Morgunblaðið - 06.09.2009, Qupperneq 55
Auðlesið efni 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009
Fjölskylduhjálp Íslands út-hlutaði 500
skóla-pökkum í síðustu viku. Um er að
ræða skólapakka fyrir nemendur í
grunn-skóla og framhalds-skóla. Þetta
er af-rakstur söfnunar í Kringlunni sem
Skóla-stoðin stóð fyrir.
„Mark-miðið var að safna rit-föngum
fyrir 100 börn en eftir helgina vorum við
með skóla-töskur og rit-föng fyrir um
500 börn á aldrinum 6-18 ára,“ segir
Íris Lind Sæmundsdóttir, einn
að-standenda sam-vinnu-verkefnisins
Skólastoðarinnar.
„Við aug-lýstum fram-takið með
tölvu-pósti og á Facebook og fengum
að-stöðu í Kringlunni til að taka á móti
varningi,“ segir Íris Lind. Hún segir að
við-brögð almennings og fyrir-tækja hafi
farið fram úr björtustu vonum, ekki hafi
aðeins verið gefinn notaður
skóla-varningur heldur hafi fyrir-tæki og
almenningur einnig gefið nýjar vörur til
söfnunarinnar. Aðstandendur
Skólastoðarinnar eru auk Írisar Lindar
þær Alma Tryggvadóttir, Hildur Sunna
Pálmadóttir og Margrét Ágústa
Sigurðardóttir.
Skóla-pökkum út-hlutað
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Ég lagði upp með að gera
trú-verðuga mynd um
venjulegt fólk sem lendir í
óþægilegum að-stæðum,“
segir Júlíus Kemp, leik-stjóri
spennu-tryllisins „Reykjavík
Whale Watching Massacre“
sem frum-sýndur var í
Reykjavík, Keflavík, á
Akureyri og á Selfossi
síðast-liðinn föstudag.
Myndin segir í stuttu máli frá
hópi ferða-manna sem fara í
hvala-skoðun en lenda í
miklum ógöngum þegar þeir
hitta snar-brjálaða
hval-veiðimenn.
Þótt töluvert af blóði flæði í
myndinni, og ofbeldið sé
mikið, segir Júlíus að þetta
sé ekki „splatter“ eða
svo-kölluð B-mynd, eins og
margir hafa haldið.
Það þarf ekki að koma
neinum á óvart að R.W.W.M.
sé bönnuð börnum yngri en
16 ára, enda ansi
óhugnanleg á köflum.
Aðal-hlut-verk leika Helgi
Björnsson, Stefán Jónsson,
Ragnhildur Steinunn
Jónsdóttir, Guðrún
Gísladóttir, Pihla Viitala,
Þorvaldur Davíð
Kristjánsson, Snorri
Engilbertsson, Terrence
Anderson, Nae Yuki og
Aymen Hamdouchi.
Handritið skrifaði Sjón og
það er byggt á hugmynd eftir
Torsten Metalstein Hvas og
Sjón.
Vönduð mynd eftir góðu handriti
Slökkviliðs-menn í Kaliforníu
eygja nú árangur í baráttunni
við víðáttu-mikla skógar-elda
sem hafa geisað í rúma viku í
nágrenni Los Angeles.
Eldarnir hafa þegar brennt
yfir 50.000 hektara svæði en
vegna aukins raka hefur
starfið gengið betur. Enn mun
þó nokkur tími líða þar til
eldurinn verður haminn auk
þess sem hann gæti blossað
upp á ný.
Eldurinn hefur eyði-lagt yfir
60 heimili og tveir slökkviliðs-
menn létust er bifreið þeirra
valt við bjarg-brún. Stað-fest
hefur verið að skógar-eldarnir
væru af völdum íkveikju.
Eldar í
Kaliforníu
Forseti Íslands, Ólafur
Ragnar Grímsson, hefur
stað-fest lög um ríkis-ábyrgð
á láni Trygginga-sjóðs
inni-stæðu-eigenda og
fjár-festa frá breska og
hollenska ríkinu. Um leið gaf
hann út skrif-lega yfir-lýsingu.
Þar er bent á að í lögunum
um ríkis-ábyrgð séu
marg-víslegir fyrir-varar.
Sam-staða hafi náðst á
Alþingi og utan þess um að
af-greiða lögin í krafti
þessara fyrir-vara. Eðlilega sé
þó enn and-staða við málið
„eins og undir-skriftir um
10.000 Íslendinga, sem
forseta hafa borist, eru
meðal annars til vitnis um“.
Þá segir í yfir-lýsingunni:
„Forseti hefur því ákveðið að
stað-festa lögin með
sérstakri áritaðri til-vísun til
fyrir-vara Alþingis.“
Forsetinn
skrifaði undir
Icesave-lögin
Eiður Smári Guðjohnsen er
orðinn liðs-maður hjá
franska félaginu Mónakó,
fyrstur Íslendinga. Hann
skrifaði undir tveggja ára
samning við liðið eftir að
hafa gengist undir ítar-lega
læknis-skoðun og Barcelona
og Mónakó höfðu komist að
samkomulagi um
kaup-verðið sem getur orðið
hæst 2 milljónir evra, 360
milljónir króna, en það er
tengt árangri hans með
félaginu.
,,Þetta er ný áskorun sem
ég tekst á við. Mónakó á
glæsi-lega sögu og ég hlakka
til. Það sem þjálfarinn sagði
varðandi hlut-verk mitt með
liðinu fannst mér áhuga-vert.
Ég get vonandi miðlað af
reynslu minni til liðsins og
get vonandi skorað mörg
mörk. Ég vil bara fá að spila
fót-bolta sem ég fékk ekki
gera nógu mikið hjá
Barcelona,“ sagði Eiður.
Eiður Smári til Mónakó
Jóhannes Kristjánsson,
eftir-herma, einn vinsælasti
skemmti-kraftur landsins,
gekkst undir hjarta-ígræðslu á
Sahlgrenska sjúkra-húsinu í
Gautaborg í síðustu viku.
Jóhannes fékk alvarlegt
hjarta-áfall í byrjun júní. Til
þess að bjarga lífi hans var
flogið með hann til
Gautaborgar þar sem grædd
var í hann hjarta-pumpa til
þess að halda hjarta hans
gangandi. Síðan hefur hann
beðið eftir nýju hjarta.
„Það var hringt í okkur um
fjögur-leytið á mánu-daginn og
við vorum komin í loftið um
hálf-sex-leytið. Jóhannes fór
beint í að-gerðina þegar við
komum til Gautaborgar eða
um mið-nætti að íslenskum
tíma,“ segir Halldóra.
„Ég fékk að fara í mjög
snöggt bað og síðan beint á
skurðar-borðið. Að-gerðin
gekk mjög vel og allt hefur
gengið afar vel í kjöl-farið,“
sagði Jóhannes.
Læknarnir eru að sögn
eigin-konu Jóhannesar mjög
ánægðir með hversu vel
að-gerðin tókst. Jóhannes var
kominn á gjörgæslu-deild um
tólf klukku-stundum eftir
að-gerðina.
„Ætli þeir haldi mér ekki hér
eitthvað áfram, a.m.k. meðan
ég er á öllum þessum lyfjum,“
sagði Jóhannes Kristjánsson.
Jóhannes Kristjánsson
Fékk nýtt hjarta
Niður-stöður kosninganna í
Japan þykja sögu-legar því
aðeins einu sinni á síðast-
liðnum fimmtíu árum hafa
frjáls-lyndir misst völdin.
Jafnaðar-manna-flokkurinn
vann meira en 300 sæti af
480 sætum í valda-mikilli
neðri deild þingsins.
Jafnaðar-menn hafa m.a.
lofað almenningi að horfið
verði frá hörðum kapítalisma
og komið á fót öflugra
félags-kerfi. Breytt utan-ríkis-
stefna hefur einnig verið
boðuð þar sem sjónum verði í
auknum mæli beint til Asíu
og unnið að meira sjálf-stæði
gagnvart Bandaríkjunum.
Kosningarnar eru taldar
marka tíma-mót í sögu
japansks lýð-ræðis.
Kosningar
í Japan