Saga - 1952, Síða 48
306
Þessi mál voru upphaf að hinni langvinnu
viðureign Einars á Staðarhóli og Hvamm-
Sturlu.
Sturlu tókst samsumars að heyja féránsdóm
á Staðarhóli, en Einar fékk ekki dóminum yfir
Sturlu fullnægt á því ári vegna þess, að einn
stuðningsmanna Einars, Þorleifur beiskaldi í
Hítardal, fékk stöðvað hann og skirrt vandræð-
um í það sinn. En er Sturla var riðinn til al-
þingis 1160, og Einar var einnig kominn áleiðis
þangað, sneri hann aftur og reið í Hvamm,
færði fólk þar í kirkju, en vann því ekki mein,
brenndi bæinn, rændi fé öllu og reið við svo
búið til alþingis.
Nú þótti mönnum óvænlega horfa, og vinir
beggja leituðu um sættir á þann veg, að Klæng-
ur biskup skyldi gera um málin. Einar játaði
þessu og Sturla einnig með því skilyrði, að
biskup ynni, áður en málunum lyki, fimmtar-
dómseið að því, að hann gerði jafnsætti. Klæng-
ur biskup kvað síðan upp gerð sína og vann
fimmtardómseið að henni. Þá varð Sturlu að
orði, að hann virti eið biskups sem páskamessu,
en kvað gerðina ekki fésama1). Ingibjörg hús-
freyja í Hvammi andaðist um þessar mundir.
Meðan þessu fór fram var Þorvarður Þor-
geirsson í Noregi, en kom út aftur árið 1161.
í Prestssögu Guðmundar góða er Sigríður talin
meðal barna Þorvarðs. Hún giftist Hjálmi
Ásbjarnarsyni á Breiðabólstað í Vesturhópi-
Hann hafði ásamt fleirum orð fyrir leikmönn-
um við biskupskjör Guðmundar og andmselti
1) Sturl. I. 73—76.