Saga - 1952, Síða 63
321
er hann hefur haft nánar spurnir af, er hann
segir, að Guðrún hafi verið „bezt orði farin“
og „málsnjöll".
III.
Þar eð hinir fornu sagnritarar gæta algerrar
þagnar um það, hvenær sá atburður gerðist,
að Jóra biskupsdóttir var í heiminn borin, er
freistandi að hyggja nánara að því. Þessi göf-
uga kona er jafnan kennd til föður síns á þenna
hátt, en ekki til eiginnafns hans. Fæddist hún
áður eða eftir, að faðir hennar varð biskup?
Til þess að leysa úr þessari spurningu má hafa
til viðmiðunar ákveðnar staðreyndir, sem kunn-
ar eru um foreldra hennar, en nokkrar þeirra
má ársetja með vissu.
Mikill aldursmunur hefur verið á þeim
Klængi og Yngvildi, sennilega ekki minni en
25 ár. Enginn síðari alda sagnaritara hefur
haldið því fram, að samfarir Klængs og Yng-
vildar hafi átt sér stað áður en hann varð bisk-
up og áður en hún var gefin Halldóri Bergs-
syni, enda mæla mikilvæg rök gegn því.
Klængur var, eins og Hungurvaka segir,
norðlenzkur maður, en var þó kjörinn til bisk-
ups í Skálholti með atkvæðum allra manna sem
ráða áttu. Ef þessi prestur og kennari frá Hól-
um hefði þá fyrir skömmu verið orðinn sekur
um frændsemis spell hið meira, er það alósenni-
legt, þótt áður hefði verið sætzt á brotið að
landslögum, að allir höfðingjar Skálholtsbisk-
upsdæmis, andlegir og verzlegir, hefðu í einu
hljóði kjörið þenna brotamann til biskups, þótt
Saga . 21