Morgunblaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 6
6 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008 Fyrir rúmri viku tilkynntu yfirvöld íSimbabve um útgáfu 500 millj- óna dala seðils sem jafngildir um átta Bandaríkjadölum. Á föstudag var svo gefinn út 10 milljarða dala seðill. Verg landsframleiðsla í Sim- babve hefur fallið á ári hverju frá því árið 2000 og fór árið 2003 niður um 10,4%. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að efnahagur landsins hafi skroppið saman um 6,1 % árið 2007. Verg landsframleiðsla á mann var talin um 200 Bandaríkjadalir árið 2007 en var um 900 dollarar árið 1990. Atvinnuleysi er talið yfir 90% og yfir 3 milljónir Simbabvemanna hafa flúið land í leit að vinnu og mat. Efnahagslíf Simbabve hefur skroppið hvað mest saman í heim- inum af löndum sem ekki eiga í stríði að mati Alþjóðabankans. Matvælaáætlun SÞ (WFP), semveitir yfir 100 milljónum manns um víða veröld húsaskjól og matavælaaðstoð, tilkynnti í vikunni að skera yrði verulega niður matvælaúthlutanir. WFP fór fram á 5,2 milljarða Bandaríkjadala frá alþjóðlegum styrkveitendum fyrir árið 2009 en hingað til hafa einungist borist um 500 milljónir dala. Það er afleiðing þess að rík- isstjórnir víða um heim skera nú niður fjárframlög til hjálp- arstarfsemi í ljósi fjármálakrepp- unnar. „Matvælaskortur er miklu meiri á heimsvísu en ég hefði nokkru sinni spáð fyrir um. Við bú- umst við því að fjármálakreppan muni auka þrýstinginn á berskjöld- uðustu íbúa heims,“ segir Josette Sheeran, framkvæmdastjóri WFP. Utanríkisráðherrar Norðurlandahafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir hneykslan á hinu alvarlega ástandi í Simbabve, sem fari versnandi dag frá degi. Þjáning íbúa Simabve hafi aukist með kólerufaraldrinum og þrátt fyr- ir að lækning sé til við sjúkdómnum hafi fjöldi manna látið lífið. Í yfirlýsingunni segir að yfirvöld í Simbabve beri ein ábyrgð á ástand- inu auk þess sem ofbeldi og hót- unum í garð stjórnarandstöðu- manna linni ekki. Ráðherrarnir skora á stjórn- arflokkinn Zanu-Pf og stjórnarand- stöðuflokkinn MDC að reyna að ná samkomulagi um myndun stjórnar. Þá ítreka þeir jafnframt vilja sinn til að styðja við efnahagslega og sam- félagslega uppbyggingu í Simbabve þegar trúverðug stjórn hafi verið mynduð og sýnt þykir að staðið verði við grundvallarreglur alþjóða- samfélagsins, einkum hvað varði virðingu fyrir mannréttindum. Molar Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is U ppskerubrestur og efnahagshrun hafa valdið hungursneyð og kóleru- faraldri í Simbabve. Milljónir búa við hungur og þegar hafa margir látist. „Það má sjá fólk berjast hvað við annað um mat og jafnvel við villidýr eins og vörtusvín bara til að geta fært börnum sínum mat,“ hefur Washington Post eftir starfsmanni hjálparsamtaka í Simbabve. Þegar matvælaaðstoð berist ekki fyllist fólk örvæntingu og keppi jafnvel við apa um leifar af sorphaugum. Matvælaáætlun SÞ (WFP) hefur tilkynnt að stofnunin muni eiga í verulegum vandræðum með að veita 49 milljónum manna á helstu hungursvæðum heims aðstoð sína á næsta ári. Fyrir næsta ár hafi fjárveitingar vegna Simbabve aðeins náð 16 millj- ónum Bandaríkjadala, en WFP fór fram á 140 milljóna dala stuðn- ing. Milljarðar í vasanum Robert Mugabe, forseti Sim- babve, hefur verið við völd í land- inu í 28 ár í skjóli ofbeldis, kúg- unar, spillingar og óstjórnar í efnahagsmálum. Verðbólga var 231 milljón prósenta í júlí þegar síðustu tölur voru gefnar út en hagfræðingar telja hana mun hærri nú og að verðlag tvöfaldist á degi hverjum. Árið 1987 var verðbólgan í landinu 11,9%. Nýi 10 milljarða Simbabve-dalaseðillinn sem gefinn var út á föstudag „til þæginda fyrir íbúa landsins í ljósi hátíðarinnar framundan“ að því er sagði í tilkynningu frá seðlabankastjóra landsins, er nánast verðlaus. Hann dugir rétt fyrir tuttugu brauðhleifum og fara íbúar Simbabve því klyfjaðir seðlabúntum til að kaupa nauðsynjar. Kólera bætist ofan á hungrið Samkvæmt tölum SÞ hefur kólerufaraldur nú orðið rúmlega þúsund þegnum landsins að bana og yfir 20.000 hafa smitast. Helstu orsakir kólerufar- aldursins er hörgull á hreinu drykkjarvatni og við- unandi hreinlætisaðstöðu auk þess sem efnahags- ástand landsins hefur valdið hruni heilsugæslunnar. Talið er að staða Roberts Mugabes í embætti forseta verði sífellt fallvaltari. Kóleran hefur nú náð að breiðast til nágrannalanda Simbabve og þykir það auka líkurnar á að alþjóðasamfélagið grípi inn í þar sem ástandið ógnar nú öryggi ann- arra þjóða. Leiðtogar heims hafa hver af öðrum hvatt Mugabe til að segja af sér og má segja að staðan sé flóknari nú þegar kólerufaraldurinn ógn- ar nágrannaríkjunum þar sem auðveldara verður fyrir erlend öfl að taka í taumana á þeim for- sendum. Búist er við aukinni hörku frá Suður- Afríku en Jacob Zuma, nýr formaður stjórn- arflokksins Afríska þjóðarráðsins og væntanlegur forseti landsins, hefur lýst yfir andúð sinni á Mu- gabe. Leiðtoginn gefst ekki upp „Ég mun aldrei, aldrei selja land mitt. Ég mun aldrei, aldrei gefast upp. Simbabve er mitt,“ hafði rík- isrekna dagblaðið Herald eftir Mu- gabe á ársfundi ZANU-PF-flokksins á föstudag. Þar dró hann jafnframt í efa að Afríkuríki „hefðu hugrekki“ til að hlýða Bandaríkjamönnum og fyr- irskipa hernaðaríhlutun í Simbabve. Mugabe sagðist jafnframt hafa sent leiðtoga stjórnarandstöðunnar MDC, Morgan Tsvangirai, bréf og boðið hon- um embætti forsætisráðherra. Tsvang- irai segist ekkert bréf hafa fengið, hann hefur hins vegar sagst munu draga sig út úr öllum samningaviðræðum við Mu- gabe þar til ránum á stuðningsmönnum hans linni en að hans sögn er um 40 meðlima MDC saknað. AP Milljarðamæringar svelta  Robert Mugabe rígheldur í forsetastólinn þrátt fyrir hungursneyð og kólerufaraldur  Seðlabanki Simbabve gaf út 10 milljarða dala seðil til að auðvelda þjóðinni jólahaldið Milljarðar Nýi 10 milljarða seðillinn er á við 20 Bandaríkjadollara og dugir fyrir 20 brauðhleifum. 10 núll voru slegin af Simbabvedollaranum í ágúst. Kólera Börn sækja sér vatn en mengað vatn og opin holræsi eru helstu ástæður þess hversu hratt kóleran hefur breiðst út. Ólöf Steinunnardóttir hefur verið við nám í Suður-Afríku liðna önn. Hún fór fyrir nokkrum vikum ásamt vini sínum, Emmanuel Sairosi, sem er frá Simbabve, til borgarinnar Bu- lawayo, næststærstu borgar lands- ins. Ólöf segir það hafa verið mikið áfall að koma til Simbabve þar sem fólk búi við gríðarlegan skort og vonleysið sé greinilega mikið meðal almennings. „Það var ótrúlegt að sjá risastór- ar matvöruverslanir þar sem allar hillur voru tómar og það sama var að segja um apótekin,“ segir Ólöf. „Ég bjó hjá fjölskyldu Emm- anuels, sem býr við ömurlegar að- hennar til Simbabve í þrjú ár og að hann hafi orðið fyrir miklu áfalli, svo hratt hafi samfélagið hrunið. „Fyrir þremur árum virkaði heil- brigðiskerfið ágætlega og há- skólakerfið einnig en nú er ekkert af þessu starfandi,“ segir Ólöf. Vinur hennar flúði til S-Afríku þar sem engin tækifæri séu fyrir ungt fólk í Simbabve. „Emmanuel var rekinn úr háskólanum í Sim- babve fyrir pólitískar skoðanir sín- ar. Hann var ásamt fimm félögum sínum sendur í fangelsi og sætti þar pyntingum,“ segir Ólöf. Fang- elsisvistin hafi orðið til þess að hann taki ekki lengur þátt í mót- mælum gegn stjórnvöldum. að um „gamla manninn“ ef ræða eigi landsmálin. Vegna hárrar tíðni HIV-smita segir Ólöf að munaðarlaus börn séu mörg. Það sé algengt að fjölskyldur taki að sér börn látinna ættingja frekar en að senda þau á mun- aðarleysingjahæli þar sem þeirra bíði mikil óvissa. Fjölskyldur séu því yfirleitt frek- ar stórar. Á heimili Emmanuels hafi verið tvær munaðarlausar stúlkur, 5 og 7 ára, sem misstu foreldra sína úr alnæmi. Mikil afturför á stuttum tíma Ólöf segir að þessi heimsókn hafi verið fyrsta heimsókn vinar stæður í einu fá- tækrahverfa Bulawayo. Vinur minn var búinn að vara mig við ástandinu en sagði þó að fá- tækrahverfin í Simbabve væru í sjálfu sér ekki hættuleg. Þar væri lítið af glæp- um nema þá frá hendi lögreglunnar því hún er svo spillt,“ segir Ólöf. Mikill fjöldi óeinkennisklæddra lögreglumanna sé á götum borg- anna og fólk því vart um sig. Nafn forsetans sé aldrei nefnt heldur tal- Mikið hrun á aðeins þremur árum Ólöf Steinunnardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.