Saga - 1952, Page 22

Saga - 1952, Page 22
280 þeim hætti, sem hún var fengin. Lögmaður hef- ur þó sennilega ekki farið af þinginu þegar í stað, enda hefði hann átt að nefna dóm um mál Þórdísar, ef til slíks hefði komið, og leiða til lykta dóm um föngun Tómasar. En engir voru til dómnefnu og ætla má, að lögmaður hafi haft Þórdísi með sér heim af þingi. Fógeti hefur svo haldið suður til Bessastaða, en það eitt hafði hann upp úr ferðinni að fá svokallaða faðernis- lýsingu Þórdísar með hótun um pyndingar og sennilega heyra hana þegar tekna aftur. Höfuðsmanni hefur að líkindum þótt erindi fógeta á Vallalaugarþing hafa orðið fulllítið. Til er kvörtun eða kæra, sem höfuðsmaður sýnist hafa sent konungi um framferði Islendinga og meðferð þeirra á barnsfaðernismálum, og er það sérstaklega nefnt, að fógeti höfuðsmanns hafi sagzt hafa verið viðstaddur, er biskup hafi spurt eina slíka barnsmóður, en hún hafi varið sig svo „artigen", að biskup hafi gengið frá og sagt, að bezt væri að fela málið á vald drottins. Síðan hafi konan undir eins lýst bónda systur sinnar föður að barninu, er hún sá böðulinn „med en jomfru" (þ. e. skrúfuklemmuna). Því næst segir höfuðsmaður, að það sé sannarlega þörf á því, að beitt sé viðeigandi þvingunarráð- um við slíkar forhertar og guðlausar manneskj- ur, enda þótt recessinn banni slíkt, áður en dóm- um sé genginn.1) Virðist ekki geta orkað tví- mælis, að hér sé átt við atburðina á Vallalaugar- þingi árið 1612. Nú fara engar sögur af Þórdísi og máli henn- ar fyrr en 1618, og voru þá 10 ár liðin síðan 1) Alþb. ísl. IV. 327.

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.