Saga - 1952, Side 53

Saga - 1952, Side 53
311 Áðurgreind frásögn Sturlu Þórðarsonar er hin eina forna heimild, sem varðveitt er til vorra daga, um móðerni Jóru biskupsdóttur. Merka söguritara síðari alda hefur greint á um það, hvort Klængur biskup hafi kvænzt Yng- vildi eða ekki. Finnur biskup Jónsson segir: „Klangum uxorem habuisse Ingveldam Thor- gilsi filiam, Einari sororem, plerique adfir- mant"1). Á íslenzku er efnið þetta: Flestir fullyrða, að Klængur hafi gengið að eiga Ing- vildi Þorgilsdóttur, systur Einars. Hverir sem þessir „plerique" (flestir) eru, þá er það víst, að Sturla er ekki þeirra á meðal. Finnur biskup kemst svo að þeirri niðurstöðu, að Klængur biskup hafi gengið að eiga Yngvildi eftir heim- komu hennar frá Noregi. Þykir honum þó kyn- legt, að þessa skuli hvergi getið. Næsti mikli sagnfræðingurinn, sem gerir þetta mál að umtalsefni, er P. A. Munch. Hafði hann áður verið fjölorður um siðleysi og laus- ung prestanna á íslandi og undirgefni kirkj- unnar undir höfðingjana og segir síðan: „Det er merkeligt nok, at endog en Biskop, og det en, der var saa höt agtet som Klang, ikke skulde regne det nöjere end at gifte sig med et saa letfærdigt og man maa antage berygtet Fruentimmer som Yngvild, eller at dette ej skulde skade ham i det almindelige Omdömme. Det er i alle Fald et Vidnesbyrd mere om den Slaphed i Moralitet, som i den Tid var her- skende paa Öen. I Hungurvaka omtales ej dette 1) Historia ecclesiastica I. 281.

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.