Saga - 1952, Page 73

Saga - 1952, Page 73
331 hann hafið á efri árum. Hin harða tiptun holds- ins hefur sennilega átt rætur að rekja til hrös- unar hans. Og svo geyst fór hann í sjálfspynt- ingunum, að hann fékk sár og kaun af kulda og meinlætum og öðrum óhægindum, er hann nú hafði tamið sér1) Þetta sýnir glögglega, að Klængur biskup hefur enginn miðlungsmaður verið, hvorki í blíðu né stríðu. Þá má einnig benda á það, að einmitt á sama tíma hefur Klængur biskup beitt sér fyrir munkalifnaði og stofnun klaustra. Árið 1166 vígði hann Hrein Styrmisson ábóta í Hítardal. Að vísu fara engar sögur af klaustri þar, en í sögu Árna biskups Þorlákssonar segir, að þar hafi klaustur verið, enda krafðist hann staðarins undir förræði kirkjunnar.2). Árið 1168 var klaustur sett í Þykkvabæ í Veri „at ráði og forsjó Klængs biskups ok annarra vit- urra manna3). Skömmu síðar vígði hann Þor- lák Þórhallsson til ábóta þar. Árið 1172 var sett klaustur í Flatey á Breiðafirði, og vígði Klængur biskup þar til ábóta ögmund Kálfs- son. Er það bersýnilegt, að hugur Klængs bisk- ups hefur á þessum árum beinzt mjög að ein- lífi og hreinlífi. Sama árið og Klængur varð biskup, varð sú breyting á yfirstjórn kirkjumála á Norður- löndum, að sérstakur erkistóll var settur í Nið- arósi og skyldi íslenzka kirkjan lúta undir hann. Árið 1161 varð Eysteinn Erlendsson 1) Bisk. I. 83—84. 2) Bisk. I. 685. 3) S. st. bls. 270.

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.