Saga - 1952, Page 10

Saga - 1952, Page 10
268 vseri faðir að barni hennar, enda líklegt, að byggðarrómurinn hafi að því beinzt um leið og hann kom upp. Nú er farið að grafast fyrir um barnsfaðern- ið. Það var venjulega verk prestsins að leita frétta um slíkt, ef á þurfti að halda. En stund- um reyndist erfitt að sannreyna þetta atriði. Við bar, að konur neituðu með öllu að segja til faðernis barna sinna. Stundum tilnefndu barns- mæður ónefndan mann, sem fundið hefði þær í haga úti, og kváðust þá annaðhvort ekki vita nafnið eða greindu eitthvert nógu alvanalegt nafn, svo að ógerningur reyndist að finna þann, sem til var vísað. En Þórdís Halldórsdóttir hafði ekki þann hátt á. Hún fullyrti það blátt áfram, að hún hefði alls ekki í þær vændir kom- izt með nokkurum karlmanni, að hann gæti ver- ið faðir barns hennar. Þessi sögn Þórdísar gerði auðvitað illt verra, enda þótt trúgirni almenn- ings væri á þeim tímum lítil takmörk sett, því að framburður hennar hefur blátt áfram styrkt grun margra manna og orðróm um getnað barns- ins í meinum, og þá hefur ekki öðrum verið við það dreift en Tómasi Böðvarssyni, námági barnsmóðurinnar. Nú var úr vöndu að ráða, og hafði Jón lögmaður Þórdísi frændkonu sína því með sér til alþingis 1609. Leitaði hann nú ráða í lögréttu um það, hvernig með mál þetta skyldi fara. Þar kom og Tómas Böðvarsson og bauð tylftareið til synjunar því, að hann væri faðir barns Þórdísar. En enginn þorði þá að bera upp á hann faðernið. Og varð því eigi af eiðvinn- ingu. Lögrétta virðist engin svör hafa getað veitt við spurningu lögmanns. Höfuðsmaður var þá Herluf Daa. Hafði hann komið út um

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.