Saga - 1952, Page 7
265
ur um þá, en Espólín og Bogi Benediktsson
hafa ekkert um þá fram yfir Björn, og hafa þéir
sýnilega fylgt honum svo langt sem sagnir
þeirra ná.1) Greinilegust og rækilegust er
skýrsla Jörgens Daníelssonar fógeta, sem um
mál þetta er rakin í dómi umboðsdómaranna
1618 á alþingi,2) en ummæli Bjarnar á Skarðsá
fylla þó skýrslu þessa um fáein atriði.
Árið 1607 eða snemma árs 1608 hefur verið
komið orð á það í sveitinni, að Tómas ætti vin-
gott við Þórdísi mágkonu sína eða að minnsta
kosti, að hún væri þá við karlmann kennd. Leit-
ar Þórdís þá til Jóns lögmanns á Reynistað,
frænda síns og sýslumanns í Hegranessþingi,
tjáir honum orðróminn og beiðist þess, að hann
leyfi henni að vinna eið fyrir allt holdlegt sam-
neyti við karlmenn, með því að hún hafi orðið
fyrir orðrómi þar um. Spurði sýslumaður hana
þá, hvort nokkur hefði borið það upp á hana,
en hún kvað nei við því. En örðrómurinn hefur
gengið um sveitina. Var það alsiða um þessar
mundir og lengi síðan, að konur, einkum þær,
sem í betri kvenna tölu voru hafðar, synjuðu
nieð eiði fyrir allt samlag við karlmenn til þess
að hrinda slíkum orðrómi. Má nefna til dæmis
Málfríði Benediktsdóttur frá Háeyri og Sigríði
Magnúsdóttur (stórráðu) frá Sjávarborg, sem
báðar sóru slíkan eið á alþingi 1660,3) og al-
kunnur er eiður Ragnheiðar Brynjólfsdóttur
1) Annales Island. I. 196, 197, 200, 209, Árbækur
v- 121, 122, 128, VI. 3, Sýslum. æfir I. 375, sbr. II. 320-
321.
2) Alþingisb. íslands IV. 386-393.
3) Alþb. ísl. VI. 472, 474.