Saga - 1952, Síða 78
336
ákveðinna manna. En þá liggur nærri að ætla,
að þessi sami fregnberi kunni að hafa frætt
erkibiskup um, að Klængur biskup ætti hér
einnig sökum að svara. Eftir tóninum í orðum
erkibiskups um biskupskosninguna virðist þetta
sennilegast. Hann brýnir fyrir mönnum, ef þeir
vilji „á heilu ráði standa“, að fresta ekki kosn-
ingunni og láta biskupsefni koma utan að sumri,
það er að segja þegar í stað að kosningu lok-
inni. Hann klykkir út með því að segja, að
menn skuli ekki lengur ætla til þjónustugerðar
Klængs biskups, því að hann skorti móð og
mátt. Vissulega þurfti ekki að fræða Islendinga
um vanheilsu biskupsins, en erkibiskupinum
hefur þótt ástæða til að segja þeim, að biskup-
inn skorti móð, að kjarkur hans væri þrotinn,
siðferðilega sé hann svo gjörbeygður maður,
að hann sé ófær til að framkvæma opinberlega
kirkjulega þjónustu. Mann getur jafnvel grun-
að, að Klængur biskup kunni að vera meðal
þeirra, sem erkibiskupinn „vildi eigi hrópa“
fyrir alþýðu, þar sem hann ætlaðist til, að
biskupsdómur hans væri á enda þegar á næsta
sumri eða að minnsta kosti svo fljótt sem kost-
ur væri, enda þótt hann væri ekki beinlínis
sviptur embætti. — Það var af góðum og gild-
um ástæðum, að höfundur Laxdælu fann hvöt
hjá sér að rekja ætt frá Óspaki bróður Guð-
rúnar Ósvífursdóttur til Eysteins erkbiskups
Erlendssonar.
I þessu bréfi erkibiskups er ekki að því innt,
að Klængur biskup haldi „upp tíðagjörð og
kenningu meðan hann sé til fær“, eins og Hung-
urvaka segir, en vera má, að hann hafi fengið