Saga - 1952, Side 79

Saga - 1952, Side 79
337 einkabréf um þetta efni, sem ekki hefur geymzt, eins og hitt. Ekki er það líklegt, að þessi boð- skapur erkibiskupsins hafi verið birtur almenn- ingi á alþingi, því að svo mörg atriði voru þar, sem ekki voru til þess fallin, þar á meðal utan- stefnur hinna sakbornu manna á fund erki- biskups og konungs. Og fullkomið efamál er það, að „þessi boðorð hafi flutt verið um landið innan“, eins og segir í bréfinu og ætlast er til, að gert sé. Þess verður ekki vai’t, að nokkur siðabreytni hafi fyrst um sinn átt sér stað, er rekja megi til þessa bréfs. Kjör eftirmanns Klængs biskups fór fram á alþingi 1174, bréf erkibiskups hefur því borizt vorið þetta ár. Hungurvaka segir, að það hafi verið allra manna ráð á alþingi, að Klængur biskup „skyldi kjósa þann, sem hann vildi til biskups eftir sig, en hann kaus Þorlák Þórhalls- son“. f Þorláks sögu segir gerr frá þessu bisk- upskjöri. Ásamt Þorláki ábóta þóttu tveir menn aðrir vel fallnir til biskupsdóms: ögmundur Kálfsson ábóti í Flatey, „hinn mesti skörung- ur“, og Páll Sölvason, „góður prestur og göf- ugur“, „mikill lærdómsmaður og bezti bú- þegn"1). Mikill ágreiningur virðist hafa verið um, hver þessara manna ætti að hljóta biskups- tignina. Sennilega hefur mönnum verið kunn- ugt, að fjárhagur stólsins var örðugur og því talið, að velja þyrfti til biskups mann, er væri kunnur að skörungsskap og góðri fjárgæzlu, en Þorlák ábóta hafa fáir þekkt. Telja má það efalaust, að áður en til alþingis kom, hafi það 1) Bisk. I. 98—99 og 272—273. Saga . 22

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.