Morgunblaðið - 06.09.2009, Síða 18

Morgunblaðið - 06.09.2009, Síða 18
18 Leiklist MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009 Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is H ekla gnæfir að venju yf- ir Galtalækjarskógi þar sem blaðamaður og leikkona eiga stefnumót fallegt síð- sumarssíðdegi í ágúst. Þótt sólin skíni í heiði er svalt í veðri og því er ekki laust við að hrollur sé í gest- inum þegar sest er niður í einum lundinum. Því er kippt í liðinn með því að smala í skyndifótboltamót og stuttu síðar situr sú stutta kófsveitt og rjóð í vöngum að spjalli við blaða- mann. Katrín Alfreðsdóttir fæddist reyndar í Danmörku þar sem al- íslenskir foreldrar hennar, Alfreð Guðmundsson og Sólveig Karls- dóttir voru við nám. Þegar hún var tveggja ára fluttist fjölskyldan heim en tók sig aftur upp og flutti út á ný fyrir tæpum fimm árum þegar Katr- ín var sex ára. Íslenskan er þó ekk- ert vandamál en Kata viðurkennir að reka af og til í vörðurnar. „Við tölum íslensku heima en stundum tala ég svona íslensku og dönsku, ef ég man ekki öll orðin.“ Katrín hefur heldur betur þurft að beita orðunum fyrir sig undanfarna mánuði. Segja má að í byrjun ársins hafi líf hennar tekið nýja stefnu, þeg- ar hún var fengin til að leika aðal- hlutverkið í sjónvarpsþáttunum Thea og Leoparden, eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í febrúar, en þeir verða á dagskrá danska rík- issjónvarpsins í haust. Þar með reyndist sagan ekki öll sögð. „Jú, síðan er ég búin að leika í einni bíómynd sem heitir Magtens fyrster,“ uppljóstrar hún. „Þar leik ég litla systur stráks, sem er aðal- persónan. Hann er í ballett og lendir í stríðni út af því. Strákarnir fara m.a.s. að lemja hann svo ég byrja að standa með stóra bróður mínum en þá fara strákarnir að lemja mig.“ Í draugslíki í sjónvarpsmynd Kata vill ekki segja meira um söguþráðinn, enda verður eitthvað að verða eftir þegar myndin kemur í bíóhús á næsta ári. En verkefnunum er hvergi nærri lokið. „Í haust leik ég svo í stuttri sjónvarpsmynd sem heitir Ský. Það er draugamynd sem er fyrir börn og verður tekin upp í Svíþjóð. Þar leik ég stelpu sem er dáin en sá sem leikur pabba minn er með aðalhlutverkið þannig ég verð með svona „dáldið aðalhlutverk“.“ Í öllum hlutverkunum leikur Katr- ín sér talsvert yngri stelpur og bend- ir á að það hafi komið sér til góða að vera heldur lágvaxin. Tökurnar hafa verið mistímafrekar fyrir ungu leik- konuna, en lengsta verkefnið var sjónvarpsþáttaröðin sem tók fimm vikur í upptökum. Myndirnar tvær hafa hins vegar aðeins kallað á nokk- urra daga frí frá skólanum. Og eins og gefur að skilja hefur Kata þurft að leggja á sig heilmikla vinnu. „Í Thea og Leoparden æfðum við bara um morguninn sama dag og við fór- um í upptökurnar. Þá var ég bara snögg að læra því við æfðum okkur jafnóðum. Í Magtens fyrster var það Morgunblaðið/Kristinn Við Esjuna Maturinn, fjöllin og fólkið er það sem Katrín Alfreðsdóttir, 10 ára leikkona í Danmörku saknar mest frá Íslandi og hún fékk góðan skammt af því öllu í heimsókn sinni hingað í sumar. Skemmtilegt að sjá mig svona öðruvísi Hún saknar fjallanna enda búsett í einu flat- asta landi norðursins. Katrín Alfreðsdóttir er þó alíslensk en þrátt fyrir ungan aldur virðist ferill hennar sem leik- kona kominn á fulla ferð í Danaveldi. Hún talar eiginlega aldrei umhlutverkin sín og mynd- irnar heldur fara þær einfald- lega í „glemmebogen“ þar til næsti maður minnist á þær,“ segir mamma Katrínar, Sólveig Karlsdóttir, um leikferil dóttur sinnar. „En vissulega fær hún athygli út á þetta og það er allt- af verið að spyrja hana hvort hún sé að leika í mynd núna og fleira í þeim dúr. Ég held samt að hún vilji ekkert tala mikið um þetta því þá er hún hrædd um að verða kölluð merkikerti eða eitthvað slíkt.“ Sólveig segir það hálfgerða tilviljun að sú stutta var rifin inn í kvikmyndaheiminn. „Vin- kona hennar í skólanum benti umboðsmanni á hana sem leist svona vel á hana fyrir hlutverkið í sjónvarpsþáttunum. Sú kona vinnur fyrir marga aðila og læt- ur þá vita ef hún hefur barn á sínum snærum sem hún telur að geti passað í ákveðið hlut- verk. Þannig hefur þetta undið upp á sig.“ Aðspurð segir Sólveig hlut- verkin vissulega hafa valdið svolitlu róti fyrir Katrínu og fjöl- skylduna, meðan á tökum hefur staðið, ekki síst með tilliti til skólagöngu. „Sennilega hefði ég ekki tekið í mál að hún tæki fleiri hlutverk að sér ef þau hefðu kallað á jafn mikla fjar- veru frá skóla og það fyrsta, en þá þurfti hún að fá fimm, sex vikna frí.“ Það hafi þó gengið vel að vinna upp það sem þurfti. Og hún skilur vel að Kata íhugi annars konar störf en leik- listina í framtíðinni. „Hún er nefnilega búin að átta sig á því að þetta er miklu erfiðara en flestir halda. Tökurnar taka langan tíma og það þarf mikla þolinmæði þannig að þetta get- ur verið erfitt. Þetta er ekki bara glansmynd eins og sumir halda heldur heilmikil vinna.“ Engin glansmynd heldur vinna Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið í Galleríi Fold á Rauðarárstíg virka daga 10–18, laugard. 11–16 og sunnud. 14–16 Listmunauppboð í Galleríi Fold Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu fer fram mánudaginn 7. september, kl. 18.15 í Galleríi Fold, á Rauðarárstíg ÞorvaldurSkúlason Á uppboðinu er úrval góðra verka, meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna Verkin verða sýnd: sunnudag 12–17 og mánudag 10–17

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.