Saga - 1952, Page 5

Saga - 1952, Page 5
263 Arasonar riddara og Akra-Kristínar, konu hans. Móðir Bergljótar var Sezelja Þorgrímsdóttir í Lögmannshlíð Þorleifssonar og Þórdísar Jóns- dóttur á Svalbarði Magnússonar og konu hans Ragnheiðar á rauðum sokkum Pétursdóttur Loftssonar Ormssonar Loftssonar ríka.1) Berg- ljót var því í báðar ættir komin af sumum mestu höfðingjum landsins á sínum tíma. Jón Sigurðs- son lögmaður og Bergljót voru skyld að öðrum og þriðja þannig: Jón á Svalbarði — Sigurður — Jón lögmaður á Reynistað. — Þórdís — Sezelja — Berg- ljót. Jafnskyld var Bergljót konu Þorbergs sýslu- manns Hrólfssonar, Halldóru, er var systir Jóns lögmanns Sigurðssonar. Er þá auðskilið, hvers vegna þeir bræður Sigurður og Þorbergur Hrólfssynir gerast verjendur Þórdísar á Al- þingi 1618, eins og síðar verður vikið að. En skyld var Bergljót Guðbrandi biskupi að þriðja og sjötta, þannig: — Loftur Ormsson — Pétur — Ragnheiður — Þórdís — Sez- elja — Bergljót. — Jón lögm. Sigmundsson — Helga — Guðbrandur biskup. ömmubræður Bergljótar voru þeir synir Jóns á Svalbarði, Sigurður, Jón lögmaður, Magnús prúði og Staðarhóls-Páll, og ömmusystir henn- ar var Steinunn lagskona sira Björns á Meli Solveig Þorleifsdóttir 1) Sýslum. æfir II. 320-321.

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.