Morgunblaðið - 06.09.2009, Page 40
– meira fyrir áskrifendur
Heimili
og hönnun
Fáðu þér áskrift á
mbl.is/askrift
Í blaðinu verða kynntir geysimargir
möguleikar sem í boði eru fyrir þá
sem eru að huga að breytingum á
heimilum sínum.
Nánari upplýsingar veitir
Katrín Theódórsdóttir í síma 569-1105,
kata@mbl.is
Tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 16.00
mánudaginn 14. september.
Morgunblaðið gefur út glæsilegt
sérblað um Heimili og Hönnun
föstudaginn 18. september 2009
Meðal efnis verður :
Ný og spennandi hönnun..
Innlit á falleg heimili.
Áberandi litir í haust og vetur.
Lýsing á heimilum.
Sniðugar lausnir á heimilum.
Upprennandi hönnuðir.
Stofan.
Eldhúsið.
Kósý hlutir fyrir haustið.
Þjófavarnir.
Ásamt mörgu öðru spennandi efni.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009
ÞAÐ gengur væg-
ast sagt mikið á í
þessu samfélagi og
nokkuð ljóst að
hagsmunir almenn-
ings hafa ekki alltaf
setið í fyrirrúmi,
svo vægt sé til orða
tekið.
Enn er vegið að
hagsmunum al-
mennings, nú í
skipulagsmálum höfuðborg-
arinnar. Hér er um að ræða til-
lögu að nýju deiliskipulagi í mið-
borg Reykjavíkur, nánar tiltekið
tillögu að breyttu skipulagi Vall-
arstrætis og Ingólfstorgs. Til-
lagan byggist í grundvall-
aratriðum á gildandi
deiliskipulagi frá 1987, skipulagi
sem heimilar niðurrif eða brott-
flutning gömlu húsanna á svæð-
inu. Í dag eru þetta úreltar hug-
myndir.
Tillagan byggist á því að sam-
eina lóðirnar sem á standa húsin
Aðalstræti 7 (Saumsprettan),
Vallarstræti 4 (gamla Björnsbak-
arí) og Thorvaldssenstæti 2
(gamla Sigtún) og að Reykjavík-
urborg afhendi eiganda lóðanna
að auki tæplega 600 fm af Vall-
arstræti og Ingólfstorgi. Þannig
verður til rúmlega 1680 fermetra
lóð í einkaeigu við Ingólfstorg.
Lagt er til að flytja tvö gömul
hús og rífa NASA til að byggja 5
hæða, 6.587 fm nýbyggingu sem
að stærstum hluta mun hýsa hót-
elstarfsemi. Af þessum 6.587 fm
eru 1.687 fm í kjallara. Að við-
bættu rými í gömlu húsunum,
húsum sem flytja á, verður bygg-
ingarmagn á lóðinni allt að því
7.500 fm. Til samanburðar má
nefna að hótel Reykjavík Centr-
um við Aðalstræti 16 er alls 4.735
fm. Gömlu húsin við suðurenda
Ingólfstorgs á að flytja til norð-
urs yfir Vallarstræti, út á Ingólfs-
torgið. Þar verða húsin end-
urgerð. Thorvaldsenstræti 2 sem
snýr að Austurvelli verður friðað
á staðnum. Landssímahúsið, sem
liggur að þessum lóðum, er í
höndum sömu aðila. Er ætlunin
að hafa einnig hótelstarfsemi þar?
Ef svo er, væri rétt að það lægi
fyrir núna og væri hluti þeirrar
skipulagsheildar sem tekin er af-
staða til. Það er fráleitt að ekki
sé horft til alls Ingólfstorgs og
aðliggjandi lóða, frekar en að
taka til skipulags eina götu og
eina hlið torgsins, svo ekki sé tal-
að um að skoða eigi alla kvosina
sem eina heild. Þetta eru ekki góð
vinnubrögð.
Til þess að koma þessu nýja
hóteli fyrir verður:
Að minnka núverandi Ingólfs-
torg um tæpan þriðjung og
auka þar skuggavarp með nýj-
um byggingum. Tal um að
torgið verði jafnstórt eða
stækki með tilfærslu bílastæða
eða gatna er blekkingartal.
Hið sýnilega og raunverulega
torg, rammað inn af húsum
sem við það standa, minnkar.
Að færa gömul hús sem ættu
skilið vernd á staðnum vegna
varðveislugildis gamallar götu-
myndar. Sú vernd er reyndar á
þeim og vart skiljanlegt að þau
mega færa.
Að „lengja“ Vallarstræti sem
er nú þegar þekkt fyrir að
vera dimmt og næðingssamt.
Að „ýta“ elsta húsi Reykjavík-
ur, Aðalstræti 10, út af Ing-
ólfstorgi og um leið reisa yfir
því háa skuggamyndandi bygg-
ingu. Sömu örlög hljóta Að-
alstræti 12 og Vallarstræti 3,
þar er sjoppan Texas (áður
Þöll).
Að rífa hinn gamla tónlistarsal
(NASA) sem er helsti tónlist-
arvettvangur miðbæjarins og
hefur í raun unnið sér friðhelgi
og rétt til friðunar, enda eini
tónlistarsalur gamla miðbæj-
arins sem eftir stendur og er
þekktur fyrir einstakan hljóm-
burð. Að vísu er lagt til að sal-
urinn verði endurbyggður í
kjallara nýrrar byggingar en
óvíst er um hvort af því verður
eða hvernig til tekst.
Að afhenda einkaaðila tæplega
600 fm af borgarlandi, vinsælu
almenningsrými.
Eru þessar breytingar til hags-
bóta fyrir almenning í Reykjavík?
Svarið hlýtur að vera nei. Það er
langt því frá að verið sé að bæta
aðstæður borgarbúa til dvalar og
starfa í miðborginni. Það er verið
að rýra gæði miðborgarinnar.
Ingólfstorg og núverandi götu-
mynd, með gömul timburhús að
uppistöðu, eru menningarverð-
mæti sem ber að varðveita á sín-
um upprunalega stað. Skipulags-
tillagan þjónar fyrst og fremst
hagsmunum lóðareiganda og
byggingaraðila en ekki almenn-
ings. Þess vegna ber að mótmæla
henni. Það er réttur okkar.
Þann rétt hafa borgaryfirvöld
gefið okkur kost á að nýta til 11.
september. Þeir sem vilja mót-
mæla sendi tölvupóst á skipu-
lag@rvk.is. Þeir sem ekki and-
mæla tillögunni teljast
samþykykir henni. Til þess eru
vítin að varast þau, sbr. turna við
Höfðatorg. Klúðrum ekki fleiri
svæðum í höfuðborginni.
Eyðilegging á Ingólfstorgi
Eftir Eirík G.
Guðmundsson og
Sölva Sveinsson
» Í greininni er tillögu
um breytt skipulag
Ingólfstorgs og Vall-
arstrætis andmælt og
aðrir borgarar hvattir
til þess sama.
Eiríkur G.
Guðmundsson
Höfundar eru sagnfræðingar.
Sölvi
Sveinsson
FJÖLMIÐLAR
eru farnir að ræða
það sem hvíslast hef-
ur verið á um um
skeið, steypurisa sem
íhugar að hlamma
sér niður við elstu
hús Reykjavíkur og
ýta húsum inn á
Hallærisplan eða
Ingólfstorg. Þeir sem
fyrir þessu standa
vísa til gamaldags
deiliskipulags frá 1988.
Eyðilegging miðborgahúsa átti
sér stað víða í Vesturheimi á sjö-
unda áratug síðustu aldar. Nú
fjörutíu árum síðar er enn verið
að vinna í þessum anda hér. Mið-
bæjarmarkaðurinn skyggir síðan
á þessum tíma á elstu hús
Reykjavíkur við Aðalstræti og í
Grjótaþorpi og nú stendur til að
bæta við 5 hæða steypuhlunk sem
nær frá smáhýsi við Austurvöll
að Aðalstræti. Þetta er tíma-
skekkja og voði.
Myrkur og skuggi eru óvinir í
landi sem hangir í heimskauts-
baugi. Allir sem koma í miðbæinn
skynja gæðin sem felast í birt-
unni og skjólinu á okkar opna
stóra Austurvelli. Svipuð lífsgæði
eru á Ingólfstorgi sem skartar
mannlífi árið um kring. Skugginn
af nýja hótelinu og
húsunum á Ingólfs-
torgi verður stór á
Jónsmessu svo ekki
sé talað um skamm-
degið.
Þeir sem verja
þessar framkvæmdir
segja að torgið
stækki þótt inn á það
flytjist stórhýsið
Hótel Vík og hús
Saumsprettunnar.
Þetta er álíka og að
segja að maður sem
missi fæturna stækki
við það að fitna. Sem sagnfræð-
ingur og íbúi fullyrði ég að leifar
nítjándu aldar húsasögu og rými
borgarbúa til framtíðar skaðist
við þessa ráðagjörð.
Ótaldar eru innvortis skemmd-
irnar á salnum aftan við Nasa-
Sigtún-Sjálfstæðishúsið-
kvennaskólann sem snýr framhlið
að Austurvelli. Gamlar innrétt-
ingar reykvískra samkomuhúsa
hafa verið fjarlægðar, nema
kaffihús Mokka. Innviðir Nausts-
ins, Hótel Borgar, Hressing-
arskálans, Kaffi Traðar og
Reykjavíkur apóteks hurfu – svo
mætti lengi telja. Enga innan-
hússsögu má lengur lesa úr inn-
réttingum opinna staða. Borgir
stæra sig af veitingahúsum sem
standa óbreytt og vekja upp til-
finningu fyrir liðinni tíð – nema
Reykjavík. Salurinn í Nasa verð-
ur lítils virði niðurgrafinn, því
hann hefur sitt gildi af samheng-
inu við framhúsið. Hver vill fara í
neðanjarðarbyrgi með hálfu
Nasa-Sigtúni að leita gleðinnar?
Eftir hrun er sárt að sjá enn
gengið á verðmæti fortíðar. Af
hverju fær þetta glæsihótel og
meistarasmíð eins okkar virtasta
arkítekts ekki að standa hjá tón-
listarhúsinu við höfnina? Þar eru
dýrlegar lóðir með fínasta útsýni.
Ráðamenn, íhugið ábyrgðina
gagnvart framtíðinni þegar þið
gerið mistök af þessu tagi. Upp-
gjör framtíðar verður sárt, eins
og eftir mistökin með Fjalakött-
inn. Við eigum rétt á opinni og
bjartri Kvos. Jafnt hjólabretta-
krakkar, bifhjólasamtök lýðveld-
isins, ísfíklar sem hlöllaelsk-
endur, unnendur útitónleika og
útifunda. Látum ekki taka af
okkur fleiri sólskinsstundir.
Ingólfstorg verði
Skuggatorg?
Eftir Þórunni Erlu-
Valdimarsdóttur »Ráðamenn, íhugið
ábyrgðina gagnvart
framtíðinni þegar þið
gerið mistök af þessu
tagi.
Þórunn Erlu-
Valdimarsdóttir
Höfundur er sagnfræðingur
og rithöfundur.