Saga - 1952, Qupperneq 6
264
Jónssonar biskups Arasonar, síðar kolia ólafö
Jónssonar á Geitaskarði. Bergljót var því einn-
ig t. d. skyld þeim Ara sýslumanni MagnúSsyni
í ögri, Þorleifi bróður hans sýslumanni á Hlíð-
arenda og systkinum þeirra að öðrum og þriðja.
Jafnskyld var hún Jóni sýslumanni Björnssyni
á Grund og systkinum hans. Má segja, að Berg-
ljót hafi verið í allnáinni frændsemi eða mægð-
um við flestallt stórmenni landsins um 1600. Má
af því ráða, að Tómas Böðvarsson, bóndi henn-
ar, hafi eigi heldur verið lítilla manna, því að
annars hefði hann naumast fengið Bergljótar,
því að þá og lengi síðan var þess venjulega vand-
lega gætt, að jafnræði væri með hjónaefnum,
sem kallað var, og var þá átt við það, að bæði
væru velættuð og svipuð að manngildi, og að
lagt væri fram fé af beggja hendi til hjónalags-
ins svo sem sæmilegt mætti telja og lög stóðu til.
Fyrir því hefur ættar þeirra hjóna, Tómasar
og Bergljótar, verið svo getið sem nú var greint,
að það má verða nokkuð til skýringar ýmsum
atriðum í máli því, sem hér verður gert að um-
talsefni.
Börn þeirra Tómasar og Bergljótar eru nefnd
þrjú og ættir frá þeim taldar. Systkin Bergljót-
ar eru fjögur talin, þar á meðal sira ólafur að
Stað í Steingrímsfirði og Þórdís, sú er hér kem-
ur mest við sögu.1) Þórdís sýnist hafa verið
yngri en Bergljót og hefur, er saga þessi hefst,
dvalizt ógift með syStur sinni og mági að Sól-
heimum. Björn á Skarðsá, sem þó hefur dvalizt
á næstu grösum og hlýtur að hafa verið nákunn-
ugur mönnum og atburðum, er furðu fámálug-
1) Sýslum. æfir II. 321.