Morgunblaðið - 06.09.2009, Qupperneq 14
14 Stjórnmál
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009
kusu, sem eru að minnsta kosti sátt-
ir við það að við förum í aðild-
arviðræður og látum á málið reyna
og þjóðin sjálf ráði svo niðurstöð-
unni. Einhverjir beinlínis vilja að
við göngum þar inn.
Niðurstaðan varð samt sem áður
sú að það var ekki mikið um úr-
sagnir úr flokknum, reyndar aðeins
litlu fleiri en sem nemur þeim sem
gengið hafa í hann, eftir að ESB-
málið var leitt til lykta á Alþingi og
á flokksráðsfundi um síðustu helgi
ræddu menn þetta mjög hreinskiln-
islega og í raun var mjög góður
tónn í þeim umræðum, þótt vissu-
lega lýstu margir miklum áhyggj-
um.
Nú horfa menn fram á veginn og
horfa til þess hvernig til tekst að
halda höfði í framhaldinu, í sam-
ræmi við okkar áherslur og hvernig
tekst að byggja upp þá baráttu í
samfélaginu, sem væntanlega stefn-
ir í að verði, ef til samninganiður-
stöðu kemur og menn ganga til
kosninga um þetta mál.
Við ætlum okkur að sjálfsögðu
fullan hlut í þeirri baráttu og höfum
allan tímann, á öllum stigum máls-
ins, bæði með okkar fyrirvörum og
áskilnaði í stjórnarsáttmálanum
gert það fullljóst. Það er viðurkennt
af báðum stjórnarflokkunum að
þannig verður það.
Samfylkingin mun væntanlega
reka sinn áróður ef hún telur samn-
inginn það góðan, að við eigum að
ganga inn, en við rekum þá okkar
áróður gegn inngöngu, ef við teljum
samninginn ekki ásættanlegan.“
Er í ágætu fjöri
- Þú talar um viðvaranir fólks í þá
veru að þú ofgerir þér ekki eða
drepir á vinnu. Álagið á þér hefur
varla farið fram hjá nokkrum manni
í sumar og margir halda því fram að
þú sért að niðurlotum kominn og ég
fullyrði að það stórsér á þér. Þú
hefur tekið hitann og þungann af
Icesave-málinu frá því það komst al-
varlega á dagskrá fyrir tveimur
mánuðum. Ekkert hefur heyrst frá
Samfylkingunni, hvorki ráðherrum
né þingmönnum. Þau hafa þagað
þunnu hljóði og látið þig einan um
baráttuna. Eru ekki komnir brestir
í stjórnarsamstarfið?
„Ja, þú segir nokkuð! Ég býst við
að það sjái eitthvað á mér, ég skal
bara gangast við því. Þegar maður
tekur svona langa og erfiða törn, án
þess að komi nokkur minnsta pása,
þá auðvitað tekur það í. En ég er nú
í ágætu fjöri og hef þrek til þess að
vinna svona tólf til sextán tíma
vinnudag og mun gera það áfram
eins lengi og þörf krefur. Auðvitað
ætla ég að reyna að drepa mig ekki
á þessu, en ég mun bara vinna eins
og orkan leyfir.
Það er kannski voðalega væmið
og ekki í tísku að segja svoleiðis, en
ég mun bara gera það sem ég get
og ekki hugsa um sjálfan mig í þeim
efnum. Aðstæðurnar eru þannig að
ég held að það sé léttvægt þótt ein-
hver einn maður klári sig á ein-
hverjum tveimur, þremur árum, ef
það verður til gagns og það hjálpar
landinu í gegnum þessa erfiðleika.
Mér liggur við að segja að mér sé
nákvæmlega sama hvað um mig
verður eftir þrjú ár eða fimm ár. Ég
tel að ef maður tekur að sér svona
verkefni eins og þau sem ég hef
tekið að mér, þá verður maður að
vera reiðubúinn til þess að hella sér
í verkefnin og fórna sér eftir því
sem þörf krefur, annað er ekki
hægt.
Ég veit vel að því hefur verið
haldið fram að ég hafi verið mikið
einn í þessu Icesave-máli og Sam-
fylkingin ekki látið mikið að sér
kveða. Hvað sem menn telja, þá
segi ég það alveg fullum fetum að
bæði forsætisráðherra og utanríkis-
ráðherra, sem eðlilega hafa komið
mest að þessum málum með mér,
hafa stutt mig með ráðum og dáð og
það hefur verið góð samvinna milli
ráðuneytanna. Utanríkisráðherra
hefur verið mjög duglegur og við
höfum haft þétt samráð um það
hvernig við höfum reynt að koma
málstað Íslands á framfæri í öðrum
löndum. Hann var vakinn og sofinn
á öllum stigum málsins með mér í
því að reyna að koma þessum mál-
um áfram. Þannig að ég kvarta ekki
undan samvinnunni við þau og
skrifa ekki upp á það að Samfylk-
ingin hafi ekki lagt sitt af mörkum,
enda stóð hún þétt á bak við málið
allan tímann.
Ég hins vegar viðurkenni það al-
veg að þetta lenti kannski mest á
mér og var persónugert meira við
mig, heldur en ástæða var til. Það
er sjálfsagt einn af mínum veik-
leikum, að þegar ég er kominn á
kaf í verkefni eins og þetta, þá
reyni ég að djöfla því áfram og
stundum ber kannski ákafinn mann
ofurliði og ég gleymi því hugs-
anlega að hugleiða hvernig það
komi út taktískt. Ég hefði örugg-
lega getað unnið með þeim hætti að
athyglin beindist að fleirum, en mér
finnst það nú bara vera aukaatriði.
Aðalatriðið er málið sjálft og að við
náum að vinna það og koma því
höfn á einhvern þann hátt að við
komumst áfram með hlutina.
Þannig að ég svara spurningu
þinni neitandi: Það eru engir brest-
ir komnir í hið ágæta stjórnarsam-
starf okkar við Samfylkinguna.“
Engar töfralausnir til
- Gífurlegur tími og orka hefur
farið í þetta eina mál, Icesave, og
skiljanlega, þar sem um svo stórt
hagsmunamál er að ræða. Hvað er
það sem þið ætlið að að gera nú til
þess að koma til móts við heimilin í
landinu, sem mörg hver virðast
standa afar tæpt, hvað greiðslugetu
varðar? Er það virkilega eina úr-
ræðið sem þið hafið að láta almenn-
ing á Íslandi axla allar byrðarnar,
greiða Icesave-skuldir og aðrar
skuldir, auka skattheimtu, sam-
anber sykurskattinn sem skellt var
á þann 1. september og fer beint
inn í verðlag og hækkun neyslu-
verðsvísitölunnar? Hvernig á fólk
að skilja að ekkert sé hægt að gera
fyrir almenning í landinu, en ákveð-
ið er að fella niður skuldir fyrir-
tækja í milljarða- og tugmillj-
arðavís?
„Þetta er nú falleg mynd eða hitt
þó heldur, sem þú dregur upp!
Staðan er auðvitað ekki sú sem þú
ert að lýsa. Það er að sjálfsögðu
hægt að búa til svona dökka mynd,
eins og þú gerir, með því að sleppa
öllu því sem þó hefur verið gert og
verið er að reyna að gera.
Auðvitað eru erfiðleikarnir miklir
og það hefur enginn haldið því
fram að svo væri ekki, enda væri
það hreinn og klár barnaskapur.
Ég held því fram, ef farið er yfir
það sem gert hefur verið frá því að
minnihlutastjórnin tók við völdum í
febrúar og svo núverandi ríkis-
stjórn, þá verði því ekki á móti
mælt að það er búið að reyna mjög
mikið að halda utan um samfélagið
og árangurinn er nú m.a. sá að það
er fullt af fólki sem er nú í mun
betri aðstæðum, en það annars
væri.
Við erum hér í fjármálaráðuneyt-
inu búin að gera ýmsar ráðstafanir,
bæði gagnvart heimilum í landinu
og atvinnulífi, eins og að leyfa
mönnum að dreifa greiðslum,
lækka dráttarvexti, að breyta
greiðsluröð skattskulda þannig að
greitt sé inn á höfuðstól, við stór-
hækkuðum vaxtabætur og greidd-
um á þriðja milljarð króna út nú 1.
ágúst í auknar vaxtabætur. Við höf-
um gripið til fjölmargra fleiri ráð-
stafana, eins og að opna fyrir út-
greiðslu séreignarsparnaðar, sem
hátt á þriðja tug þúsunda ein-
staklinga er nú að nýta sér, til að
drýgja tekjur sínar; það var búið til
skjól með því að fresta nauðung-
aruppboðum; það var gerður samn-
ingur við Íbúðalánasjóð, lífeyr-
issjóði og Samtök
fjármálafyrirtækja um samræm-
ingu úrræða, þannig að nú eiga öll-
um sem eru með húsnæðislán hjá
þessum aðilum að standa til boða
samskonar frestanir og frystingar;
lög um greiðsluaðlögun voru sett
og vaxandi fjöldi nýtir sér nú það
úrræði. Kannski þarf að endur-
skoða það úrræði, því ef til vill er
þar um of þröngan farveg að ræða.
Það hefur verið safnað gríð-
arlegu gagnasafni sem enn er verið
að endurbæta um stöðuna hjá hátt í
80 þúsund fjölskyldum í landinu.
Það hefur alltaf verið meininigin að
það gagnasafn yrði grundvöllurinn
fyrir frekari skoðun á þessum mál-
um.“
- Steingrímur. Heyrir þú í sjálf-
um þér? Þetta eru hin dæmigerðu
svör: „Safna gögnum“ og „frekari
skoðun“. Hvenær fer fólkið að finna
á eigin skinni að þið séuð að gera
eitthvað sem skiptir það máli?
„Ég held að krafan um það að
hægt sé að leysa þessi mál í einu
lagi með einhverjum risavöxnum
töfraráðstöfunum sé bæði óraun-
hæf og barnaleg, hvort sem menn
kalla það almenna, flata nið-
urfærslu allra skulda eða eitthvað
annað. Hún er óraunhæf, vegna
þess að þjóðarbúið rís ekki undir
slíkum ráðstöfunum, svo einfalt er
það.
Ríkissjóður var að gjaldfæra 216
milljarða króna halla á árinu 2008
vegna bankahrunsins. Afkoman fór
úr 87 milljarða króna tekjuafgangi
ríkissjóðs yfir í 216 milljarða króna
halla. Það sjá það allir að við slíkar
kringumstæður eru engar að-
stæður til þess að ráðast í aðgerð
eins og stórfellda flata niðurfærslu
skulda. Hallinn á ríkissjóði á þessu
ári verður hátt á annað hundrað
milljarða króna og staðan hjá
lífeyrissjóðunum er einnig að
þyngjast til muna.
Ef við færum í aðgerðir eins og
flatan niðurskurð, sem þýða að
ríkissjóður, Íbúðalánasjóður,
lífeyrissjóðir og aðrir tækju á sig
miklar byrðar, hvað hefði það þá í
för með sér? Jú, það hefði það í för
með sér, að íslenskir skattgreið-
endur, við sjálf, tækjum þær byrð-
ar á okkur. Auðvitað er hægt að
skoða og á að skoða tilfærslur af
þessu tagi. Viljum við taka ein-
hvern hluta byrðanna og færa hann
yfir á herðar þeirra sem eru að
Morgunblaðið/Kristinn
Samstarfið Steingrímur segir að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð-
herra hafi stutt sig vel í Icesave-málinu og að engir brestir séu komnir í stjórnarsamstarfið við Samfylkinguna.
Erum ein fjölskylda þegar á bjátar
„Íslendingar eru þrautseigir, hugmyndaríkir og þolgóð-
ir. Mér verður hugsað til frænda míns sem fór á suð-
urpólinn. Hann var loftskeytamaður og flugmaður.
Svona til að bæta einhverju við, þá fór hann á þriggja
mánaða kúrs í svæfingalækningum, til að geta verið
svæfingalæknir leiðangursins. Það var ekki hálfnaður
veturinn þegar þessi Íslendingur var orðinn allt í öllu.
Hann gat allt, hann gerði við alla hluti sem biluðu, hann
var sálusorgari þeirra sem lentu í skammdeg-
isþunglyndi, dreif þá út og fór með þá í gönguferðir.
Þetta hefur maður oft heyrt, þar sem Íslendingar
hafa verið, að aðstæður hér í 1100 ár hafi einhvern veg-
inn þróað með okkur þjóðareinkenni sem eru þannig að
við erum býsna góð að glíma við erfiðar aðstæður og
leysa vandamálin sjálf. Þetta finn ég og skynja í þjóð-
félaginu nú. Dæmin sem hafa komið inn á borð til mín,
sýna mér að þessir eðliseiginleikar Íslendingsins eru að
gagnast okkur við þessar erfiðu aðstæður.“
ÍSLENDINGAR ÞRAUTSEIGIR