Morgunblaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 63
Velvakandi 63 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008 Lögga, læknir og lögfræðingur Kippan ÞÚ GETUR EKKI SANNAÐ NEITT AF ÞESSU ÉG VEIT... EN VINUR MINN ER Á LEIÐINNI, OG ÞEGAR HANN KEMUR ER LEIKURINN BÚINN HANN ÞARF ENGAR SANNANIR! HANN BARA VEIT HVAÐ ÞÚ HEFUR GERT. HANN VEIT HVORT ÞÚ HEFUR VERIÐ ÞÆGUR EÐA ÓÞÆGUR JÓLASVEINNINN ER Á LEIÐINNI SETJA Í KÖRFU KONAN MÍN ER AÐ LÍTA Í BÚÐARGLUGGANA ÞAÐ ER BANNAÐ AÐ NOTA SÁPU HÉRNA! ÉG MÁ EKKI KOMA ÚT AÐ LEIKA. ÉG Á EFTIR AÐ VERSLA Í MATINN BJÖRN HAFÐI HLAKKAÐ TIL AÐ LEGGJAST Í HEITT BAÐIÐ EFTIR ERFIÐAN VINNUDAG, EN MAÐUR FÆR EKKI ALLAF ÞAÐ SEM MAÐUR VILL HVERT FÓR ÍSBJÖRNINN? Á Jólatónleikum Tónlistarskóla Seyðisfjarðar komu allflestir nemendurnir fram og spiluðu ýmis jólalög. Nemendur skólans hafa leikið vítt og breitt um bæjinn bæði fyrir leikskólann og sjúkrahúsið, en á Þorláksmessu mun Lúðrasveit skólans spila við verslanir bæjarins. Jólatónleikar á Seyðisfirði Sigurstjarnan VERSLUNIN „Sig- urstjarnan“ var til húsa í Faxafeni, einu af „bláu húsunum“, rétt hjá versl- uninni „Betra bak“. Hún er nú hætt og kvenfata- verslun komin í staðinn. Af sérstökum ástæðum er nauðsyn að komast í samband við fyrrverandi eiganda Sigurstjörn- unnar. Ef einhver gæti upplýst um nafn og síma- númer fyrrverandi eig- anda, sem ég held að heiti Ásdís, væri það al- veg frábært. Best væri ef eigandinn hefði sjálf samband. Vin- samlega hringið í síma 822-7799 eða skrifið á eftirfarandi netfang: sigu- ar@gmail.com. Kata. Vinsældir félags- og tryggingamálaráðherra Í Morgunblaðinu 11. des. er birt enn ein könnunin um vinsældir og óvin- sældir helstu ráðamanna. Enn og aftur trónir félags- og trygginga- málaráðherra á toppnum, en 64% í könnuninni segjast treysta henni best. Það er gott og blessað og allt það. En samkvæmt því eru 36% sem treysta henni ekki, og hverjir ætli það séu? Ég skal svara því, það eru að mestu leyti öryrkjar og aðrir líf- eyrisþegar. Hvers vegna? Jú, í mínu tilviki tala staðreyndirnar þannig að á næsta ári munu örorkubætur mín- ar skerðast um 15 þúsund á mánuði vegna áætlana lífeyrissjóðstekna ársins 2009. Örorkubætur annarra lífeyrisþega sem eru einungis með lífeyrissjóðstekjur munu skerðast mismikið eftir því hvað þeir eru með miklar lífeyrissjóðstekjur næsta ár samkvæmt tekjuáætlun Trygg- ingastofnunar. Þeir öryrkjar sem geta unnið og eru á vinnumarkaði mega hafa hundrað þúsund í mán- aðarlaun án þess að örorkubætur skerðist nokkuð. Þannig á það ein- mitt að vera gagnvart þeim ör- yrkjum sem geta ekki unnið eða fá ekki vinnu. Það er réttlætiskrafa að allir þeir öryrkjar sem eru eingöngu með lífeyrissjóðstekjur hafi hundrað þúsund króna frítekjumark gagn- vart tekjutengingum Trygg- ingastofnunar, að öðrum kosti er verið að mismuna um 7-8 þúsund ör- yrkjum verulega og félags- og tryggingamálaráðherra, sem er svo vinsæl, hefur margoft sagt í fjöl- miðlum að það ætti við fyrsta tæki- færi að afnema samspil lífeyristekna og örorkubóta Tryggingastofnunar. Hvenær þetta verður gert segir hún ekki, það verður allavega ekki fyrir áramót. Á sama tíma og öryrkjar horfa upp á skerðingu örorkubóta nú strax í janúar eru allir almennir launþegar í landinu að hækka í launum um 20 þúsund krón- ur á mánuði strax í janúar. Eftir því sem ég best veit áttu ör- yrkjar að fylgja tekjuhækkunum á almenna vinnumark- aðnum og fá 20 þús- und króna hækkun 1. jan. en félagsmála- ráðherra breytti þeim vinnureglum 1. febrúar 2008. Fyrir þetta fær hún vin- sældir 64% að- spurðra í skoð- anakönnunum. Ég skora á þá sem gera þessar skoð- anakannanir að hringja eingöngu í okkur öryrkjana í landinu næst og þá skulum við sjá til hvað félags- og tryggingamálaráðherra er virkilega vinsæl. Lífeyrisþegi. Söngurinn gleður og göfgar VIRKNI í félagsstarfi er flestum viss nauðsyn og þá ekki sízt þegar æviárum fjölgar og aldurinn segir til sín á svo margvíslegan máta. Sam- veran ein, samkenndin um leið, það að deila einhverju með öðrum er andlega holl heilsubót og gefur fólki mikið. Áhugamálin eru mörg og margvísleg, það sem einum hentar hæfir ekki öðrum svo sem raunin er almennt í lífinu. Einmanakenndin á ekki að eiga neitt griðland í raun, því hið fornkveðna gildir ætíð að maður sé manns gaman og aldrei eru þessi sannindi augljósari og þýðing- armeiri en þegar heilsu hrakar og fótur fúnar. Þarna gegna félög eldri borgara þýðingarmiklu hlutverki og FEB í Reykjavík lætur sitt ekki eftir liggja. Aðeins skal vikið að einum hinna ótalmörgu þátta í starfi félags- ins. Sagt er að söngurinn gleðji hjartað og göfgi hugarfarið. Ég hygg að þetta séu allmikil sannindi og svo mikið er víst að það ágæta fólk sem syngur með okkur Sigurði Jónssyni annan hvern miðvikudag frá hausti til vors færir okkur ærna hamingju í hjarta og við vonum sannarlega að hið sama gildi um þá tugi er þarna koma saman hvern söngvökudag og eiga sér gleðistund í tærum tónum. Við sendum öllu þessu ágæta fólki sem og ljómandi starfsfólki FEB hugheilar óskir um gleðileg jól og gnótt gæfu á komandi ári og þökk- um gjöfular samverustundir. Hinn 7. janúar fögnum við svo nýju ári með svellandi glöðum söng. Helgi Seljan.     Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Háteigskirkja - starf eldri borgara | Félagsvist mánudag kl. 13, stund í kirkj- unni miðvikudag kl. 11, súpa í hádeginu, brids kl. 13, bridsaðstoð fyrir dömur föstudag kl. 13. Hraunbær 105 | Þorláksmessuskata, munið að panta í skötuna fyrir hádegi á mánudag. Sigmundur Ernir hitar upp fyrir skötuna og les upp úr bók sinni Magneu kl. 11.30. Korpúlfar, Grafarvogi | Ganga frá Eg- islhöll á morgun kl. 10. Vesturgata 7 | Starfsfólk Félagsmið- stöðvarinnar á Vesturgötu 7 óskar gest- um og velunnurum gleðilegra jóla og far- sæls nýs árs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.