Saga - 1952, Page 69
327
sennilega verið rétt tvítug að aldri, er þau
áttust.
Eftir þessar hugleiðingar allar kemur það á
daginn — alveg óvænt — að þegar Klængur
biskup og Yngvildur gengu í eina sæng, muni
hún hafa verið mjög á sama aldri og fræðimenn
telja Guðrúnu Ósvífursdóttur, er hún giftist
Þorkeli Eyjólfssyni, þ. e. 34 ára1).
IV.
Það mun sönnu næst, að engin biskupsdóttir
á íslandi mun hafa stefnt föður sínum í meiri
vanda, er hún kom í heiminn, en mærin Jóra.
Þetta blessaða barn var getið í synd, og ka-
þólskur biskup mátti ekki eignast barn. Ef
það hefði þegar orðið opinbert, að biskupinn
ætti þetta barn, var hann fallinn í bann kirkj-
unnar af verkinu sjálfu og sviptur biskups-
legum heiðri og embætti. Og ofan á þetta bætt-
ist, að hér var ekki um að tefla rétta og slétta
barneign, heldur stórmisferli að almennum
landslögum og lögum kirkjunnar, og biskupinn
var æðsti vörður þessarra laga.
Það er söguleg vissa, staðfest nægilega af
Hungurvöku, að Klængur biskup hélt biskups-
tign sinni og fullum heiðri til dauðadags. Af
þessu er auðsætt, að barneign hans hefur verið
haldið leyndri fyrst í stað með einum eða öðr-
um hætti. Um tvær leiðir virðist hafa verið að
1) Laxdæla saga, formáli, bls. LIX. íslenzk fom-
rit, Rvík 1934.