Morgunblaðið - 21.12.2008, Side 33

Morgunblaðið - 21.12.2008, Side 33
Jólasiðir 33 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008 Upp á síðkastið hafa fáarþjóðsagnapersónur tengd-ar jólunum verið jafn-umdeildar og Zwarte Piet, eða Svarti-Pétur, þeirra Hollendinga. Sjálfur er hann meinleysisgrey miðað við hana Grýlu okkar sem stingur óþekkum börnum í pokann sinn og enginn veit hvað um þau verður. Eða Krampus, hornótta djöfulinn, sem ógnar austurrískum börnum með ryðguðum keðjum og bjöllum og Knecht Ruprecht, ófrýnilegan skrögg, sem sums staðar í Þýskalandi er martröð óþekkra barna. Ólíkt þessum ískyggilegu fylgisveinum jólasveinanna í hinum ýmsu löndum er Svarti Pétur ljúfur og ávallt fylgi- spakur heilögum Nikulási, eða Sin- terklaas, eins og Hollendingar kalla jólasveininn sinn. Þótt Svarti-Pétur sé sérhollenskt fyrirbæri getur hann ekki talist hol- lenskur í húð og hár, því hann er dökkur á brún og brá og í alla staði afrískur útlits. Og þar liggur einmitt hundurinn grafinn. Margir sjá nú Svarta-Pétur einungis sem holdgerv- ing meints kynþáttahaturs Hollend- inga sem blundað hafi í þeim allar götur síðan þeir voru nýlenduherrar í ýmsum ríkjum Afríku og víðar. Pólitísk rétthugsun Leikritaskáldið Mark Walraven, sem skrifaði og setti á svið ádeilu- verkið Í skugga hins heilaga í Krater- leikhúsinu í Amsterdam, er einn þeirra. „Í sönglögum og ljóðum frá því fyrir seinni heimsstyrjöldina er hann oft kallaður þræll Sin- terklaas og ekki fer á milli mála að hann er tákn rasisma. Svarti-Pétur er alltaf gerður svolítið heimskur, klaufalegur og illa talandi á hollenska tungu,“ segir hann, en viðurkennir að sjálfur hafi hann leikið Svarta- Pétur og málað sig svartan í framan til að skemmta litlum börn- um. „Ekki eftir að ég hóf að vinna með blökkumönnum,“ bætir hann við. Boðskapur leikritsins, sem hefur fallið í góðan jarðveg hjá innflytj- endum, er að Sinterklaas standi vel fyrir sínu án Svarta Péturs. Á spiegel.de/international kemur fram að flestir Hollendingar séu á öndverðum meiði. Þeim finnst Svarti- Pétur ómissandi og af og frá að hann spegli kynþáttahatur. Sumir taka djúpt í árinni að segja gagnrýnendur hreinlega heyja stríð gegn jólunum. Umræðurnar hafa dregið dilk á eftir sér. Mótmælum gegn Svarta- Pétri, sem efna átti til í Eindoven í september, var aflýst eftir að skipu- leggjendur fengu morðhótanir. Í Flæmingjahéraði í Belgíu, gripu íbú- arnir, sem eru hollenskumælandi, til þess ráðs að breyta hefðinni; þeir létu Sinterklaas vera svartan á hörund, en Svarta Pétur hvítan! Tiltækið þótti mörgum benda til að þar á bæ hafi menn eitthvað misskilið hugmyndina um pólitíska rétthugsun. Aðstoðarmaður Walraven er með aðra uppástungu: Nefnilega að Strumparnir leysi Svarta-Pétur af hólmi, enda ekki síður vinsælir í Hol- landi og Belgíu. Í ljósi pólitískrar rétthugsunar kann sú hugmynd líka að orka tvímælis. Heilagur Nikulás og Santa Claus Ólíkt ameríska jólasveininum, Santa Claus, sem á heima á norðurpólnum og ferðast um heiminn á sleða, dregnum af hreindýrum, býr Sin- terklaas suður á Spáni og siglir með gufuskipi til Hollands – ásamt fylgisveini sínum Svarta-Pétri. Báðir eru jóla- sveinarnir táknmynd- ir heilags Nikulásar biskups frá borginni Mýru á suðvesturhluta Litlu-Asíu, sem dó um 350, og síðar varð vernd- ardýrlingur barna og sjómanna. Hann er líka nefndur forfaðir al- þjóðlega jólasveinsins. Rauð kápa og húfa jólasveinsins eru sagðar draga dám af biskupskápu heilags Nikulásar. Hollenski jóla- sveinninn, Sinterklaas, hefur varð- veitt þann búning mun betur en af- sprengi hans, ameríski jólasveinninn Santa Claus. Sá hefur tekið töluverð- um breytingum í aldanna rás, eða frá því hann fluttist með Hollendingum til Vesturheims á 17. öld, þar sem þeir reistu borgina New Amsterdam, sem síðar varð New York. Á 19. öld þegar Vesturfararnir tóku að senda ættingjum sínum í gömlu heimalöndunum jólakort með myndum af Santa Claus, brá þeim heldur betur í brún. Heilagur Nikulás hafði tekið stakkaskiptum svo um munaði. Santa Claus var engu að síð- ur aufúsugestur í Evrópu, þótt hol- lensk börn hafi alltaf tekið Sinterkla- as í hefðbundinni múnderingu heilags Nikulásar fram yfir hann. Ekki aðeins breyttist ásjóna og nafn Sinterklaas þegar hann kom til Bandaríkjanna heldur líka siðir hans og venjur, t.d. tók hann upp á því að gefa börnunum gjafir á jólunum en ekki 5. desember eins og hollenski jólasveinninn. Aðstoðarmönnum Sinterklaas hef- ur fjölgað töluvert í áranna rás og kemur hann nú æ oftar fram með fleiri en einum Svarta-Pétri. Sem hlýtur að vera ávísun á margföld vandræði – nema þeim verði breytt í hvíta …? vjon@mbl.is Verður Svarti-Pétur hvítur? Holland Sinterklass ásamt hinum umdeilda Svarta Pétri. Jólafylgisveinar Þjóðsagnapersónur tengdar jólunum er misfrýnilegar. Í Austurríki er Krampus, hornóttur djöfull, sem skelfir börn, hér á landi er Grýla, sem tekur óþægu börnin í pokann sinn og enginn veit um afdrif þeirra. Svarti Pétur, aðstoðarmaður hollenska jólasveinsins, Sinterklaas, er þó gæskan uppmáluð, en þeir búa á Spáni og koma árlega með gufuskipi til Hollands. Ljótur Knecht Ruprecht er ískyggilegur. ‘‘MARGIR SJÁ NÚSVARTA-PÉTUR EIN-UNGIS SEM HOLDGERV-ING MEINTS KYNÞÁTTA- HATURS HOLLENDINGA.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.