Morgunblaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 37
ar við höfðum tjaldað en það kom sér vel að Steve var með í för en hann talar svolitla kín- versku.“ Ákvað að ferðast einn Þegar komið var til borgarinnar Datong urðu vatnaskil. Jón Bjarki tjáði félögum sínum að nú ætlaði hann að ferðast einn. „Ég veit ekki hvað gerðist, félagsskapurinn var mjög góður, en ég bara fann að ég þurfti að slíta mig frá hópnum. Það var undarleg tilfinning að kveðja strákana og keyra einn síns liðs út í hið óþekkta. Með suð- ið frá hjólinu í eyrunum.“ Gamla góða krónan dugði vel í veskinu – enda sterkari þá. Jón Bjarki bendir líka á, að afar ódýrt sé að ferðast um Kína. Ekki var óalgengt að hann keypti sér gistingu á andvirði 30 ís- lenskra króna enda þótt fletin væru stundum úr steinsteypu. Þar kom að þríhjólið gerðist Jóni Bjarka hvimleitt. Var alltaf að bila. Það endaði með því að hann gaf það manni sem vísað hafði honum á rútustöð. „Ég ætlaði raunar að selja það en fannst svo ekki taka því. Maðurinn þóttist hafa himin höndum tekið og ljómaði allur þegar hann ók í burtu. Ég gat ekki varist brosi þegar ég las áletrunina sem ég hafði sett aftan á hjólið: Á leið til Íslands!“ Jón Bjarki hafði fengið nóg af flandri um stund og hélt því aftur til Peking. Þar hvíldi hann lúin bein í góðu yfirlæti uns fundum þeirra ferðafélaga bar aftur saman. Jón Bjarki var þá búinn að vera einn í um mánuð. Drifu félagarnir hann af stað aftur. Lék jólasvein fyrir börnin Nú leið að jólum og félagarnir fengu þá hug- mynd að safna saman þrettán manna hópi og leika jólasveina í kínverskum þorpum. Syngja fyrir börnin og færa þeim gjafir. Segir Jón Bjarki það hafa verið ógleymanlega lífsreynslu enda hafi þakklætið stafað af börnunum. „Ég mun seint gleyma þessum jólum.“ Í ársbyrjun 2006 var haldið til Víetnams, þar sem hópurinn skoðaði sig m.a. um á hálendinu. Eftirminnilegasta atvikið þaðan var þegar bóndi nokkur flaðraði eins og hundur upp um Steve. „Hann sýndi okkur mynd af manni, sem sann- arlega líktist Steve, og mun hann hafa hjálpað honum við að reisa hús á sínum tíma. Það skipti engum togum að maðurinn dró okkur heim til sín, slátraði kjúklingi og efndi til dýrindis veislu. Við gistum svo hjá honum í góðu yfirlæti og sáum enga ástæðu til að leiðrétta misskilning- inn,“ segir sögumaður hlæjandi. Þegar komið var til Ho Chi Minh-borgar (áð- ur Saigon) skildi leiðir. Yaya var að vísu áður genginn úr skaftinu en Johnny og Steve ákváðu að verða eftir í Víetnam þar sem þeir fengu vinnu sem sjálfboðaliðar á munaðarleys- ingjahæli. Jón Bjarki og Sigurður héldu til Kambódíu. Minnstu munaði þó að þeim yrði ekki hleypt inn í landið því landamæravörðurinn hafði mikl- ar efasemdir um tilvist þessa undarlega lands, Íslands, sem getið var um í vegabréfunum. „Hann dró okkur inn í hliðarherbergi og bað okkur að benda á Ísland á landakorti. Til allrar hamingju var það á kortinu.“ Í Kambódíu ákváðu tvímenningarnir að láta gott af sér leiða og hófu að kenna börnum og munkum ensku í sjálfboðavinnu. Enginn skort- ur var ennþá á fé. Í Kambódíu kynntist Jón Bjarki líka ástralskri stúlku, Miu, sem síðar átti eftir að koma meira við hans sögu enda þótt leiðir skildi eftir aðeins nokkra daga í það skipt- ið. Sáu Sigur Rós í Hong Kong Laós og Taíland voru næstu áningarstaðir fé- laganna en síðarnefnda landið er, að sögn Jóns Bjarka, Mekka bakpokaferðalanganna. „Það er dálítið geggjað þegar búið er að markaðssetja bakpokaferðalagið en það var gaman að koma til Taílands og við hittum alls konar fólk þar.“ Í Taílandi fréttu þeir að Sigur Rós væri á tón- leikaferðalagi um Asíu og ákváðu að skella sér á tónleika með þeirri ágætu sveit í Hong Kong. Þar komu m.a. Johnny og Steve til móts við þá. „Það var gríðarlegur fjöldi á tónleikunum og engu er logið um vinsældir Sigur Rósar á þess- um slóðum.“ Hann segir stemninguna hafa verið talsvert öðruvísi í Hong Kong. „Fyrir það fyrsta vorum við ekki lengur „ríka fólkið“ enda þótt við vær- um engir fátæklingar heldur. Hong Kong er al- gjör suðupottur. Það er margt í gangi.“ Frá Hong Kong hélt Jón Bjarki einn síns liðs aftur til Kína. Hann langaði að skoða suðurhluta landsins betur, auk þess sem Peking togaði í hann. Þarna skildi leiðir þeirra Johnnys en hann hafði þá kynnst kínverskri stúlku sem býr með honum í Lundúnum í dag. „Það urðu breytingar á högum okkar flestra meðan á þessu ferðalagi stóð.“ Komust í hann krappan Sigurður kom til móts við Jón Bjarka í Laós og tóku þeir þá ákvörðun um að stefna skónum heim í áföngum enda pyngjan loks tekin að létt- ast. Fyrst var flogið til Indlands og á flugvell- inum í Delí komust þeir í fyrsta skipti í ferðinni í hann krappan. Afar geðþekkur leigubílstjóri bauð þeim far en þegar á reyndi voru almenni- legheitin ekkert nema uppgerð. Ók hann með Jón Bjarka og Sigurð inn í fátækrahverfi og vís- aði þeim þar inn á ferðaskrifstofu sem væri svo sem ekki í frásögur færandi hefði klukkan ekki verið þrjú að nóttu. „Við skynjuðum að maðkur var í mysunni og fengum það staðfest þegar okkur var boðin gisting á kr. 20 þúsund hvorum. Vildum við það ekki stóð til boða að taka rútu til Kasmír á kr. 60 þúsund. Það var nótt og þeir ætluðu sér augljóslega að hagnast á því að við þekktum ekki borgina. Við höfðum engan veg- inn efni á þessu og eftir dúk og disk samþykkti bílstjórinn að keyra okkur burt. Við fengum hann svo til að nema staðar við næsta hótel sem við komum auga á og láta okkur út. Við losn- uðum þó ekki við hann fyrr en við höfðum greitt tvöfalt verð. Þá hafði hann hótað okkur öllu illu. Þetta var fyrsta og eina skipulagða svindlið sem við urðum fyrir í ferðinni.“ Jón Bjarki kveðst hafa orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með Indland. Lyktin sé víða skelfi- leg og undarlegt að sjá hina heilögu skepnu, kúna, ráfandi um götur. Þá sé áreitið mikið. Há- punktur ferðarinnar var þegar þeir komu í heimabæ Dalaí Lama, Dharamshala. Fann mikinn frið í Pakistan Jóni Bjarka leist mun betur á sig í Pakistan. „Stjórnmálaástandið þar er ekkert til að hrópa húrra fyrir og auðvitað má gagnrýna ýmislegt, svo sem kúgun kvenna, en fólkið er alveg ynd- islegt. Við vorum þarna í sex vikur og það er ljóst að dregin er upp ákaflega brengluð mynd af þessu landi í fréttum á Vesturlöndum. Ég fann mikinn frið í Pakistan.“ Pervez Musharraf var forseti landsins á þess- um tíma og leit Jón Bjarki hann augum á póló- móti. „Þetta var lítið og friðsælt mót alveg þangað til Musharraf birtist. Þá myndaðist gríð- arleg spenna sem létti ekki fyrr en hann var far- inn. Þetta var eins og svart og hvítt.“ Á leiðinni í lest frá Pakistan til Írans veiktist Jón Bjarki heiftarlega, ofþornaði í gríðarlegum hitanum. Segir hann það hafa verið algjöra mar- tröð en hann hresstist um síðir. Lestin fór ekki alla leið af ótta við hermdarverk og óku fé- lagarnir síðast spölinn til Írans á pallbíl sem þeir tóku á leigu. „Okkur skilst að sprengju- hætta hafi verið yfirvofandi þarna en í raun kipptum við okkur ekki upp við það. Þarna vor- um við komnir á það stig að ekkert kom okkur lengur á óvart. Maður hefði sjálfsagt orðið log- andi hræddur við þessar aðstæður hér heima.“ Hann kveðst hafa upplifað Íran með áþekkum hætti og Pakistan. Fólkið sé höfðingjar heim að sækja. „Mér fannst ég aldrei vera í hættu á þessum stöðum.“ Erfitt að skipta um gír Síðasti áningarstaðurinn fyrir heimkomuna var Tyrkland en um miðjan september 2006 lauk þessu þrettán mánaða langa ferðalagi um Asíu. Jón Bjarki kom heim reynslunni ríkari og hafði engin áform um annað en vera um kyrrt. Það fór á annan veg. „Mér reyndist erfitt að skipta um gír og þeg- ar leið á veturinn ágerðist útþráin. Vorið 2007 sendi hin ástralska vinkona mín, Mia, mér tölvu- póst og bað mig að koma um haustið að hitta sig í Skotlandi en við vorum búin að vera í miklu sambandi frá því leiðir skildi í Kambódíu. Ég fór utan um haustið og hitti hana að vísu í London en þangað var hún þá komin. Þá höfðum við ekki sést í hálft annað ár.“ Tengingin var strax sterk og Jón Bjarki og Mia ákváðu þar og þá að kaupa sér flugmiða til Kína. „Ég vissi að við gætum fengið vinnu við að kenna ensku í Peking og þangað var förinni heitið.“ Það gekk eftir, Jón Bjarki og Mia tóku íbúð á leigu og drógu fram lífið með kennslu. Nemendurnir voru á öllum aldri, allt frá fimm ára börnum upp í háskólakennara. Fannst ég þurfa að fara heim Jón Bjarki segir þetta hafa gengið vel en þeg- ar kom fram á vorið breytti hann um stefnu. „Mér fannst eins og ég þyrfti að fara heim. Ég veit ekki hvað það var en mér var farið að þykja erfiðara og erfiðara að vera í Kína. Ég er af- skaplega ósáttur við afstöðu stjórnvalda lands- ins til Tíbets og það er reglulega gremjulegt að horfa upp á fjölmiðla segja bara hálfa söguna. Ég hef kynnst fjölda fólks sem trúir því ekki að nokkur maður hafi týnt lífi á Torgi hins him- neska friðar um árið.“ Þau Mia luku sínum skyldum en lögðust svo um tíma í flakk um landið áður en þau héldu á ný hvort í sína áttina. Mia sneri heim til Ástr- alíu, þar sem hún leggur nú stund á há- skólanám. „Við erum enn í góðu sambandi, þótt við séum ekki lengur par. Við Mia munum ef- laust hittast aftur. Það er bara spurning undir hvaða formerkjum það verður.“ Sjálfur fékk Jón Bjarki vinnu hér heima við heimkomuna í júní síðastliðnum – á DV. Eins og frægt er. u í allar áttir Morgunblaðið/Golli fúsir og gestrisnir. „Það er fegurðin í þessu.“ Hreindýrafólkið Jón Bjarki kunni afar vel við sig innan um hirðingja í Mongólíu. Vígalegur Jón Bjarki bregður á leik með her- mönnum sem urðu á vegi hans í Pakistan. Þríhjólið góða Á þessu ágæta farartæki ferðað- ist Jón Bjarki um Kína þvert og endilangt. 37 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.