Morgunblaðið - 06.09.2009, Side 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson
Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
einfaldlega betri kostur
Smurbrauð
m/hangikjöti
og kaffi
499,-
laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18
mánudaga - föstudaga 11-19 s: 522 4500 www.ILVA.is
©
IL
V
A
Ís
la
n
d
20
0
9
Komdu og njóttu
góðra veitinga
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
„ÉG krefst þess að stjórnvöld komi
heiðarlega fram við þá sem hafa
skrifað undir viljayfirlýsingu með
þeim og klári þær spurningar sem
þar á að svara,“ segir Bergur Elías
Ágústsson, sveitarstjóri Norður-
þings og stjórnarformaður Þeista-
reykja ehf., um fréttir þess efnis að
ríkisstjórnarflokkarnir vilji skoða
aðra möguleika en álver á Bakka.
Viljayfirlýsing ríkisstjórnar Íslands,
Norðurþings og Alcoa um rannsókn-
ir á hagkvæmni þess að reisa álver á
Bakka við Húsavík rennur út 1. októ-
ber nk. en forsvarsmenn Alcoa hafa
áhuga á að endurnýja hana.
Að mati Bergs er það óviðunandi
að framlengja ekki þá viljayfirlýs-
ingu sérlega í ljósi þess að ríkisvaldið
hafi seinkað verkefninu um heilt ár.
Með þessu segist hann vísa til úr-
skurðar þáverandi umhverfisráð-
herra, frá miðju ári 2008, þess efnis
að heildstætt mat skyldi fara fram á
umhverfisáhrifum vegna fyrirhug-
aðs álvers á Bakka. Bendir Bergur á
að enn eigi eftir að svara lykilspurn-
ingum um nákvæmlega hversu mikla
orku verði hægt að afhenda og hve-
nær.
Hvað er þetta annað?
„Við hér á svæðinu höfum lagt
okkar metnað og heiðarleika í það að
svara þessum spurningum sem lagt
var af stað með upphaflega þannig
að ákvörðun yrði tekin. Og það er í
sjálfu sér merkileg staða ef menn
gefa út viljayfirlýsingar um að vinna
að hlutum en þeir síðan tafðir af hinu
opinbera á markvissan hátt og koma
svo þremur árum seinna þegar sveit-
arfélag, eins og mitt, er búið að
leggja óhemju fjármuni í verkefnið
og segja að það eigi að gera eitthvað
annað. Þetta eitthvað annað er hlut-
ur sem við erum búin að leita að í 20
ár,“ segir Bergur og bætir við: „Það
eru fá sveitarfélög sem hafa lagt
jafnmikið á sig fjárhagslega miðað
við stærð og sveitarfélag Norður-
þings í þetta verkefni.“ Aðspurður
segir hann sveitarfélagið hafa lagt
um einn milljarð af þeim níu sem
framkvæmdaaðilar hafa lagt í verk-
efnið til þessa. Að sögn Bergs hefur
hann óskað eftir fundi með iðnaðar-
ráðherra og vonar að það gangi eftir
þegar í næstu viku.
Krefst heiðarleika
Sakar stjórnvöld um að hafa tafið verkefnið um álver á Bakka um heilt ár
Vill að viljayfirlýsing verði framlengd svo hægt verði að svara lykilspurningum
» 16. maí 2006 var skrifað undir viljayfirlýsingu
» Lagðir hafa verið 9 milljarðar króna í verkefnið
» Sveitarstjórinn vill funda með iðnaðarráðherra
ÞEIR smurðu sig í bak og fyrir lögreglumenn-
irnir sem syntu Viðeyjarsund í gær til styrktar
Sveini Bjarka Sigurðssyni, félaga sínum, sem ný-
lega greindist með krabbamein. „Við munum all-
ir sigra“ var slagorð dagsins en að loknu sundi
tóku kapparnir á móti gestum á Miðbakkanum.
Ekki náðu þó allir að ljúka hinni 4,5 km löngu
sundleið og voru tveir fluttir á sjúkrahús með of-
kælingu.
„VIÐ MUNUM ALLIR SIGRA“
Morgunblaðið/Eggert
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
GYLFI Magnússon
viðskiptaráðherra
segir marga erlenda
fjárfesta þreifa fyrir
sér um fjárfestingu
hér á landi og á
hann von á að fleiri
fylgi í kjölfar Norð-
manna sem hyggj-
ast leggja tugi millj-
arða í íslenska
endurreisn.
Morgunblaðið greindi í gær frá áhuga norskra fjárfesta
á að setja 20 milljarða íslenskra króna í fjárfestingasjóð
sem yrði samvinnuverkefni þeirra og lífeyrissjóðanna.
Gylfi segir þetta góðar fréttir. „Það verður mikil þörf á
fjármagni í íslenskt atvinnulíf á næstu árum. Ég á von á að
ýmsir utan Íslands sjái sér hag í að fjárfesta hér enda
skapar svona umrót ekki bara vandamál, heldur líka tæki-
færi. Ég býst því við að fleiri fylgi í kjölfarið.“ Hann segist
vita að margir þreifi fyrir sér í þessum efnum en hins veg-
ar sé ekkert fast í hendi. „Mér þætti þó skrýtið ef ekkert
kæmi út úr því. Íslenskar eignir eru afskaplega ódýrar
núna fyrir þá sem eru utan landsteinanna með erlent fé,
bæði vegna þess að verð á þeim hefur lækkað í krónum og
svo hefur krónan lækkað. Þannig að þetta er eiginlega ein-
stætt tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á að fjárfesta hér.“
Íslendingar eigi áfram megnið af atvinnulífinu
Hann segir áhugann víða, þó aðallega hjá fjárfestum í
nágrannalöndum í norðri og í Evrópu en einnig í Banda-
ríkjunum.
En er ekki hætta á að of mikið af íslenskum eignum
verði selt? „Jú, við þurfum líka að hafa það í huga, en auð-
vitað munu íslenskir aðilar áfram eiga megnið af íslensku
atvinnulífi, og lífeyrissjóðir munu væntanlega leika þar
lykilhlutverk.“
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins, tekur undir þetta. „Það væri óskandi að þeir
myndu fjárfesta á Íslandi því við þurfum á því að halda að
einhverjir komi með peninga til landsins.“
Býst við að fleiri fylgi
í kjölfar Norðmanna
Gylfi
Magnússon
Vilhjálmur
Egilsson
Einstætt tækifæri þar sem íslenskar eignir eru sérlega ódýrar
EKKERT verður
af fyrirætlunum
um að sameina
Háskólann í
Reykjavík,
Listaháskóla Ís-
lands og Háskól-
ann á Bifröst.
Þetta kom fram í
útskriftarræðu
Ágústs Einars-
sonar, rektors á Bifröst, í gær. Hann
sagði ástæðuna þá að stjórn Listahá-
skólans væri ekki tilbúin í slíkar við-
ræður.
Í ræðu sinni gagnrýndi Ágúst
stjórnvöld harðlega fyrir metnaðar-
leysi í menntamálum þjóðarinnar og
benti á að í stöðugleikasáttmála rík-
isstjórnarinnar væri hvergi minnst á
skóla og menntun. Aðrar þjóðir, s.s.
Finnar, hefðu komist út úr svipuðum
erfiðleikum með því að setja mennt-
un í forgang en ekkert bólaði á slíku
á Íslandi. „Metnaðarleysi núverandi
og fyrrverandi stjórnvalda í mennta-
málum mun verða okkur dýrkeypt
og mun dýpka kreppuna og lengja.“
Þá sagðist Ágúst lítið gefa fyrir
afsökunarbeiðni þeirra sem ábyrgð
bæru á ástandinu og sagði að þá
bæri að dæma eftir lögum, sem og
siðferðismati þjóðarinnar. „Og sá
dómur á að vera harður.“
Ekki verð-
ur af sam-
einingu
Ágúst Einarsson
Listaháskólinn ekki
tilbúinn í viðræður
BETUR fór en á horfðist þegar ung-
ur ökumaður velti bíl í Kömbunum í
fyrrinótt og festist undir honum.
Pilturinn var án ökuréttinda og er
grunaður um ölvunarakstur. Hann
slasaðist ekki alvarlega og er talið að
það megi þakka mosa undir bílnum.
Þá var mikill erill hjá lögreglunni
á höfuðborgarsvæðinu í fyrrinótt og
fékk tugur manna að gista fanga-
geymslur. Ein alvarleg líkamsárás
var tilkynnt, en að auki var nokkuð
um innbrot. Greip lögregla innbrots-
þjófa við íþróttahús Breiðholtsskóla
en auk þess var töluvert um afskipti
af veislum og skemmtanahaldi víðs
vegar um borgina.
Mosi bjarg-
aði í bílveltu