Saga - 1952, Page 40
298
Nú skyldi maður ætla, að sakborinn maður,
sem sanna vildi sakleysi sitt með járnáburði,
skyldi sjálfur bera járnið, en svo var ekki.
Hér bar járnið norðlenzkur maður, Grímur að
nafni. Er hönd hans var leyst úr umbúðunum,
vitanlega eftir venjulega meðferð og þriggja
daga frest, „þá var þat atkvæði biskups, at
hann væri skírr“ *). Samkvæmt þessu var Þor-
varður ranglega borinn sökum, og sakleysi
hans með járnburðinum sannað á löglegan hátt.
Biskup gerði fásekt á hendur Einari á Staðar-
hóli, en ekki segir, hve mikil hún var. Þetta
gerðist á alþingi 1158.
Sama sumar bjóst Þorvarður til utanfarar í
Eyjafirði, en Yngveldur seldi Hvamm-Sturlu
í hendur „fjárheimtur sínar allar, og tók hann
sókn ok vörn allra hennar mála, sem hann væri
aðili“, segir Sturlu saga.
Með þessu gekk Yngvildur í berhögg við
metnað og sæmd höfðingja ættarinnar, Einars
bróður síns, svo að það er bert, að skorizt hef-
ur í odda milli þeirra systkina. En ekki nóg
með þetta. Nú skar Yngvildur hár sitt á karla-
vísu — skar sér skör —, bjóst karlklæðum
og fór á laun norður til Eyjafjarðar. Þessi
breytni öll braut ekki aðeins í bág við hæversk-
lega og góða siðu höfðingjadóttur, heldur og
lög, því að hvert fyrir sig af þessu varðaði
fjörbaugsgarð1 2). Það er ótvírætt, að Yngvild-
1) Sturl. I. 73.
2) Grg. Ib 203—204.