Morgunblaðið - 06.09.2009, Síða 6

Morgunblaðið - 06.09.2009, Síða 6
6 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009 Reuters Raðmorðingi? Lögreglumenn rannsaka garð nágrannahúss sem Phillip Garrido annaðist í útborginni Antioch í Kaliforníu. Grunur leikur á að Garrido hafi tengst morðum á allt að tíu vændiskonum og lögreglan hefur því hafið umfangsmikla leit að beinaleifum í garði hans og nágrannans. Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is H vers vegna reyndi hún ekki að sleppa fyrr eða biðja um hjálp?“ er ein af fjölmörgum spurningum sem hafa vaknað vegna máls Jaycee Lee Dug- ard, sem var rænt í Kaliforníu árið 1991 þegar hún var ellefu ára og fannst átján árum síðar í leynilegum bakgarði hjóna sem rændu henni. Fram hafa komið vísbendingar um að Dugard, sem er nú 29 ára, hafi oft fengið tækifæri til að flýja eða biðja um hjálp síðustu árin í prísundinni. Meðal annars hefur komið í ljós að hún aðstoðaði manninn sem rændi henni, Phillip Garrido, við rekstur lít- illar prentsmiðju sem hann rak í húsi sínu. Hún talaði við viðskiptavini í síma, sendi þeim tölvupósta og tók á móti þeim á heimili Garridos og eig- inkonu hans, Nancy. Hermt er að Dugard hafi jafnvel fengið að fara út úr prísundinni en alltaf snúið aftur í bakgarðinn þar sem hún ól tvær dæt- ur eftir að Garrido rændi og nauðgaði henni. „Jaycee ber sterkar tilfinningar til þessa manns,“ sagði stjúpfaðir Dug- ard, Carl Probyn. „Henni finnst að þetta hafi næstum verið hjónaband.“ Höfðu samúð með ræningjum Mörgum kann að þykja þetta óskiljanlegt, því langflestir líta á Garrido sem skrímsli. Sérfræðingar segja þó að þetta komi þeim ekki á óvart því mörg dæmi séu um að gíslar og fórnarlömb mannrána hafi tengst mannræningjunum tilfinningabönd- um og haft samúð með þeim. Þetta fyrirbæri hefur verið nefnt Stokkhólmsheilkennið með skír- skotun til bankaráns í sænsku höf- uðborginni í ágúst 1973. Tveir vopn- aðir ræningjar héldu þá nokkrum starfsmönnum Kreditbanken í Stokkhólmi í gíslingu í sex daga. Þeg- ar gíslarnir voru látnir lausir föðm- uðu þeir og kysstu ræningjana, mörgum til mikillar furðu. Síðar neit- uðu þeir að bera vitni gegn ræningj- unum og söfnuðu jafnvel peningum til að standa straum af máls- varnarkostnaði þeirra. Kenningin um Stokkhólmsheil- kennið er þó umdeild og rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar FBI árið 2007 bendir til þess að 73% gísla og fórnarlamba mannrána hafi ekki sýnt nein merki um að þeim hafi verið hlýtt til mannræningjanna. Eðlileg sjálfsbjargarviðleitni Elizabeth Carll, bandarískur sér- fræðingur í áfallasálfræði, segir að því lengur sem fólk sé í haldi mann- ræningja því líklegra sé það til að tengjast þeim tilfinningaböndum og hafa samúð með þeim. Þessi tilhneig- ing sé í raun þáttur í eðlilegri sjálfs- bjargarviðleitni við mjög erfiðar að- stæður. Sálfræðingar segja að Garrido hafi að öllum líkindum stjórnað Dugard með því að gera hana algerlega háða sér. Með því að einangra fórnar- lömbin og gera þau háð sér um allt – mat, fatnað, húsaskjól og ástúð – geti barnaræningjar haft fórnarlömbin al- gerlega á valdi sínu og stjórnað þeim. „Reynsla mín af fórnarlömbum mannrána hefur kennt mér að þau finna ekki alltaf til samkenndar með mannræningjanum. Þau tileinka sér smám saman þá hegðun sem þarf til að lifa af,“ sagði JoAnn Behrman- Lippert, sálfræðingur sem hefur rannsakað mál barna sem hefur verið rænt. Líklegt er einnig að Garrido hafi hamrað á því við stúlkuna að hann og eiginkona hans væru fjölskylda henn- ar og hún ætti enga aðra að. „Hún hafði síðan ekkert samband við um- heiminn án hans,“ sagði Paula Fass, sagnfræðiprófessor við Kaliforníuhá- skóla og höfundur bókar um barns- rán í Bandaríkjunum. „Þegar hún hafði eignast börn með honum fóru augljóslega aðrir þættir að hafa áhrif. Hún vildi auðvitað vernda börnin sín. Við þurfum ekki að skírskota til Stokkhólmsheilkennisins. Hún þurfti ekki endilega að finna til samkenndar með honum.“ Samband þræls og herra Geðlæknirinn Frank Ochberg, sem hefur rannsakað Stokkhólmsheil- kennið, segir að markmið hans með rannsóknunum hafi verið að hjálpa lögreglumönnum sem semja við gíslatökumenn um að frelsa gísla. Kenningin um Stokkhólmsheilkennið eigi einkum við um fullorðna gísla og fyrirbærið lýsi sér í því að gíslarnir fyllist í fyrstu miklum ótta sem víki og breytist smám saman í traust og þakklæti í garð gíslatökumanna fyrir að drepa þá ekki. Ochberg telur að kenningin eigi síður við um börn, sem eru ung að ár- um þegar þeim er rænt. Gagnlegra sé að kanna slík mál út frá kenningum um samband þræls og herra því börnunum sé smám saman breytt í þræla. Breytti barninu í þræl Talið er að barnsræninginn Garrido hafi haft Jaycee Dugard algerlega á valdi sínu og stjórnað henni eftir að hafa einangrað hana í 18 ár og gert hana háða sér um allt Reuters Níðingurinn Phillip Garrido fyrir rétti í Kaliforníu. Garrido er 58 ára og ná- grannar hans hafa lýst honum sem sérvitrum trúarofstækismanni. Reuters Sögð samsek Nancy Garrido fyrir rétti ásamt verjanda sínum. Hún er sök- uð um að hafa hjálpað eiginmanni sínum að ræna Dugard. Í HNOTSKURN » Fórnarlömb mannránaeru í fyrstu skelfingu lost- in en síðan tekur sjálfsbjarg- arviðleitnin við, að sögn pró- fessorsins Davids Alexanders: » „Þau hugsa fyrst ogfremst um að lifa af. Þegar þau eru einangruð og háð ein- um manni taka þau að finna til samkenndar með honum og gera það sem þeim er sagt.“ STÚLKUNNI Natascha Kampusch var rænt í Vínarborg í mars 1998 og haldið í gluggalausri kjallaraprísund í rúm átta ár. Maðurinn sem rændi henni, Wolfgang Priklopil, fyrirfór sér með því að henda sér fyrir lest nokkrum klukkustundum eftir að stúlkan slapp. Hermt er að Kampusch hafi brost- ið í grát þegar hún frétti af dauða Priklopils. „Ég get aðeins sagt að smám saman finn ég alltaf meira og meira til með honum,“ sagði Kamp- usch í heimildarmynd um fyrsta árið eftir að hún slapp úr prísundinni. Hún talaði um Priklopil sem „aum- ingja manninn“, sagði hann „veg- villtan og afvegaleiddan“. Kampusch hefur oft verið nefnd sem dæmi um Stokkhólms- heilkennið svonefnda en sjálf neitar hún því. Mál hennar vakti heims- athygli sumarið 2006 og frægt sjón- varpsviðtal við hana var sýnt í 120 löndum, m.a. á Íslandi. PATTY Hearst, erfingi auðkýfingsins Williams Randolphs Hearst, hefur oft verið nefnd sem dæmi um Stokkhólmsheilkennið. Hún gekk til liðs við hóp byltingarmanna sem rændu henni árið 1974 þegar hún var nítján ára. Hún tók upp nýtt nafn og tók m.a. þátt í bankaráni hóps- ins. Hún var seinna dæmd í sjö ára fangelsi fyrir aðild að bankaráninu en Bill Clinton veitti henni sakar- uppgjöf þegar hann var forseti Bandaríkjanna. Stokkhólmsheilkennið                                                       ! "     #   $  %   %      &'"  (  (  ) (    &    *             "       $     + ,  -      ./  0   1"# ,  " "            (    0   ./  2 ./   0  3'   '   0  ,   

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.