Saga - 1952, Page 64

Saga - 1952, Page 64
322 glæsimenni væri og búinn mörgum og miklum kostum. Innan Skálholtsumdæmis voru þá uppi ágætisprestar, vitrir, lærðir og hreinlífir, sem sannarlega hefðu átt að standa við biskups- kjör framar utanumdæmis presti, sem blettað hafði siðferðilega mannorð sitt. Skulu hér nefndir Eyjólfur Sæmundsson í Odda og Bjarn- héðinn Sigurðsson í Kirkjubæ. Guðmundur prestur Brandsson í Hjarðarholti, sem var ná- frændi Þorgils Oddasonar og aldavinur, and- aðist á þessu ári, en hann var um Vestfirðinga- fjórðung talinn standa næstur Klængi til bisk- upstignar1). Ef hinsvegar er gert ráð fyrir því ótrúlega, að kjörhöfðingjarnir hefðu ekki talið það úrslitaannmarka á ráði manns, sem átti að verða æðsti vörður siðgæðis í meétum hluta landsins, þótt hann hefði framið áður- nefnt brot, gat Björn biskup á Hólum trauð- lega fallizt á þá skoðun, en einmitt með hans forsjá var Klængur kosinn. Og ef hann hefði gerzt sekur um þessa ávirðingu, gat Björn biskup ekki dulið hana í meðmælabréfi sínu til erkibiskups, er biskupsefni fór til vígslu. En með þannig lagað leiðarbréf upp á vasann mátti með vissu búast við, að erkibiskup neit- aði honum um vígslu með öllu, en færist ekki orð við Klæng biskupsefni á sama veg og özuri erkibiskupi, er hann vísaði Jóni biskupsefni ögmundssyni á fund páfa með þessum orðum: „Svá kannast mér til, hinn kærasti bróðir! sem þú munt flesta alla luti til þess hafa, at þú sér til biskups fallinn, ok því trúi ek, at sæll sé sá 1) Sturl. I. 36.

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.