihúsið í áföngum á árunum 1943 til 1967. „Þessi kaup byggð- ust á lax- og silungsveiði-lögunum sem sett voru árið 1936, en þau veittu landeigendum rétt til að leysa til sín veiði á matsverði. Frá árinu 1960 hefur Jóhannes og síðar fjölskylda hans rekið veiðihúsið sem allt til ársins 1998 þjónaði ánni. Nú hefur hins vegar verið byggt stærra hús til þeirra nota.“ Langá var lengst af leigð út í bútum, þ.e.a.s. leigð út eða nýtt af eigendum. „Árið 1998 var áin boðin út í heilu lagi í fyrsta skipti og buðu þá hæst og fengu fjölskylda Ingva Hrafns Jónssonar,“ skrifar Guðmundur. „Nú, þegar þetta er ritað að hausti 2008, hafa Ingvi Hrafn og fjölskylda hans dregið sig í hlé eftir tuttugu ára farsælan rekstur árinnar. Skemmtilegt fyrir þau að á þessum tímamótum skuli áin hafa skilað nærfellt 3.000 löx- um í veiði og glæsilegu meti. Nýir leigutakar sem taka við ánni frá og með sumrinu 2009 eru fyrirtækið Lax ehf. sem farið hefur mikinn síðustu árin og leigt ýmsar af bestu laxveiðiám landsins, m.a. Laxá í Kjós og Grímsá.“ Merlar eins og áin Í bókinni um Langá á Mýrum eru hafðar sögur eftir Gunnari Má Haukssyni. Hann er sonur Hauks Hefðarfrúr og h Barátta Einn af löxum Langár dreginn að landi. Veiðistaðurinn er Strengir. Grimms-ævintýrið Mjallhvít og dvergarnir sjö, fyrsta teiknimyndin í fullri lengd sem framleidd var í heiminum, var frumsýnd í Carthay Circle kvikmyndahúsinu í Los Ang- eles 21. desember 1937. Walt Disn- ey hóf framleiðslu myndarinnar í ársbyrjun 1934, en hann hafði áður gert stuttar teiknimyndir um Mikka mús og nokkrar í seríu, sem kölluð var Silly Symphonies, eða Kjánalegar sinfóníur. Með mynd- inni hugðist Disney auka bæði orðstír fyrirtækis síns og tekjur. Hann gerði ráð fyrir að Mjallhvít og dvergarnir sjö kostaði 250 þús- und dollara í framleiðslu, tíu sinn- um meira en einn þáttur af Kjána- legu sinfóníunum. Eitthvað misreiknaði hann sig í fjárhags- áætluninni því hann neyddist m.a. til að veðsetja húsið sitt til að halda framleiðslunni gangandi. Þegar upp var staðið kostaði myndin enda 1,5 milljónir dollara. Raunar hafði hann þurft að berjast fyrir að hún yrði framleidd, því bróðir hans og mágkona, Roy og Lillian, gerðu sitt ýtrasta til að fá hann ofan af til- tækinu. Lillian spáði því að ekki nokkur manneskja færi að borga svo mikið sem eitt sent fyrir að horfa á dvergamynd. Á fram- leiðslustiginu var talað um „heimskupar Disneys“ í kvik- myndabransanum og allir vissu við hvað var átt. En sá hlær best, sem síðast hlær. Gríðarlegur hagnaður varð af myndinni, met sem ekki var slegið fyrr en Á hverfanda hveli var Á þessum degi Reuters Framleiðandinn Walt Disney með einni frægustu teiknimyndafígúru sinni, Mikka mús. 21. DESEMBER 1937 FYRSTA TEIKNI- MYNDIN Í FULLRI LENGD FRUMSÝND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.