Saga - 1952, Blaðsíða 33
291
þá Yngvildur og tvær systranna, sem giftar
voru innanhéraðsmönnum. Af upptalningunni
verður ekkert ráðið um aldur systranna inn-
byrðis og þá ekki það, að Yngvildur er talin
fimmta í röð hinna sjö systra.
Það verður að liggja á milli hluta að sinni
að ætla á um aldur Yngvildar, er hún kemur
fyrst við sögu og er gift manni að nafni Hall-
dór Bergsson. Ekki segir, hverra manna Hall-
dór var né hvar hann átti heima. Barnlaus hafa
þau verið. Um hjúskap þeirra farast Sturlu
sögu þannig orð:
„Yngvildur Þorgilsdóttir varð ekki unn-
andi Halldóri bónda sínum, — ok var með
nökkurum hæfindum, meðan Þorgils, faðir
hennar, var við, en síðan nýttu þau ekki
af.“ i)
Höfundur Sturlu sögu er hér helzt til lítill of-
láti í sögugerð sinni. Það er því ekki ófallið
að gera hér dálítinn útúrdúr og víkja að frá-
sögn annarrar sögu, sem gerist á sömu slóðum
og rituð er, að dómi fræðimanna, nokkrum ára-
tugum síðar en Sturlu saga.
1 34. kap. Laxdælu segir frá, er Þorvaldur
í Garpsdal, sem var maður auðugur, en engi
hetja, bað Guðrúnar Ósvífursdóttur á alþingi,
er hún var fimmtán vetra gömul. Því máli var
ekki fjarri tekið, en þó sagði Ósvífur, „at þat
myndi á kostum finna, at þau Guðrún váru eigi
jafnmenni". Þorvaldur kvaðst konu biðja, en
ekki fjár. Var Guðrún síðan föstnuð Þorvaldi,
og réð Ósvífur einn öllum kostum. Var þar
1) Sturl. I 69.