Morgunblaðið - 21.12.2008, Page 43

Morgunblaðið - 21.12.2008, Page 43
verið skorin upp við botnlanga- bólgu. Hún var skorin í Jemen á kvennafrídaginn 24. október, á stofndegi Hinna sameinuðu þjóða, og okkur fannst það allmerkilegt þegar læknirinn kom með botnlang- ann úr henni í töng og veifaði hon- um. Okkur var uppálagt af læknum að koma strax eldsnemma með telp- una til að hún yrði fyrst á skurð- arborðið þann daginn því aðeins var þrifið á morgnana og síðan skorið upp allan daginn. Dóttir okkar var skorin upp fyrst hvítra manna á sjúkrahúsinu í Hodeidah. Sjúkra- húsvistin var aðeins ein nótt og það í herbergisafdrepi hjá hjúkr- unarkonum frá Kanada. Læknirinn sem skar hana var írsk kona. Hjúkrunarkonurnar tóku hana að sér af því að hún fékk lítinn frið fyr- ir innfæddum í fjórtán manna sjúkrastofu, þar sem líka voru karl- ar sem sóttust í að toga í hvítt hár telpunnar, slíkur háralitur er væg- ast sagt óvenjulegur þar og svo var mikið af moskítóflugum. Í Kenía jafnaði dóttirin sig fljótt á sínum veikindum en ég var í hálft ár veikur. Ákveðið var að við færum til Íslands eftir nánaðardvöl í Naí- róbí. Áður fórum við til Jemens og gengum frá okkar heimili sem hafði verið sl. tvö ár. Heim fórum við svo í gegnum Róm, þar sem þá voru höfuðstöðvar FAO. Starf í Kenía Á vegum Þróunarstofnunar Ís- lands fór ég svo nokkru síðar með fjölskyldu mína til Kenía þar sem ég var fyrsti fasti starfsmaðurinn. Ég starfaði í Kenía í fjögur ár og starfið var fólgið í skipstjórn, veið- um, vinnslu, kennslu, sölumennsku á fiskafurðum, ásamt rannsóknum. Svona hafði þetta líka verið í Jem- en. Ég starfrækti eins konar stýri- mannaskóla heima í stofu, þar kenndi ég einfalda siglingafræði. Trollviðgerðir og uppsetning fór fram í garðinum við húsið okkar og skipshöfnin varð okkur náin. Einn úr skipshöfninni heitir Francis Muhja. Honum kom ég síðar til náms í Hull og í vinnu á breskum togara. Hann og kona hans komu sér vel áfram við smábúðarekstur og fleira í Kenía. Dvölin í Kenía er einn eft- irminnilegasti tími ævi minnar, oft erfið en samt vel þess virði. Til Hull fluttum við svo þegar yngsta barnið okkar Hlynur Fannar var tveggja ára eða í lok febrúar 1986 og þar höfum við búið síðan. Ég byrjaði að vinna þar hjá stórfyr- irtækinu J. Marr and Sons við inn- flutning og sölu á ferskum íslensk- um fiski. Eftir hálft ár buðu þeir mér að eignast helminginn í ís- lensku viðskiptunum hjá fyrirtæk- inu. Eftir það var fyrirtækið nefnt Gislason and Marr Ltd. En síðustu fjórtán árin hef ég rekið mitt eigið fyrirtæki, Gislason Fish Selling Ltd.“ Ertu orðinn Breti? „Þrátt fyrir 20 ára veru í Eng- landi er ég varla orðinn Breti þótt mig dreymi raunar á ensku nú orð- ið. Þess má geta að sonur okkar Hlynur Fannar, sem varnýlega að ljúka mastersgráðu í lögfræði og stjórnmálafræði, hefur breytt nafni sínu til samræmis við breskt sam- félag og heitir Jack Byron. Þetta gerði hann vegna þess að fyrra nafnið hans var erfitt í munni bæði kennara hans og skólafélaga.“ Þannig að þið eruð ekkert á leið heim til Íslands? „Nei, trúlega ekki að óbreyttu. En við komum hingað eins oft og þurfa þykir. Eldri börnin okkar búa á Íslandi; Gísli Rúnar, sem er með masterspróf í viðskiptafræði, starfar hjá Símanum og dóttir okkar Hel- ena Líndal er lyfjafræðingur og starfar hjá Ríkisspítölum við Hring- braut. Hún starfaði lengi hjá banda- rísku lyfjafyrirtæki. Barnabörnin eru orðin fimm.“ Í HNOTSKURN »Helena, kona Baldvins,starfaði m.a. sem sjálf- boðaliði í blindraskólum í Kenía en sér nú um bókhald í fyrirtæki þeirra hjóna í Hull. „Ekkert hefði gerst án henn- ar,“ segir Baldvin um konu sína. »Fyrirtækið Gislason FishSelling Ltd. verslar með frosinn fisk og flytur hann til Bretlands frá Íslandi, Rúss- landi, Póllandi og Kína og selur hann unninn innan Bretlands og á meginland Evrópu. Troll Unnið að kennslu við trolluppsetningu í Kenya við íbúðarhús Baldvin. 43 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008 Í Jemen ferðaðist Baldvin mikið og gerði við utanborðs- mótora hjá innfæddum. „Þetta var mjög frumstætt samfélag þegar við komum þangað 1978. Landið var þá nýlega opnað fyrir Vesturland- aþjóðum. Mér er í minni þegar yfirmenn mínir hjá FAO komu og fóru í sjóferð með mér og skipið Orion, sem ég stjórn- aði, var kyrrsett í Salif, sem er lítill hafnar- og saltnámu- bær. Við sem á skipinu vorum sættum fangavist næturlangt og var hótað að skjóta okkur ef reynt yrði að setja vél skipsins í gang eða taka upp akkeri þess. Ég sá varðmenn- ina í myrkrinu ganga um á bryggjusporðinum, það glóði á logandi sígarettur þeirra.“ Hvaða áhrif hafði það á hjónabandið og fjölskyldulífið að vera í þessum fjarlægu löndum? „Alls ekki slæmt. Börnin okkar telja ekki að við höfum skemmt fyrir þeim með þess- um ævintýrum heldur þvert á móti, þeim gekk afar vel í námi þar og síðar. Eldri börnin urðu mjög samrýnd vegna að- stæðnanna og við hjónin líka. Ýmislegt kom okkur á óvart í byrjun, svo sem að hafa vinnufólk og garðyrkjumenn. Við vorum hins vegar fljót að afvenjast þeim lífsháttum þegar heim til Íslands var komið og einnig eftir að við fluttum til Hull.“ Störfin í Jemen Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni ,magnar upp daginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.