Saga - 1952, Page 76

Saga - 1952, Page 76
334 nöfn er slíku fylgja, sumir lærðir, en sumir ólærðir. Nú kann eg marga að nefna, þá er í stórglæpum standa. En eg vil enn eigi hrópa þá að sinni fyrir alþýðu. En þó vil eg vanda yðvarn eigi lengur bera, því að mér er glæpur manna kunnur, og svo nöfn manna kunnug, er gjört hafa“. Ekki er ástæða til að rekja hér nánar boðorð, bönn og utanstefnur, er bréfið ræðir um, nema niðurlag þess, sem er á þesa leið: Biskupskosningi — og ef þér viljið á heilu ráði standa — þá frestið eigi, og látið hann (biskupsefni) utan koma að sumri að vísu, því að bæði þrotar Klæng biskup móð og mátt, og skuluð þér ekki lengur þar ætla til þjónustu- gjörðar. En þér sjáið vandlega fyrir kosningi yðrum að taka þann til höfðingja, er þér ætlið helzt munu sálu yðvarri til guðs stýra, hvatki er þeir leggja í móti heilræðum hans, er misverka hitta. Valete. Það er talið vafalaust, að þetta bréf Eysteins erkibiskups sé þau „orð“, sem Hungurvaka getur um, og greind voru áðan. Ekki skulu born- ar brigður á þetta, en það fær ekki dulizt, að næsta lítið fer í bréfinu fyrir „leyfi“ því, sem sagan segir, að Klængur biskup hafi fengið til tíðaflutnings og kenningar. Ekki verður nú um það vitað, hve náið Klæng- ur biskup hefur 1 bréfum þeim, sem Hungur- vaka getur, vikið að því, sem aflaga fór 1 sið- um manna í biskupssýslu hans, jafnframt því er hann tjáði erkibiskupi vanhagi sína. Víst er það, að undanfarin ár og fram á þenna tíma

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.