Saga - 1952, Side 8

Saga - 1952, Side 8
266 biskups. Sýslumaður kvað Þórdísi enga nauð- syn að vinna eið þenna, með því að enginn hefði bórið hana sök. Sennilega hefur lögmaður heyrt orðróminn, eigi síður en aðrir, en hann hefur ef til vill grunað, að orðrómurinn væri ekki með öllu tilhæfulaus, og honum hefur því líklega verið óljúf eiðvinning hennar. Líka má vera, að hann hafi talið eiðvinninga gera illt verra, með því að byggðarrómnum væri gefinn byr undir báða vængi með henni. En eigi linnti umtali manna í byggðarlaginu um óskírlífi konunnar, sem nú fór þess enn á leit við lögmann á Seylu- þingi í apríl 1608, að hún fengi að vinna eiðinn. Lét sýslumaður nú til leiðast og leyfði henni að vinna eið þenna „eftir landsins vísu og vana“. Sór Þórdís nú, að hún hefði aldrei komið til sam- lags við nokkurn mann, lífs eða liðinn, til barns- getnaðar. En eiður þessi reyndist rangur, því að daginn fyrir Mikaelsmessu (þ. e. 28. septem- ber) sama ár fæddi hún meybarn í heiminn. Eftir því hefur hún verið á fjórða mánuði með- göngutímans, ef hann er talinn 9 mánuðir, svo sem venjulegast er, þegar hún vann eiðinn. Þegar þetta gerðist, hafði Stóridómur verið lög í landi hér rúmlega 40 ár. Barneign utan hjónabands var þá refsiverð, jafnvel þótt eng- um meinum væri til að dreifa. Slík barneign var frillulífisbrot, sem varðaði hvort foreldra fyrsta sinni 18 álnir vaðmála. Slíka smásekt hefði Þórdísi eða aðstandendum hennar auðvit- að verið auðvelt að greiða. Og úr því að mann- orð hennar var spjallað opinberlega, þá varð kostur hennar ekki verri, þó að sektin væri greidd. En að lögum og landsvenju þá og lengi síðan átti að gera raun til faðernis hvers óskil-

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.