Saga - 1952, Síða 28
286
Bessastaða 4. júlí, enda var fjölda mála ólokið,
þeirra er þeir skyldu hafa dæmt.1)
Björn á Skarðsá segir,2) að Þórdísi Halldórs-
dóttur hafi verið drekkt á Þingvelli samkvæmt
dómi umboðsdómendanna. En Tómas Böðvars-
son varð aldrei tekinn hér til refsingar, enda
þótt hann hafi komið til landsins einu sinni eða
oftar.
Þetta mál sýnist, með öðru fleira, hafa haft
nokkur eftirköst fyrir Herluf Daa. Þegar nefnd-
ardómendurnir hafa kveðið upp dóm sinn yfir
Þórdísi Halldórsdóttur, þá hefur þeim verið
sagt, að meðferð máls þessa hafi hvorki fyrir
þeirra dómi né áður verið að íslenzkum lögum.
Dómurinn var, eins og sagt var, byggður á fað-
ernislýsingu Þórdígar, svo sem hún var fengin.
Dómendurnir vissu að vísu, að Þórdísi hafði
verið hótað pyndingum, en þeir hafa sennilega
ekki varað sig á því, að lagaheimild skorti al-
gerlega til slíkrar meðferðar, og að játning,
þannig fengin, var einskisvirði að íslenzkum
lögum. Nú fá þeir sjálfsagt að vita það, að pynd-
ingu var hótað og að hana átti að framkvæma
samkvæmt skipun Herlufs Daa einni, án nokk-
urrar heimildar löggjafans, sem þeir hafa talið
vera konunginn. í þeirra augum hefur Herluf
Daa því framið alvarlegt brot, með því að hann
hefði tekið sér vald, sem konungi einum bar.
Þegar 4. júlí 1618, er nefndardómendur voru
komnir til Bessastaða af alþingi, að óloknum
fjölda mála, sem fyrir þá voru komin, gera þeir
skrá um kærumál á hendur Herluf, og lýtur þar
1) Alþb. ísl. IV. 369, 437.
2) Annales Isl. I. 209.