Morgunblaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 30
30 Tengsl MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008 nú á því að hafa þurft að velja sér starf þar sem væri klappað fyrir honum! Hann velur þetta einyrkjastarf sem síðan er fólgið í miklum fé- lagslegum samskiptum. Þegar kemur að samskiptum er hann líka drjúgur. Hann á góða vini og það fólk sem hann velur að umgangast er óskaplega vandað fólk og það er gaman að kynnast því. Hann hefur góð félagstengsl og ræktar þau. Leyfir lífinu að koma til sín Árni Heiðar hefur mikla tækni- lega færni, efnislega færni sem einkum hefur komið fram í fjöl- breyttum áhugamálum hans. Í fyrra var hann til dæmis ásamt Maríu Kristínu konu sinni á köf- unarnámskeiði suður í Asíu! Síðan Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Bjarni: „Þegar Árni Heiðar fæddist var ég 12 ára gamall. Ég var yngst- ur af þremur bræðrum og allt í einu var komið ungbarn á heimilið. Það er mikil menntun í því fólgin að fylgjast með manneskju frá fæð- ingu til fullorðinsára. Tilkoma hans inn í lífið hjá mér útvíkkar þannig lífsreynslu mína. Það eru mikil við- brigði þegar ungbarn kemur inn á heimilið, veröldin er ný af því að barn fæðist. Merkilegt að hugsa til þess einmitt núna þegar við erum með hugann við jólaguðspjallið. Fljótlega kom í ljós að það er hans eðli að skynja lífið á mörgum bylgjulengdum í einu. Hann sér alltaf svo víða og stóra mynd hvar sem hann er, þannig er hans göngulag í lífinu og nálgun við menn og málefni. Það er algjörlega ómetanlegt fyrir mig sem prest, sem er að reyna að skilja sam- félagið, að hafa aðgang að Árna Heiðari, því hann er í tengslum við kynslóð sem ég er ekki hluti af. Ég ber oft undir hann það sem ég er að hugsa og græði mikið á því að tala við hann. Hann hefur svo breitt sjónarhorn á lífið, er vel lesinn og hefur haldgóða heimspekiþekkingu. Þegar ég var að skrifa meist- araritgerðina mína var hann einn af þeim sem ég bar undir hvað ég var að hugsa og við áttum mörg og löng samtöl. Árni Heiðar er mikill hugs- uður og í raun flókið að lýsa honum sem karakter. Í mörgu í einu Þegar hann var krakki var hann að læra á píanó og óbó, hann var í barnaheimspeki, með fastan pistil í barnaútvarpi og var að bera út blöð. Hann var í svo mörgu í einu og hafði til viðbótar ekkert fyrir skólanum því hann er svo mikill námsmaður. Svo var hann í svif- flugi og stundaði seglbretti og æfði bæði sund og karate. Honum gekk vel í öllu en hann hættir ekki fyrr en hann nær árangri. Hann virðist sækja í einyrkjaviðfangefni. Þú ert einn í sviffluginu, í sundinu, við pí- anóið og einn að hugsa. Eldri bræður hans eru tveir læknar og svo einn prestur. Við ætluðumst náttúrulega til að hann færi í lögfræðina. Það hefði verið fullkomið fyrir fjölskyldumyndina! En hann ákvað að verða píanóleik- ari. Við bræðurnir stríddum honum hefur hann hugmyndafræðilega getu, getu til að leika með hugtök. Það má segja að hann sé flinkur jafnt á sviði efnis og anda, sem er sjaldgæft, en píanóleikurinn sem er hans aðalfag sameinar þetta tvennt. Hann leyfir sér það að fara ekki formlegar og viðurkenndar leiðir heldur taka slaginn við lífið og lifa af listinni og vera akademíker. Hann er alltaf að hugsa um og rannsaka lífið. Ef til vill er höfuðeinkenni Árna bróður það að hann skynjar lífið fagurfræðilega en til þess að gera það verður maður að standa annars vegar í heimi efnis og forms og hins vegar í heimi hugtakanna. Hann tekur sér stöðu og lifir sem rann- sakandi, leyfir lífinu að koma til sín. Þannig upplifi ég hann. Eitt af því góða sem foreldrar okkar gáfu okkur í uppeldinu var það að þau höfðu trú á okkur og gáfu okkur það frelsi að fara okkar eigin leiðir. Þau hvöttu okkur til að taka sjálfstæðar ákvarðanir og láta ekki tíðarandann stjórna okkur. Árni Heiðar er mjög ljúfur ein- staklingur þótt hann geti verið óvæginn við sjálfan sig. Hann hefur grundvallandi góðvilja og er sann- leiksleitandi. Hann ætlar ekki að sigra heiminn heldur að rannsaka hann. Hann er ekki gráðug sál. Hann hefur kjarkinn til að leyfa hugmyndunum að liggja í loftinu og skoða þær frá öllum hliðum. Það versta sem kemur fyrir í lífi guð- fræðings og prests er að vera þröngsýnn og Árni Heiðar hefur alltaf ögrað mér til að skoða alla skapaða hluti frá mörgum sjón- arhornum og ítrekað fengið mig til að endurskoða það sem fyrir mér hafa verið heilög sannindi.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Víðsýnn einyrki og hugsuður ‘‘HANN ER SANNLEIKS-LEITANDI. HANN ÆTLAREKKI AÐ SIGRA HEIMINNHELDUR AÐ RANNSAKA HANN. HANN ER EKKI GRÁÐUG SÁL. Bræðurnir Bjarni og Árni Heiðar Karlssynir eru andlega sinnaðir pælarar, þótt þeir hafi valið sér ólíkan starfs- feril. Annar stendur í prédikunarstól á meðan hinn situr við píanóið. TB W A\ R EY KJ AV ÍK \S ÍA \0 83 86 8 Allir sem eiga miða í desember 2009 geta átt von á sérstökum 75 milljóna króna vinningi sem dreginn verður út í seinni útdrætti þann mánuðinn. Númerið fer einu sinni í pottinn fyrir hvern greiddan mánuð, þannig að sért þú með strax frá upphafi árs, getur þú tólffaldað möguleikana. Nú fást miðar í sérstakri gjafaöskju á afmælissýningu okkar í Smáralind, hjá aðalumboði og umboðsmönnum um allt land. Gleddu vin og stuðlaðu um leið að uppbyggingu Háskólans. Svo getur þú auðvitað keypt einn fyrir þig í leiðinni! Nánari upplýsingar á sölustöðum, í síma 800 6611 eða á hhi.is. vænlegast til vinnings HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Gefur þú stærstu jólagjöfina í ár?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.