Saga - 1952, Qupperneq 67
325
virtur höfðingi. Auk þess má gera ráð fyrir,
að honum hafi ekki verið neitt hlýtt til þessar-
ar systur sinnar, sem ekki aðeins hafði vafið
hann í vandi’æði, heldur og unnið gegn sæmd
hans með því að fela Sturlu meðferð mála
sinna, meðan hún var utanlands. Eins og hög-
um Yngvildar var háttað, virðist það liggja
beint við, að hún leitaði ásjár hins lögfróða
og fjölgáfaða frænda síns, Klængs biskups, sem
hafði svo mikið orð á sér fyrir skörungsskap
á alla lund. Það er eðlilnegt og líklegt, að upp-
haf náinnar viðkynningar þeirra hafi orðið með
þessum hætti. Ekki er ósennilegt, að þau hafi
eitthvað þekkst áður og ekki útilokað, að biskup
hafi eftir útkomu sína haft einhver afskipti af
málum Yngvildar og Halldórs Bergssonar, því
að ekki er unt að ársetja með vissu, hvenær
Halldór fór utan.
En hvort sem kynni þeirra Klængs biskups
og Yngvildar hafa verið löng eða skömm, þá
tókst svo til, að þessi kona heillaði svo hinn
káta og keskifima biskup hátt á sextugs aldri,
að hann gleymdi biskupsembætti sínu, gerðist
brotlegur við landslög og þau lög kirkjunnar,
sem hann átti sérstaklega að hafa eftirlit með,
að höfð væru í heiðri. Yngviklur ól honum dótt-
ur, sem hlaut nafnið Jóra. Þetta nafn er fágætt
og er líklega stytting úr Jórunn eða Jóreiður.
Það kemur einkarvel heim við hæfilegan ald-
ur Jóru biskupsdóttur, er hún giftist, að hún
muni ekki vera fædd fyrr en nú var sagt eða
nálægt 1165. Gfiting hennar virðist hafa farið
fram um sama leyti og eftirmálin eftir Einar
á Staðarhóli hófust, sbr. orðin: „Þá hafði Þor-
L