Morgunblaðið - 21.12.2008, Síða 8

Morgunblaðið - 21.12.2008, Síða 8
8 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008 NAFNIÐ Rhein-Neckar Löwen hef- ur ekki hljómað lengi í eyrum handknattleiksáhugamanna. Enda er það nýtilkomið og í raun fjórða nafnið á félaginu sem á sér ekki langa sögu í hópi bestu hand- boltaliða Þýskalands. Bakgrunnur liðsins liggur í tveimur litlum félögum, Kronau og Östringen, frá samnefndum bæj- um í suðvesturhluta Þýskalands, nánar tiltekið í héraðinu Baden- Württemberg. Þau léku jafnan í 2. eða 3. deild þýska handboltans. Árið 2002 voru þau sameinuð undir nafninu Kronau/Östringen og það hafði strax tilætluð áhrif því liðið stóð uppi sem sigurvegari í suðurriðli 2. deildar og var þar með komið í 1. deildina, efstu deildina í Þýskalandi. Kronau/Östringen féll reyndar á fyrsta ári en kom strax upp aftur og var á ný í hópi þeirra bestu haustið 2005. Frá þeim tíma hefur liðið ekki farið neðar en í 8. sæti 1. deildar og endaði í 4. sæti síðasta vetur. Fyrir ári var skipt um nafn, liðið heitir nú Rhein-Neckar Löwen og er jafnframt komið með aðset- ur í SAP-Arena, glæsilegri höll í Mannheim, sem rúmar 13 þúsund áhorfendur og var einn af leikstöð- unum í úrslitakeppni HM í janúar 2007. RN Löwen – nýtt nafn á nýlegu liði Árvakur/Golli Samherjar Ólafur og Guðjón Val- ur verða góðir saman hjá Löwen. Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is Þ að vakti talsverða athygli fyrr í vetur þegar danska smáliðið Albertslund/ Glostrup Håndbold gerði þriggja ára samning við Ólaf Stefánsson, einn besta handboltamann heims. Silf- urverðlaunahafinn frá Ólympíuleikunum og besti maður úrslitaleiks Meistaradeildar Evrópu í vor var á leið í þriðju efstu deildina í Danmörku, kannski þá næstefstu, til að spila með hálf- gerðum trimmurum og annars til þriðja flokks handboltamönnum í óþekktu félagi. Sem reyndar ætlaði sér risavaxna hluti á næstu árum, undir handleiðslu og fjármögnun vellauðugs skartgripasala, Jespers Nielsens. AG Håndbold átti að verða stórveldi í evrópskum handbolta á aðeins þremur árum. Til að setja þetta í samhengi væri þetta svipað og ef jafnaldri Ólafs, Ryan Giggs, hefði ákveðið að ljúka fótboltaferlinum með því að yfirgefa Manchester United og gera þriggja ára samning við Aftureldingu í Mosfellsbæ, með allri virðingu fyrir því ágæta félagi. Til stóð að Ólafur og fjölskylda flyttu til Kaup- mannahafnar á komandi sumri eftir giftusama dvöl hjá Ciudad Real, Spánar- og Evrópumeist- urunum, en þar hefur þessi magnaði hand- boltamaður safnað að sér öllum stærstu titlum íþróttarinnar á undanförnum árum. Aldrei þó eins og á árinu sem nú er að ljúka. Einstakt afrek í úrslitaleiknum Það afrek hans að skora 12 mörk í seinni úr- slitaleik Meistaradeildar Evrópu, gegn Þýska- landsmeisturum Kiel á þeirra eigin heimavelli, verður seint leikið eftir. Ólafur sneri þá vonlítilli stöðu Ciudad Real, eftir ósigur í heimaleiknum, upp í frækinn sigur og Evrópumeistaratitil. Þessi frammistaða Ólafs væri sambærileg við það ef Eiður Smári Guðjohnsen myndi skora þrennu fyrir Barcelona í úrslitaleik Meist- aradeildar Evrópu í fótbolta – gegn Manchester United – á Old Trafford. Ólafur varð markahæsti leikmaður Meist- aradeildar Evrópu 2007-2008 og kveður vænt- anlega Ciudad Real sem markahæsti leikmað- urinn félagsins í sögu þess í Evrópukeppni, og hefur það þó sankað að sér öllum helstu stjörn- um heimsins í seinni tíð. Þegar Ólympíusilfrinu er bætt við, og þætti Ólafs í þeim óvænta árangri íslenska landsliðs- ins, innan vallar sem utan, er ekki fjarri lagi að slá föstu að enginn íslenskur íþróttamaður hafi nokkru sinni átt slíkt keppnisár á ferli sínum. En þetta er útúrdúr. Mál Ólafs tóku nýja stefnu í vikunni þegar skartgripasalinn Nielsen, sem jafnframt er stór styrktaraðili knatt- spyrnuliðsins Bröndby, ákvað að taka boði þýska handknattleiksliðsins Rhein-Neckar Löwen um að gerast þar stjórnarmaður. Nielsen tilkynnti að hann hefði ákveðið að einbeita sér að því að gera Löwen að besta liði Evrópu, það væri mun raunhæfara verkefni en að AG Håndbold færi alla leið á toppinn eins og upphaflegar áætlanir hans voru. Og með í pakkanum hjá skartgripasalanum leyndist demantur því hann tilkynnti að það væri nánast frágengið að sjálfur Ólafur Stefánsson myndi koma með sér og leika með Rhein-Neckar Löwen næstu tvö árin. Endanlegrar ákvörðunar Ólafs er reyndar enn beðið og hvorki Löwen, AG Håndbold, Ciudad Real né Ólafur sjálfur höfðu fyrir helgina stað- fest fyrir fullt og fast að hann myndi gerast leik- maður með þýska liðinu. En út frá því virðist gengið af öllum aðilum og vistaskipti hans verða þá einhver þau stærstu í handboltaheiminum á komandi ári. Of gott til að vera satt? „Eiginlega er þetta of gott til að vera satt,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, samherji hans úr landsliði Íslands, við Morgunblaðið í vikunni. „Óli er eins og allir vita frábær leikmaður sem myndi styrkja okkar lið mikið. Að auki er hann ein- stakur persónuleiki sem gaman er að hafa ná- lægt sér,“ sagði Guðjón Valur sem sjálfur gekk til liðs við Löwen í sumar. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ólafur tekur nýja stefnu  Fer ekki í danska smáliðið AG Håndbold  Leikur væntanlega með þýska stórliðinu Rhein-Neckar Löwen næstu tvö árin  Demantur í pakka danska skartgripasalans Sigurvegari Ólafur Stef- ánsson fagnaði hverjum stóra sigrinum á fætur öðr- um á árinu 2008, með Ciudad Real og landsliði Íslands. Guðjón Valur Sigurðsson varfyrstur Íslendinga til að spila með Rhein-Neckar Löwen eftir að fé- lagið hóf að leika undir því nafni. Guðjón Valur kom til félagsins síð- asta sumar, frá Gummersbach. Hann er þar í fríðum flokki öflugra leik- manna. Í liði Löwen eru m.a. pólsku landsliðsmennirnir Grzegorz Tkac- zyk, Karol Bielecki, Mariusz Jurasik og Slawomir Szmal, þýsku landsliðs- mennirnir Henning Fritz, Oliver Roggisch, Christian Schwarzer og Andrej Klimovets, og tékkneski landsliðsmaðurinn Jan Filip. Guðmundur Hrafnkelsson, þáver-andi landsliðsmarkvörður Ís- lands, spilaði með liði Löwen í tvö ár, frá 2003-2005, þegar það hét Kronau/Östringen. Hann lék með því eitt ár í 1. deild og eitt í 2. deild. Gunnar Berg Viktorsson, sem nú spilar með Haukum, lék með liðinu frá 2004 til 2006, einnig sitt hvort árið í tveimur efstu deildunum. Löngu áður, eða um 1990, lék Karl Þráinsson, fyrrverandi landsliðs- maður, um skeið með liði Östringen í 3. deildinni, löngu áður en það sam- einaðist grannliðinu Kronau. Það eru auðkýfingurinn DietmarHopp og synir hans sem standa á bakvið handknattleiksliðið Rhein- Neckar Löwen og ætla að gera það að besta liði Evrópu. Þeir eiga eitt stærsta hugbúnaðarfyrirtæki heims, SAP, sem lætur sér ekki nægja eitt stórlið í einni íþrótta- grein. Feðgarnir eru líka fjárhags- legir bakhjarlar fyrir Hoffenheim, smáliðið sem hefur slegið í gegn í þýska fótboltanum í vetur og trónir þar á toppnum á sínu fyrsta ári í efstu deild. Íshokkíliðið Adler Mann- heim er þriðja hjólið undir vagninum en það varð bæði þýskur meistari og bikarmeistari árið 2007. Rhein Neckar Löwen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.