Morgunblaðið - 06.09.2009, Side 42
42 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009
á haustið!
Erikurnar eru
komnar í BYKO!
Vnr. 55092220
Eríkur
Eríkur 3 stk. fæst í BYKO Breidd,
Kauptúni, Granda og Selfossi.
1.190
3 stk. í pakka
Lífgaðu upp
ÞEGAR hug-
myndin að stofnun
Klúbbsins Geysis var
að þróast á árunum
um og eftir 1996 voru
úrræði til endurhæf-
ingar geðsjúkra eftir
veikindi og dvöl á
geðdeildum mjög fá-
breytt. Flest umræða
fór fram fyrir luktum
dyrum fordóma og
ótta, hvort heldur var hjá fag-
aðilum, sjúklingunum sem þeir
áttu að annast eða aðstandendum.
Þannig endurspeglaði samfélagið
veruleika sem erfitt gat reynst að
brjóta upp. Hin síðari ár hefur þó
orðið mikil breyting til batnaðar og
öll umræða orðin opnari og réttindi
þeirra sem stríða við geðræn veik-
indi metin til jafns við þá sem lík-
amleg veikindi hrjá. Þar vegur
kannski þyngst réttur hvers og
eins til að taka ábyrgð á eigin lífi.
Að frjálsborinn einstaklingur hafi
rödd og að á hann sé hlustað á
hans eigin forsendum; að geðræn
veikindi séu ekki lokað hólf, heldur
tækifæri sem hægt er að nýta til
annarra og stærri sigra úti í sam-
félaginu.
Fjölmargir einstaklingar og
hagsmunasamtök hafa unnið hér
þarft og mikilvægt verk. Ég held
þó að á engan sé hallað að nefna
frumkvöðla- og hugsjónastarf Önnu
S. Valdemarsdóttur iðjuþjálfa við
að bæta endurhæfingarmöguleika
geðsjúkra, kynna og efla hug-
myndafræði Fountain House á Ís-
landi og stofnun Klúbbsins Geysis
árið 1997. Fljótlega myndaðist
sterkur hópur félaga, hags-
munaaðila og aðstandenda sem
vildu taka þátt í stefnumótun, svo
að draumurinn gæti orðið að veru-
leika. Í framhaldi af því tók klúbb-
urinn til starfa af fullum krafti árið
1999 og afmæli Geysis því miðað
við það ár.
Sá er hér skrifar hóf
störf í Geysi haustið
2002. Þá voru mikil
tímamót hjá klúbbn-
um, þegar hann flutti í
varanlegt húsnæði í
Skipholti 29, en frá
1997 hafði hann verið í
ótryggu húsnæði og
flutt að minnsta kosti
fjórum sinnum. Það
var fyrir atorku Kiw-
anishreyfingarinnar á
Íslandi að landsöfnun
hreyfingarinnar árið 2001 undir
kjörorðinu – Gleymum ekki geð-
sjúkum – skyldi meðal annars
helguð framtíðarlausn á húsnæðis-
málum Geysis.
Það er margs að minnast frá
þessum tíma, en það sem hæst ber
í mínum huga eru þeir frábæru fé-
lagar sem hafa sótt klúbbinn með
það markmið að ná betri tökum á
lífi sínu og sjúkdómum. Þeir hafa
unni mikið þrekvirki og óeig-
ingjarnt starf og gert Geysi að því
mikilvæga endurhæfingarúrræði
sem hann er geðsjúkum í dag. Fé-
lagar Geysis eru og eiga að vera
það afl sem mótar og heldur utan
um starfið. Þar liggja ræturnar
sem munu leiða Klúbbinn Geysi
inn í farsæla framtíð. Í dag, 6.
september, eru 10 ár síðan Klúbb-
urinn Geysir var stofnaður. Til
hamingju með daginn Geysisfélag-
ar. Sjá nánar: kgeysir.is og icc-
d.org
Eftir Benedikt
Gestsson
Benedikt Gestsson
» Félagar Geysis eru
og eiga að vera það
afl sem mótar og heldur
utan um starfið. Þar
liggja ræturnar sem
munu leiða Geysi inn í
farsæla framtíð
Höfundur er verkefnastjóri
í skrifstofudeild Klúbbsins Geysis
Félagar Klúbbsins
Geysis eru
drifkrafturinn
SÁRSAUKINN er
ávallt besti kenn-
arinn, en hann getur
líka verið banvænn.
Ég hef tekið mér
nokkra daga og hug-
leitt það hvaða lær-
dóm við Íslendingar
höfum öðlast af sárs-
auka undanfarinna
mánaða. Mánaða
óvissu, kvíða, upp-
gjafar, gjaldþrota,
sjálfsmorða, fátæktar, hungurs,
ráðaleysis, skilningsleysi, fólks-
flutninga og ekki síst reiði. Ekki
vegna þess að mig langi að dvelja
í fortíðinni, það er ekki minn stíll,
heldur hitt hvað verður til þess að
menn eins og ritstjóri Morg-
unblaðsins Ólafur Stephensen,
háttvirtur fyrrverandi dóms-
málaráðherra Björn Bjarnason og
jafnvel frelsishetja Íslendinga
Egill Helgason sjónvarpsmaður
mæla með því að einkavæða örfá-
ar eigur almennings á þann hátt
sem OR og Magma hafa gert
vegna skipunar frá AGS.
Morgunblaðið lyftir Magma til
hæstu hæða í skrifum sínum.
Koma innherjaupplýsingar frá
Glitni inn á borð ritstjórnarinnar?
Hvar liggja hagsmunirnir núna og
hverra eru þeir?
Skrif þessara manna um inn-
komu Magma að orkugeiranum
hafa gert það að verkum að sárs-
aukinn, frá því að Ísland hrundi,
verður óbærilegur fyrir marga og
framtíðin sýnist án lausna. Það
breytist ekkert!
Mig langar að flytja, líkt og
marga aðra, með alla mína fjöl-
skyldu. Burt frá siðleysinu, áróðr-
inum, klíkuganginum, frjáls-
hyggjugeggjuninni og pólitíkinni
sem nær botninum enn eina ferð-
ina.
Óbærilegur málflutningur þess-
ara talsmanna um mikilvægi
einkavæðingar, enn eina ferðina í
skjóli nætur, gegn hagsmunum
komandi kynslóða er sárari en
tárum tekur því ég
og fleiri höfum virt
þá alla sem talsmenn
réttlætis.
Verður það svo að í
þeim sársauka sem
allt tilfinningatengt
fólk hefur þurft að
líða sé engan lærdóm
að finna?
Er það svo að sér-
hagsmunir fárra, eins
og ritstjóra Morg-
unblaðsins og fjöl-
skyldu hans, verða
enn eina ferðina til
þess að Ísland hverfur inn í
bandalag við gráðugar klíkur
manna, og nú kvenna líka, með
áróðri um mikilvægi þess að selja
eigur þjóðar sinnar?
Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna
gerir þjóðarbrotum heimilt að
nýta auðlindir sínar sjálfar. Burt
með ykkur gráðugu karlar og
kerlingar. Við eigum auðlindirnar
sjálf!
Er einkavæðingar- og pen-
ingavændið að taka á sig nýja
mynd, með nýjum áróðursmeist-
urum? Misstu þeir ef til vill eng-
an svefn í hruninu vegna græðgi
fárra í eigur almennings, Ólafur,
Björn og Egill? Kunna þeir ekki
að óttast fyrir hönd annarra en
sinna eigin?
Ég taldi mig hafa lært það af
hruninu að ég hefði átt að gala
hærra, hrópa oftar og standa á
torgum með minn áróður. Ég ótt-
ast hinsvegar núna að sársaukinn
sé banvænn og að enginn nenni
að hrópa eða láta í sér heyra og
til sín taka.
Fólk þreytist.
Fjölmiðlamenn, í skömm sinni,
segja um okkur sem vöruðum við
græðginni að við séum bara
dómsdagsboðberar (Bogi Ágústs-
son á Bylgjunni ) en eigum við þá
að þegja þunnu hljóði núna? Við
sem sjáum að í huga forstjóra
Magma er engan Mandela að
finna. Jón Sigurðsson er látinn!
Ekkert heyrist í Framsókn,
flokknum sem ég treysti að hefði
endurnýjast úr spilltri klíku OR,
REI, Kaupþingsmanna, Glitn-
ismanna, Landsbankamanna og
CO. Afla sem léku sér sem einn
maður væri að því að flengja
þjóðina í nafni lyginnar, það er
stjórnmálamanna og útrásar, for-
setans og fjölmiðla.
Sigmundur Davíð, hverra er-
inda „þegir“ þú núna?
Ég get ekki galað lengur.
Aths. ritstj.
Vegna þeirra dylgna, sem Jón-
ína Benediktsdóttir setur fram í
grein sinni um ritstjóra Morg-
unblaðsins og fjölskyldu hans, er
rétt að taka eftirfarandi fram.
Eiginkona ritstjóra Morgunblaðs-
ins starfar á útibúasviði Íslands-
banka. Hún býr ekki yfir neinum
innherjaupplýsingum um Magma
Energy eða annað það, sem
greinarhöfundur gerir að umfjöll-
unarefni. Ritstjórinn og fjölskylda
hans eiga engra hagsmuna að
gæta. Vangaveltur Jónínu um
slíkt eiga sér enga stoð í veru-
leikanum.
Sigmundur Davíð!
Hverra erinda „þegir“ þú?
Eftir Jónínu Bene-
diktsdóttur » Skrif þessara manna
um innkomu Magma
að orkugeiranum hafa
gert það að verkum að
sársaukinn, frá því að
Ísland hrundi, verður
óbærilegur...
Jónína
Benediktsdóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri
detox.is.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
alla útgáfudaga aðsendar um-
ræðugreinar frá lesendum.
Blaðið áskilur sér rétt til að
hafna greinum, stytta texta í
samráði við höfunda og
ákveða hvort grein birtist í
umræðunni, í bréfum til
blaðsins eða á vefnum mbl.is.
Blaðið birtir ekki greinar,
sem eru skrifaðar fyrst og
fremst til að kynna starfsemi
einstakra stofnana, fyr-
irtækja eða samtaka eða til
að kynna viðburði, svo sem
fundi og ráðstefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem þurfa að senda
Morgunblaðinu greinar eru
vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Form-
ið er undir liðnum „Senda inn
efni“ ofarlega á forsíðu
mbl.is. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Ekki er lengur tekið við
greinum sem sendar eru í
tölvupósti.
Í fyrsta skipti sem formið
er notað þarf notandinn að
nýskrá sig inn í kerfið, en
næst þegar kerfið er notað er
nóg að slá inn netfang og
lykilorð og er þá not-
andasvæðið virkt.
Ekki er hægt að senda inn
lengri grein en sem nemur
þeirri hámarkslengd sem gef-
in er upp fyrir hvern efn-
isþátt en boðið er upp á birt-
ingu lengri greina á vefnum.
Nánari upplýsingar gefur
starfsfólk greinadeildar.
Móttaka
aðsendra
greina