Morgunblaðið - 06.09.2009, Page 15

Morgunblaðið - 06.09.2009, Page 15
15 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009 borga skatta og munu borga skatta á komandi árum? En að hægt sé að gera þetta án þess að það kosti eitthvað, er nú mesta tálsýnin. Bankarnir hafa vitanlega ákveðið svigrúm og geta út frá almennri hagsmunagæslu sinni metið það í hverju tilviki hvað sé skynsamleg- ast að gera og hvað þeir geta gert. Skuldaúrvinnsla bankanna á al- mennum skuldamálum sinna við- skiptavina er auðvitað forgangs- verkefni og því verður fylgt eftir með því að skuldaendurskipulagn- ing í bönkunum mun ekki mynda andlag skattlagningar hjá almenn- ingi. Það hefur þegar verið gert að hluta, með reglugerð sem hér var gefin út. Ég get ekkert neitað því, að auð- vitað hefði ég viljað að þessi mál væru komin af stað af miklu meiri krafti en þau eru, en þar hefur hið langa og þunga ferli við að end- urreisa bankana auðvitað þvælst fyrir okkur. Ég tel líka að stjórnvöld hljóti síðan að skoða í samhengi við það hvernig bankarnir vinna úr þessum málum og í samhengi við það hvernig bankarnir vinna úr gjald- eyrislánunum, hvað komi til greina að gera á hinum almenna vettvangi. Ástæðan fyrir því að ég vil tala varlega í þessum efnum er sú, að mér finnst að það eigi ekki að vekja óraunhæfar væntingar. Það verða að vera innstæður fyrir því sem menn telja sig geta gert. Það á ekki að segja meira en hægt er að standa við. Þess vegna hef ég allan tímann verið talsmaður þess að menn stígi varlega til jarðar, þegar þeir gefa undir fótinn með hug- myndir um stórfellda og almenna niðurfærslu skulda. Það þýðir ekki að eitthvað slíkt, hnitmiðað og vel útfært, komi ekki til greina og það þýðir auðvitað ekki heldur að við höfum ekki skilning á og vitum ekki að talsverður hluti fólks mun ekki ráða við sínar skuldir. Það mun að lokum þýða einhverjar af- skriftir, ef ákveðinn hópur fólks á að eiga einhverja möguleika á að klára sín mál. Greiðsluaðlög- unarferlið felur í sér ákveðna af- skrift skulda, en það er bara gert á tiltekinn hátt og gert í lokin á ákveðnu ferli. Við í Vinstri grænum höfum mik- ið velt fyrir okkur möguleika á ein- hvers konar frystingu á hluta af hækkun höfuðstóls verðtryggðra lána á einhverju ákveðnu tímabili. Ég tel enn að það komi vel til greina að skoða slíkt og það geti vel verið að það sé viðráðanlegt og skynsamlegt að gera í tengslum við það hvernig vinnst úr öðrum skuld- um, eins og gjaldeyrislánum og gengistryggðum lánum, en það á ekki að segja meira í þeim efnum en menn telja að raunhæft sé að gera og gera það þá, um leið og menn fara að gefa slíku undir fót- inn.“ Óttast atvinnuleysi mest - Framundan er vetur efnahags- legra harðinda og erfiðleika. Við blasir gerð fjárlaga gífurlegs niður- skurðar og aukinnar skattheimtu og því alls ekki hægt að segja að útlitið framundan sé bjart. Er eitthvað sem þú getur sagt við landsmenn sem fjármálaráðherra, sem gæti hugsanlega glatt þeirra geð? „Já, ég get sagt að það hefur gengið heldur betur í sumar en spár gengu út á. Ferðaþjónustan hefur í raun og veru gengið mjög vel; það hefur verið kraftur í ýmissi innlendri starfsemi; sjávarútvegur- inn hefur gert sér mikil verðmæti úr sínum rekstri og það er ágætis tekjustreymi í þeirri atvinnugrein; laun sjómanna hafa stórhækkað, enda máttu þau það svo sem, því þeir tóku á sig mikla kjaraskerð- ingu á tímum hins allt of sterka gengis. Samdráttur þjóðartekna verður því heldur minni á þessu ári en spáð hafði verið og atvinnuleysi er heldur minna en spáð hafði verið. Það er hins vegar engin leið að horfa fram hjá því að það er aftur erfiður vetur framundan. Hann verður öðruvísi en síðasti vetur, en hann verður erfiður. Það er alltaf þannig að þeim mun lengra sem við komum inn í erfitt ástand, þeim mun meira bítur það. Það er ákveð- in tímatöf í þessu, þannig að kannski er hluti af þeim erf- iðleikum sem við héldum að yrðu í vetur sem leið og síðasta vor að koma fram núna í haust og varir fram eftir vetri. En veturinn í vetur verður líka sá seinni af tveimur erf- iðustu vetrunum. Góðu fréttirnar eru þær að gangi okkur þolanlega að komast í gegn- um veturinn sem framundan er, þá eigum við að geta sagt með vorinu að við séum búin að sjá fyrir end- ann á því versta. Það þýðir að sjálf- sögðu ekki að það verði ekki áfram erfiðleikar og að okkar bíði ekki áfram löng og grýtt braut sem við þurfum að fara á endurreisnar- og enduruppbyggingartímabilinu, en það eru ágætar þjóðhagslegar for- sendur fyrir því, að þá höfum við séð það versta. Það skiptir miklu máli að fara að sjá ljós við endann á göngunum og ég hef, satt best að segja, tröllatrú á því að aðlög- unarhæfni íslensks atvinnulífs og samfélags muni reynast okkur styrkur í þessum efnum. Maður skynjar þessa aðlögunarhæfni á ýmsan hátt. Hvernig menn þrátt fyrir allt gera sér sumpart mat úr erfiðleikunum og vinna úr að- stæðum. Ég tel að það sé hægt að segja það með miklum rétti, og það er já- kvætt, að landsbyggðin almennt er að spjara sig betur í gegnum þessa erfiðleika, heldur en búast hefði mátt við. Það er skiljanlegt, ef við höfum í huga, að hér var þenslan og hér voru þær greinar sem hafa hrunið. Hér var þungamiðja fjár- málabólunnar, hér var fasteigna- og byggingabólan mest og þess vegna er samdrátturinn tilfinnanlegastur hér á þessu svæði. Erfiðleikarnir eru mjög miklir hér á höfuðborg- arsvæðinu og suð-vesturhorninu. Ég fæ líka góðar og jákvæðar fréttir eins og þá að umsvif Ice- landair verða að líkindum meiri í vetur en búist hafði verið við og þeir áætla aukin umsvif á næsta ári, miðað við árið í ár. Sama gildir um Iceland Express sem t.d. ætlar að auka millilandaflug frá Akur- eyri. Ég fæ fréttir af fyrirtækjum sem ætla að fara að auka starfsemi sína í fiskeldi og við fáum fréttir af því að prjónastofa sé að auka um- svif sín, ætli að setja upp nýja saumastofu og ráða til sín fólk. Auðvitað megum við ekki verða svo upptekin af erfiðleikunum að við tökum ekki eftir því jákvæða sem þó er að gerast. Mesta áhyggjuefnið í mínum huga, fyrir utan risavaxna glímu við ríkisfjármálin, sem verður auð- vitað óumræðilega erfið, eins og fjárlagafrumvarpið mun bera með sér, er atvinnuleysið. Ég held að at- vinnuleysið sé alveg sérstakur meinvaldur í íslensku samfélagi og fyrir íslenska þjóðarsál sem er vön mikilli vinnu og hentar illa iðju- leysi. Atvinnuleysi til lengri tíma er held ég mjög hættulegt okkur og okkar þjóðfélagsgerð. Ég óttast það meira en allt annað, ef við ætt- um eftir að festast að einhverju leyti í vítahring langtíma atvinnu- leysis ungs fólks, sem er ægilegt böl. Þjóðir eins og Finnar og fleiri hafa lent í slíku og þekkja hvers konar böl það er. Samt hef ég þá trú að Íslend- ingseðlið reynist innibera eðliseiginleika sem eru góðir við svona aðstæður og þá er ég kannski sérstaklega að hugsa um tvennt: mikla sjálfsbjargarviðleitni, frumkvæði og hugkvæmni Íslend- inga og líka samstöðu eða samhjálparhugsun þegar á bjátar. Við erum auðvitað þorpssálir í okk- ur og umtalið er oft erfitt. Við sem erum alin upp í litlum samfélögum þekkjum bæði jákvæðu og nei- kvæðu hliðarnar á því. Jákvæðu hliðarnar eru þær, að Íslendingar upplifa sig oft sem eina fjölskyldu þegar á bjátar, þó þeir tali illa hver um annan svona þess á milli! Mér finnst því að það sé margt sem muni leggjast með okkur, þótt vissulega séu erfiðleikarnir miklir. Allt snýst þetta að lokum um það, að við missum ekki niður stemn- inguna; að við missum ekki trúna á framtíðina í þessu góða landi og látum ekki svartsýnina og vonleysið læsa klónum um of í okkur. Það er stórhættulegt. Við megum ekki gef- ast upp.“ - Situr ríkisstjórnin út þetta kjörtímabil? „Það er ómögulegt að segja, en ég er nú frekar trúaður á það. Ég held að það sé mikill vilji til þess af hálfu beggja flokkanna að láta þetta þetta samstarf ganga og ég held að það sé mikill stuðningur við það úti í þjóðfélaginu. Hvað sem menn segja um þessa ríkisstjórn og verk hennar og þó hún sé gagn- rýnd, þá held ég menn sjái ekki al- veg fyrir sér hvað annað kæmi í staðinn og þar að auki er ég nú ekki svo viss um að stjórnarand- staðan hafi svo mikinn áhuga á að taka við stjórnartaumunum, við þær aðstæður sem nú eru í þjóð- félaginu. Ég held því, enn sem komið er, að það séu miklar líkur á því að þetta stjórnarsamstarf verði áfram og að það verði nú þrátt fyr- ir allt ákveðin kjölfesta í því fólgin að hafa sæmilega sterka og sam- henta meirihlutaríkisstjórn tveggja flokka við völd.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.